Feykir


Feykir - 10.09.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 10.09.2009, Blaðsíða 9
33/2009 Feykir 9 Samstarfsaðilar í verkefninu eru m.a. þessir: ■ Grunnskólarnir í Skagafirði; grunnskólaböm og kennarar úr Árskóla Sauðárkróki, Grunnskólanum Hólum, Gmnnskólanum Hofeósi, Grunnskólanum Sólgörðum ásamt sjálf- boðaliðum, innlendum ogeriendum sem hafa gróðursett. • Vrkju-sjóður Vigdísar Rnnbogadóttur fyrrverandi forseta íslands, Ijármagnar 3-5 birkiplöntur á hvem grunnskólanema sem tekur þátt hverju sinni. • Sveitarfélagið Skagafjörður og garöyrkjustjóri Skagafjarðar, aðstoð við gróðursetningu. ■ Gróðrarstöðin Mörk Reykjavík, ræktunar- ogtilraunaaðstaða án greiðslu. • Landsvirkjun, ungtfólk í umhverfishópi hefur gróðursett. velja til ágræðslu og undaneldis fallegustu og bestu birkitrén sem nú eru eftir í skóginum er úrkynjunni snúið við. Hátt í 400 árgæðslur voru gerðar áður en nægur fjöldi birkiplantna náðist. Þetta er langt ferli, erfitt og flókið því trén verða ófrjó í hitanum í gróðurhúsi en verða nægilega frjó á einhverjum tilteknum tíma utandyra. Með því að rækta fræmæðurnar í gróðurhúsi laufgast trén þar fyrr á vorin en utandyra. Þannig er tryggt að óæskilegt frjó berst ekki að. í einangruðu gróður- húsi er bestu trjánum æxlað saman (bestu folarnir og bestu hryssurnar) og afraksturinn verður 30-40% öflugra birki sem er hraðvaxið, beinvaxið og ljóst á börk. Birkifræinu sem fæst við kynbætur í gróðurhúsi er sáð hjá Barra á Egilsstöðum og kröftug birkitré og reynitré verða gróðursett til endur- heimtunar Brimnesskóga. Ekki reyndist unnt að ná fræi af reyniviði til fjölgunar. Þess vegna var brugðið á það ráð að vefjarækta hann. Greinar af völdum trjám voru teknar snemma vors f Geirmundar- hólaskógi í Hrolleifsdal og þær drifnar áfram í gróðurhúsi. Þegar brumin af greinunum fara að þrútna eru þau einfaldlega söxuð niður í sér- stakan næringarvökva í eins- konar tilraunaglösum. Frum- urnar í brumblöðunum mynda þá ef vel tekst til, blöð og rætur sem mynda plöntur sem síðar eru ræktaðar í pottum og loks gróðursettar að nokkrum árum liðnum. Trén í endurheimtum Brimnesskógum verða væntan- lega öflugur fræbanki í fram- tíðinni. Vefjaræktun á reyni stóð yfir í 3 ár. Með þessu starfi er stuðlað að sjálfbærri þróun, varðveislu og eflingu á dýrmætu erfðaefni í Skagfirskum trjám. Náttúru- gæði endurheimtast og lífríkið styrkist og fjölbreytni tegunda eykst auk þess fæst dýrmæt binding á koltvíildi, C02 sem skiptir afar miklu máli við að draga úr hnattrænni hlýnun. Verkefhið eflir atvinnu- starfsemi, þekkingu og fræðslu á sviði menningar. Það byggir á samstarfi og samvinnu milli nokkurra aðila. Verkefhið er einnig nýsköpunarverkefhi og stuðlar að þróun menningar- starfs og menningartengdrar ferðaþjónustu með þátttöku ungs fólks jafnt og þeirra sem eldri ern Verkefnið hefur unnið sér sess og viðurkenningu og er vaxandi. Hólar í Hjaltadal og Sauðár- krókur eru í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Brimnes- skógum. Þegar fram líða stundir verða endurheimtir Brimnes- skógar aðdráttarafl fýrir ferða- menn sem unna náttúrunni og hafa áhuga á sjálfbærri þróun. Verk- og tímaáætlun - kostnaðaráætlun: Að því gefnu að nægilegt fjármagn fáist til alls verksins standa vonir til að unnt sé að Ijúka veriíinu á 5 til 6 árum eða árið 2015. Kostnaðaráætlun við gerð fræðsluefnis og fyrirlestra hljóðar upp á n'flega fimmhundruð þúsund krónur en heildarkostnaður við allt verkefnið er áætlaður um sjö milljónir króna sem þýðir riflega ein milljón á ári í sex ár. Gera má ráðfýrirallt að 3500 plöntum á hektara eða að 70.000 plöntum ails. Stiklur úr starfi Brímnesskóga 1995: Frumkvöðull að endurheimt Brimnesskóga Steinn Kárason kynnti verkefnið í Morgunblaðinu 18. júlí og einnig í útvarpsþættinum „Um daginn og veginn". Þingmönnum kjördæmisins ogsveitarstjómarmönnum kynnt hugmyndin með bréfi. 1996: Greinar af 11 völdum birkitijám í Geirmundarhólaskógi í Hrolleifsdal teknar bl kynbóta. Ágræðsla birkis hófst í gróðrarstöðinni Mörk í Reykjavík. Kynbætur hafa síðan staðið þarsleitulaust 2004: Félagið Brimnesskógar stofnað af Steini Kárasyni þegar KB-banki veitti fjárstyrk til verksins. Fýtsta gróðursetning birkis og gulvíðis fyrir tilstyrk Yrkju-sjóðs frú Wgdísar Rnnbogadóttur frrrverandi forseta Islands. Plönturnar ræktaðar af fræi úr Fögruhlíð og Geirmundarhólaskógi. Kynningarfyririestar haldnir í grunnskólum í Skagafirði. Um 150 grunnskólaböm og kennarar úrÁrskóla Sauðárkróki, Gmnnskólanum Hólum, Gmnnskólanum Hofsósi, Gmnnskólanum Sólgörðum ásamt sjálfboðaliðum gróðursettu. 2005: Fyista uppskera af kynbættu fræi úr Geirmundarhólaskógi í Hrolleifsdal fékkst í Gróðrarstöðinni Mörk í Reykjavík. Vefjaræktun á reynivið úr Hrolleifsdal hefst í tilraunaaðstöðu í Mosfellsdal. 2008: Samningurfélagsins Brimnesskóga við sveitarfélagið Skagaflörð um afnot af 20 ha lands bl starfseminnar undinitaður. Um 30 ágrædd birkitré gióðuisett ásamt 170 vefjaræktuóum reynitrjám og 2000 kynbættum birkiplöntum. Rafgirðing bl bráðabiigða sett upp. 2009: Land Brimnesskóga girt varanlega. Gróðursettar um 2500 birkiplöntur. ( Barnahotn h&jfrs ) _ v'ka á 7. bekkur Árskóla dvaldi í síðustu viku á Reykjum í Hrútafirði þar sem reknar eru skólabúðir. Árdís Eva Skaftadóttir deilir hér með lesendum barnahorns Feykis hvernig vikan á Reykjum var auk þess sem hún tók og sendi blaðinu myndir. Feykir skorar á káta krakkar sem eru að upplifa skemmtilega hluti að senda okkur smá frásögn og myndir. Gaman væri að fá frásögn úr göngum og réttum. Textana má senda á netfangið Feykir@feykir.is. Á mánudagsmorgni mætt- um við öll við skólann með allan þann farangur sem við þurftum og lögðum af stað klukkan 10. Komið var á staðinn klukkan hálf tólf, en á Reykjum hittum við fyrir krakka úr Öldutúnsskóla sem áttu að vera með okkur vikuna á Reykjum. Eftir að hafa fengið að borða ogkomið okkur fyrir á herbergjunum var okkur skipt upp í hópa en við unnum í þremur mismunandi hópum alla vikuna. Ég lenti í hóp sem byrjaði á því að fara í íþróttir og síðan í sund. Um kvöldið var kvöldvaka sem starfsmenn Reykjaskóla sáu um. Þar var sungið og farið í leiki. Síðan var kvöldhressing áður en við fórum að sofa þreytt eftir skemmtilegan dag. Á þriðjudaginn fór minn hópur á Byggðasafnið á Reykjum fyrir hádegi en þar fengum við fræðslu um safnið og unnum þar alls konar verkefni. Eftir hádegi fórum við síðan í náttúrufræði en kennslan fór þannig fram að við fórum niður í íjöru þar sem við tíndum alls kyns hluti sem við síðan skoðuðum í víðsjá þegar heim var komið. Síðan tók við frjáls tími og aftur var kvöldvaka um kvöldið sem við nemendur sáum sjálf um. Það var mjög gaman. Á miðvikudag byrjaði minn hópur á því að fara f íþróttir þar sem við fórum í skotbolta og alls konar skemmtilega leiki. Síðan var farið í sund eftir íþróttirnar en við fengurn að hafa frjálsan tíma í sundinu. Eftir matinn fórum við í stöðvaleik sem er hálfgerður ratleikur með þrautum og skemmtilegheitum. Síðan tók við frjáls tími sem fór meðal annars í að undirbúa atriði fýrir kvöldvöku kvöldsins. Að venju var síðan kvöldvaka um kvöldið ogsíðan kvöldhressing fyrir háttinn. Á fimmtudagsmorgun byrjaði minn hópur á því að fara í Undraheim auranna sem er fjármálanámskeið sem Jóna Margrét sá um. Þar lærðum við hvernig við eigum að fara “) með peninga og hvar við geymum þá. Eftir að hafa fengið grjónagraut í hádeginu fóru allir í hópmyndatöku. Síðan tók við val þar sem maður gat valið hvað ætti að gera það sem eftir lifði dags. Ég valdi að fara í spil og dvd. Þá máttum við spila og horfa á mynd. Ef maður fékk síðan nóg af þessu þá mátti skipta í annað sem var í boði. Klukkan hálf fjögur tók við undirbúningur fyrir hárgreiðslukeppni sem var haldin klukkan hálf sex. Ég sá um að setja í hárið á Matteusi, Jónasi, Kristjáni og Sveinbirni, ásamt Siggu, Möggu, Kamillu og Sigurbjörgu. Við unnum keppnina fyrir greiðsluna á Matteusi en við settum í hann hárband sem við sJcreyttum með blómum sem Sigurbjörg tíndi úti á túni. í verðlaun fengum við viðurkenningu með mynd af okkur og módelinu. Síðan var pizzaveisla og ís á eftir. Eftir það var stutt lcvöldvaka með atriði sem kennararnir sáu um síðan diskótek en eftir það fengum við lcvöldhressingu, prins póló og kólc Það urðu allir frekar fjörugir eftir kókið og súlckulaðið og vorum við í banastuði langt fram á nótt. Eitthvað sem kennurunum fannst elcki jafn gaman og okkur. Það voru því þreyttir krakkar sem voru valcin á föstudagsmorgun til þess að taka saman, þrífa herbergin og fara heim. Mér fannst mjög gaman á Reykjum, maturinn var mjög góður, kennararnir voru skemmtilegir og þarna eignaðist ég góða vini sem ég á örugglega eftir að vera í sambandið við á msn. Árdís Eva Skaftadóttir 12 ára Þær vinkonur Anna Mar- grét Hörpudóttir og Björg Þóra Sveinsdóttir héldu tómbólu á dögunum fyrir utan Skagfirðingabúð til styrktar Þuríði Hörpu sem nú er í stofnfrumuaðgerð á Indlandi. Stúlkurnar söfnuðu dóti í sumar og héldu tombólu en náðu eklci að klára vörurnar þá. Var því restinni komið út núna og varð afralcsturinn nú kr. 13,489-. Þuríður Harpa vill koma kæru þalcklæti til allra sem leggja henni lið í sinni baráttu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.