Feykir


Feykir - 10.09.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 10.09.2009, Blaðsíða 11
33/2009 Feykir 11 ( MATGÆOINGAR VIKUNNAR ) Axel og Ósk kokka Tortillas lasanqe og alvöru skyrkaka Þessa vikuna eru það hjónaleysin Axel Eyjólfsson vélvirki og Ósk Bjarnadóttir kjötiónaðarnemi á Sauðárkróki, sem bjóða okkur upp á gómsæta rétti. Tortillas lasange með nautahakki og ostasósu og alvöru skyrkaka í eftirrétt. Axel og Ósk skora á Benedikt Rúnar Egilsson og Ásbjörgu Ýr Einarsdóttur Birkihlíð 6 á Sauðárkróki, að koma með næstu uppskrift. AÐALRETTUR Tortillas lasange með nautahakki og ostasósu UPPSKRIFT FYRIR FIMM 450gr. nautahakk 5 stk. Tortilla 10“ 2 'á dl. taco sósa, mild eða hot eftir smekk 'á dl. tómatpúrra 2 laukar Lítil dósgular baunir 1 paprika 1 tsk salt 1 msk. hvítlaukur 25 gr. matarolía til steikingar Ostasósa: lOgr. smjör 1 msk. hveiti 2 á dl. upphituð mjólk 2-3 dl. tilbúin ostasósa Aðferð: Steikið lauk, gular baunir, papriku, nautahakkogtómatpúrru í matarolíu. Bætið við tacosósu, salti og hvítlauk. Steikið í u.þ.b. 3 mínútur. Hitið smjörið í potti og blandið saman við hveiti. Hrærið mjólkinni saman við og látið malla við vægan hita í u.þ.b. 3 mínútur. Blandið nú við ostasósunni og bragðbætið með salti. Hellið þunnu lagi af ostasósu íeldfastmót Setjið á vixl tortillur, kjöt og ostasósu. Hafið seinasta lagið með ostasósu. Skreytið með tómatsneiðum og rifum ostí. Hitið í ofhi í 15 mínútur, við 200°C. Berið fram með salatí og hvitlauksbrauði. EFTIRRETTUR Alvöru skyrkaka 1 pakki kanilkexfrá Lu, mulið (Bastogne) 80 gr. brættsmjör 5 dl. rjómi, þeyttur 500gr. KEA vanilluskyr 3 msk bláberjasulta 150 gr. bláber 200gr. jarðarber Aðferð: Blandið kexmylsnunni og smjörinu saman og þrýstíð á botninn á vel smurðu smellu- formi. Hrærið rjómann varlega saman við vanilluskyrið og hellið ofan á kexbotninn. Setjið bláberjasultuna gætilega ofan á, ásamt bláberjum og jarðarberjum sem hafa verið skorin í bita. Það er í góðu lagi að útbúa skyrtertuna daginn áður, en hún þarf allavega að standa í kæli í 3-4 klukkustundir áður en hún er borin fram. Verði ykkur að góðu! Erla Guðrún i góðum félagsskap. Elvls mætti é svæðið í fylgd Kristjáns Þórs Hansen. Sólveig Sigurðar kallar á hundinn sinn i einni hlýðniæfingunni. Fjöldi hunda og hundaeigenda sótti hundahlýóninámskeiö á Sauóárkróki Hlýddu hundur hlýddu! Um síðusu helgi var haldið á Sauðárkróki hundahlýðninámskeið þar sem eigendum hunda var leiðbeint um það hvemig þeir ættu að Iáta hundana hlýða sér. Fjöldi fólks og fjórfætlinga sóttu námskeiðið. Alls voru 18 hundar af öllum stærðum og gerðum sem voru á námskeiðinu og var það samdóma álit þátttakenda að þeir hafi mikið lært og haft gott af tilsögninni. -Það hafa orðið gríðarlegar framfarir hjá hundunum enda mikið álag á þeim þessa helgi, segir Anna Björg Arnardóttir ein af upphafsmönnum námskeiðsins en dagskráin var mjög stíf. Anna segir að ekki sé neitt félag starfandi hjá hundaeigendum á Sauðárkróki eða nágrenni en einhverskonar hundavinafélag sé þó verið að reyna að halda úti sem stendur fyrir ýmsum framfaramálum hjá hundaeigendum. Leið- beinandi á námskeiðinu var Guðrún Hafberg frá Hundaskólanum okkar, og henni til aðstoðar var Bára Einarsdóttir. Jóhannes Atli og Jenný ásamt Rambó.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.