Feykir


Feykir - 17.09.2009, Side 4

Feykir - 17.09.2009, Side 4
4 Feykir 34/2009 Skagastrond 1100 tonn af brotajárni fjarlægð A heimasíðu Skagastrandar segir frá því að f vikunni flutti Hringrás um 1100 tonn af brotajárni um borð í flutningaskip sem þá lá í Skagastrandarhöfn. Er þetta einungis hluti af því sem safnast hefur saman á undanförnum misserum og búast má við því að járnið gangi nú í endurnýjaða lífdaga og birtist hugsanlega aftur á íslandi sem ísskápur, steypu- styrktarjárn eða eitthvað annað. Annar og stærri haugur bíður útflutnings en það eru bílflök sem hafa verið pressuð saman. Ástæðan fyrir því að þau fara ekki með þessu skipi er að vinnsluaðferðirnar eru ólíkar. Bílflökin eru tætt í sundur og síðan flokkuð og brædd en járnið fer beint í bræðslu. Að sögn forráðamanna Hringrásar er ekki hægt að segja til um hvenær bílflökin fara en væntanlega er skammt í það. Menning Nemendakór Árskóla endurvakinn Stallsysturnar íris Baldvinsdóttir og Jóhanna Man'n Óskarsdóttir munu á næstunni endurvekja nemendakór Árskóla en kórinn mun starfa í samstarfi við Barnakór Tónlistaskóla SkagaQarðar sem stofnaður var fyrir tæpu ári. Kórinn verður í boði fyrir alla nemendur Árskóla og Tónlistaskóla Skagaíjarðar en ef góð þátttaka verður mun kórnum verða skipt upp í yngri og eldri kór. -Auðvitað verða jólalögin æíð upp þegar þar að kemur en annars verður þetta bara allt í bland. Bæði lög sem þau þekkja og eru vinsæl í dag og eins þessi gömlu góðu sem við þekkjum öll, segja þær Jóhanna og íris. Verður inntökupróf í kórinn? - Nei, ekki til þess að byrja með alla vega. Við erum að fara að vinna í því að koma þessari hefð af stað að hér verði kór. Svo það verði einhvern til þess að syngja yfir okkur Jóhönnu þegar við deyjum, segir fris og þær hlæja báðar. -Þetta er að verða svolítið vandamál með endurnýjun söngfólks í kóra í Skagafirði. Því þegar ekki er barnakór verður ekki unglingakór, ekld kór í fjölbrautaskóla og í framhaldinu skilar unga fólkið sér síður í kóra á fúllorðinsaldri. Skag- firðingar eru alls staðar þekktir fyrir söng og gleði. f Skagafirði hefur verið mikið hefð fyrir söng og þetta er okkar framlag til þess að halda í gamlar hefðir, segir Jóhanna Marín. Hvar verður hægt að skrá sig í kórinn? -Það verður hægt að skrá sig hjá ritara í Árskóla, Jóhönnu Marín og Sveini í Tónlistaskólanum. Gagnaveita Skagafjarðar Hofsós í betra samband Tæknimenn frá Tengli ehf. á Sauðárkróki unnu við það í haustblfðunni að setja upp sendi og móttökudisk fýrir örbylgjusamband við Hofsós. Reiknað er með því að geta flutt 200 Mb samband þessa leið og þar með komast viðskiptavinir Gagnaveitunnar á Hofsósi í öruggt og gott samband við umheiminn. íbúar í Hlíðum eru orðnir ansi langeygir eftir því að ljós- leiðaragengið haldi innreið sína í hverfið. Til stóð að byrja að draga í rörin í vor, en það hefur reynst erfiðara en upphaflega stóð til að fjár- magna svo umfangsmikið verkefni. Stjórnfélagsinsleitar allra leiða að leysa það og er von til að það gangi eftir áður en að það frystir aftur í haust. Lagnaefni fyrir Akrahrepp er komið til landsins og er væntanlegt norður næstu daga. Starfsmenn Tengils á Sauðárkróld eru að gera sig klára fyrir ídráttinn og ef að allt gengur vel ættu Blöndhlíðingar allir að hafa aðgang að ljósleiðara á heimili sínu fyrir jól. Sauðárkrókur Sparisjóður í samstarf við NFNV Sparisjóður Skagafjarðar og Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra skrifuðu í gær undir samstarfssamning sín á milll. Sparisjóðurinn verður bakhjarl nemendafélagsins í störfum þess í vetur auk þess sem nemendum sem hafa sín bankaviðskipti í spari- sjóðnummun standaýmis- legt spennandi til boða. Verður efni samningsins kynnt nemendum fljótlega. Þau Karl Jónsson trygginga- og markaðsfulltrúi Spari- sjóðs Skagafjarðar og Eva Pandóra Baldursdóttir for- maður nemendafélagsins, skrifuðu undir samninginn á Ólafshúsi í vikunni í kaffi- samsæti sem sparisjóðurinn bauð stjórn nemenda- félagsins til. Skotta kvikmyndafjelag Kraftur í Kringlubíó Skotta kvikmyndafjélag efur skrifað undir samning við Sambfóin um sýningarrétt á heimildarmyndinni Kraftur. Kraftur verður sýnd í Kringlubíói og er stefnt á fyrstu sýningu þann 30. september næst komandi. Kraftur var tekin á árinu 2007 og fjallar um Þórarinn Eymundsson og keppnishest hans Kraft frá Bringu sem árið 2007 urðu tvöfaldir heimsmeistarar í hestaíþróttum. Myndin hefúr nú þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðinni í Gimli í Kanada þar sem henni var gríðarlega vel tekið. -Þetta er mjög mikil viðurkenning fyrir oJckur sem stöndum að baki myndinni og hvetur okkur til dáða. Það eru gerðar mjög miklar kröfur um gæði og afþreyingargildi til þess að komast inn í digital bíó. Myndin er tekin í fúllri háskerpu og það er því frábært að fá tældfæri til þess að sýna hana við bestu mögulegu aðstæður, segir Árni Gunnarsson. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Áheitahlaup til styrktar Þuríði Hörpu Króksbrautarhlaup um helgina Glaðbeittir skokkarar í Króksbrautarhlaupi haustið 2006. Laugardaginn 19. sept. n.k. ætlar skokkhópur Árna Stef að halda hið árlega Króksbrautarhlaup en nú með breyttu sniði. Þetta verður áheitahlaup til styrktar Þuriði Hörpu þó með þeim formerkjum að fólk getur Ifka gengið eða hjólað vegalengdirnar. Nokkur fyrirtæki í bænum ætla að heita á þá sem taka þátt og borga fyrir heildar kílómetrafjölda sem þeir leggja að baki þannig að til mikils er að vinna. Árni Stefánsson íþrótta- kennari leggur á það áherslu að hlaupið er öllum opið sem vilja leggja málefninu lið og þurfa ekki að tengjast skoldchópnum á nokkurn hátt. -Það myndi létta mér undirbúningsvinnuna ef fólk sem ætlar að taka þátt hefði samband við mig í vikunni, segir Árni og vill hvetja sem flesta til að leggj a málefninu lið. -Fólk er parað saman miðað við hlaup- eða gönguhraða en hlaupið byggist á því, að hvaðan sem þú hleypur, þá er komið í mark við sundlaugina milli klukkan 12.40 og 13.00. svo býður sveitarfélagið ókeypis í sund á eftir. -Fólk getur komið sér sjálft á þann stað sem það ætlar að hlaupa ffá, á leiðinni Sauðár- krókur - Varmahlíð, segir Árni en einnig verður rúta á ferðinni sem sleppir fólki út á þeirra upphafshlaupastað. Er hægt fyrir almenning að taka þátt í áheitum? -Já, það er hægt. Fólk getur lagt pening í púkk fýrir hlaup ef það vill t.d. 500 eða 1000 krónur sem dæmi en ég ítreka það að það kostar ekkert að taka þátt í hlaupinu, segir Árni. Árni vill brýna fýrir öllum að fara eftir umferðarreglum, hlaupa á móti umferð í beinni röð og að ökumenn sýni aðgát. Árni vill ítreka að þetta er ekki bara hlaup heldur er ganga og hjólreiðar fúllgild líka þar sem verið er að höfða til almennrar útivistar. Hægt er að hafa samband við Árna í síma 864 3959. Síðasta umferðin í 2. deildinni á laugardaginn Allir á völlinn! Það verður allt undir hjá Tindastólsmönnum þegar þeir fá nágrannana frá Blönduósi í heimsókn í sfðustu umferðinni í 2. deild en leikið verður á Króknum kl. 14:00. Tindastólsmenn náðu loks sigri í síðustu umferð þegar þeir lögðu Magna á Grenivík 1-2. Bjarki Árnason og Kristmar Björnsson gerðu mörk Stólanna en sigurinn var sanngjarn. Þar með skutust Stólarnir upp úr fallsæti en það er þó ljóst að til að tryggja sætið í deildinni dugar ekkert annað en sigur gegn Hvöt nema önnur úrslit verði hagstæð. Hvöt gerði jafntefli í síðasta heimaleik sínum gegn hinu óútreiknanlega liði KS/Leifturs. Gestirnir leiddu í hálfleik 1 -2 og komust í 1-3 snemma i fýrri hálfleik. Blönduósingar gáfúst ekki upp og náðu að skora tvö mörk á tveggja mínútna kafla seint í leiknum. Orri Rúnars- son, Muamer Sadikovic og Halldór Halldórsson gerðu mörk heimamanna í leiknum. Þá er bara lokaleikurinn eftir og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna á völlinn!

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.