Feykir


Feykir - 17.09.2009, Page 5

Feykir - 17.09.2009, Page 5
34/2009 Feykir 5 Rúnar Kristjánsson Helgi Hóseasson Nú er garpurinn Helgi Hós hættur að anda ogfarinn. Tími hans liðinn og tæmdur í ós, trúlega málstaður varinn. Þó honum væri ei boðinn byr, beygði hann enginn klafi. Þjóðlegur var hann og þekkti skyr, á því er ei nokkur vafi. Sífellt hann stóð á sinni vakt, seigur í veðrum köldum. Alltafvar mikið á sig lagt, ýmislegt sagt á spjöldum. Hélt hann þeim uppi hátt og vel hólminn þarfrægan gerði. Tryggði hans úthald þTjóskuþel, þokað var hvergi afverði. Viðhorfum sínum var hann trúr, virtiþar sanna tíðni. Passaði síst i bandabúr borgaralegrar hlýðni. Áfram á leið um Langholtsveg lítum hann því i anda, fullan afþijósku -þú og ég, á þjóðarverðinum standa! (ÁSKORENDAPENNINN ) Aldís Axelsdóttir skrifar frá Hólum „Hagnaður" að hausti Enn einu sinni er haustið komið. Árið er greinilega alltaf að verða styttra og styttra, allavega er mjög stutt síðan í fyrra haust. Eftir því sem ég eldist kann ég betur og betur að meta haustið. Um daginn vorum við Eysteinn á útreiðum hérna milli Hóla og Skúfsstaða í Hjaltadal, sem við gerum gjarnan og þá allt í einu fann ég það, haustið var komið. V eðrið var bjart og fallegt, stafalogn, sólin farin að lækka á lofti og aðeins farið að kólna, yfir öllu ríkti þessi einstaki friður og kyrrð sem oft einkennir haustið. Kindur, kýr og hestar á beitá túnunum, aðeins heyrðist stöku jarm í haustlambi, þetta sérstaka jarm sem einkennir lömb á haustin, dýpra og dimmara en á sumrin ogjafnvel aðeins tregafullt. Gæsirá flugi og ein og ein síðbúin lóa söng sitt dírrindí. Ég fór að hugsa um hversu mikils þeir fara á mis sem aldrei upplifa þessa nálægð við náttúruna eða gefa sér tíma til að hlusta á kyrrðina. Aliar áhyggjur af lcesave, burtflúnum útrásarvíkingum og gróðafíklum gleymast á svona stundu. Það er annars misjafnt hvernig menn telja gróða sinn eða ráðstafa honum, í einum reiðtúmum okkar nú í haust ákváðum við að koma við hjá góðum nágranna okkar. Hann tók okkurfagnandi, bauð í bæinn, sagðist hafa farið á Krókinn þá um morguninn og alveg stórgrætt. Snaraðist síðan út í bil og kom með splunkuný gúmmístígvél í poka, sagðist hafa athugað með verð bæði hjá Bjarna Har og í Kaupfélaginu og viti menn stígvélin voru 3000 kr. ódýrari í Kaupfélaginu,” og segiði svo að Kaupfélagið okri.” Við gátum svo sem skilið að hann væri ánægður með þetta, þá snaraðist hann aftur út f bílinn og kom að vörmu spori aftur með heilan bjórkassa “ þetta keypti ég fyrir 3000 kallinn sem ég Við settumst inn og • deildum með honum hluta af hagnaðinum. ... Ég hugsa að þetta haff verið betri fjárfesting en í hlutabréfum og það . - má þó alltaf selja dósirnar. ' J gPæpli Claudia Lobindzus kennari á Hólum ætl< að taka við pennaniui afAldísi. Framhaldssaga Feykis Verðandi skuld Að skíta í nitina sína, er gamalt orðtak sem átti við, þegar einhver verknaður hafði verið sæmilega af hendi leystur þar til lokum dró og einhver handvömm gerðiaðenguþaðsemáunnisthafði.Þetta er sótt til kvíaærinnar sem var mjólkuð á stöðli og áður en mjaltakonunni tókst að forða fötunni undan, hafði lítil hlessa dottið undan rófunni. Eftir hin síðari siðaskifti, þegar lífsgæðamaraþonspretthlaupara aldan skall á þjóðinni,undir blessunarorðum Axlarbjörns 11. Hafa gulldrengirnir hans skitið í nytina sína. Verst er að það er eins og enginn viti hvar postulínið er sem tók við afurðum þeirra. Hvorki Golíat við ormatréð eða Jónas úr skilningshvalnum hafa hug- mynd um það. Þó svo að þeir útveguðu þeim næstum allan skeinipappírinn sem var þó til annars ætlaður. Það hefur heyrst að Hallgrímur broslausi hafi gengið suður eins og sannur víkingur eftir að hann sá af- leiðingar stjórnarhátta sinna. Sagt er að rétt áður en hann kom til Jórsala, hafi hann Jiitt Þyril hinn Borgfirska í fáförnu íjallaskarði, ríðandi á úlfalda með tvær stórar töskur undir sér. Lúin kona með slæðu gekk fyrir og teymdi undir honum en önnur rak á eftir,annað slagið greip sú sem eftir rak í hala úlfaldans og hafði af því nokkurn létti. Enda bar hún í hendi sér gamla og snjáða skjalatösku sem af var eitt hornið. En á vistri hlið töskunnar mátti greina stafina S.I.S. sem þó voru afskaplega máðir, eftir sandstorma hðinna ára Hallgrímur hinn broslausi glotti nú aðeins út í annað lflct og forveri hans og fyrirmynd gerði þegar minnst var á mafiuna í gamla daga, þegar hann sá að tveir evruseðlar voru alveg að detta út um hornið á töskugarminum. Hallgrímur hinn broslausi hvaðst nú hafa spurt tíðinda úr arabaheiminum og hvað væri í þessum töskum . Þyrill hinn Borgfirsld kvaðst elckert mega segja úr arabaheiminum því þar væri bankaleynd á öllum fréttum. En í töskunum væru íjallagrös frá Helgu á Fuglatjöm sem hún hefði beðið sig að koma í verð ef hann hitti efhaða menn í Austurlöndum. Annars kvaðst hann hafa áhyggjur af Helgu á Fuglatjörn, því álryldð sem settist þegar lygndi eftir stóra álstorminn, væri farið að setja mark á hana og nú væri hún farin að óttast um fjallagrösin sín, að það blési ekJd af þeim álrykið. Það hefði verið hálfgerður klökkvi í henni er hún fór með þessa vísu. Við Fuglatjöm varfagurt oft á vorin Erfegurð skifti okkur meginmáli Núfmnst mér þegargeng eggömlu sporin Að gata mín sé hulin súru áli. Björgunarsveitin sem dottað hefur fram á borðið, hreJckur upp við krúnk í hásum hrafni á Lækjartorgi sem staðið hefur vaktina síðan í búsáhalda- byltingunni Grábrók stendur upp úr stólnum í ráðuleysinu, og klappar á öxlina á Bjargari um leið og segir: Jæja Bjargar minn! Nú held ég að minn tími sé örugglega kominn. Eftir að við Mjóbrók Sóldís hröktum Golíat frá ormatrénu með hinu eftirminnilega skftkasti og Skilningshvalurinn sem allra hagsmuna á að gæta, spúði Jónasi, sem þó stóð svo lengi í lcokinu á honum. Þá hefúr hann gleypt hvern ránfisldnn af öðrum, svo sagt er að Ólisér hafi leigt sér gúmmítuðru austan af fjörðum tfl að skoða stórhvali. Meðan Grábrók hagræddi utanyfir pilsinu, heyrði hún kveðið á hæðinni fyrir ofan sig, þar sem engum ræningja hefúr verið boðið inn, svo vitað sé, í nærri tvö þúsund ár. Auðnuvegur ofl er mjór Ogýmsum torveltgenginn Tíminn kom og tíminnfór Timann höndlar enginn. h'RAMHALD í NÆSTA BlAÐl. Sigurður Hansen

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.