Feykir


Feykir - 17.09.2009, Page 6

Feykir - 17.09.2009, Page 6
6 Feykir 34/2009 Árni Friðriksson er nýkominn heim frá Indlandi Fór nokkra áratuqi aftur 1 tímann Herdis, vinkona Árna og Þuríðar var með i för. Hér eru þau Herdís, Árni og Þuriður fyrir utan Taj Mahal. Árni Friðriksson, eða Árni Malla eins og hann er kallaður, er nýkominn heim frá Indlandi þar sem hann dvaldist með sambýhskonu sinni Þuríði Hörpu Sigurðardóttur sem þar gengst undir stofnfrumu- meðferð. Á Indlandi uppUíði Árni mikið menningarsjokk samhliða því að fylgjast með miklum framförum Þuríðar sem er lömuð frá brjósti. Feykir settist niður með Árna og fékk brotabrot af ferðasögunni. Árni dvaldi með Þuríði fyrstu fímm vikurnar í meðferð hennar sem stendur í tæpar níu vikur að þessu sinni en Þuríður gæti þurft að fara til Indlands á þriggja til fjögurra mánaða fresti á meðan á meðferðinni stendur eða eftir samkomulagi við lækna. Aðspurður segir Árni að koman til Indlands hafi verið ákveðið menningarsjokk. -Þetta var svolítið eins og að fara aftur í tímann. Bæði hvað varðar aðbúnað og eins hvernig fólk hugsar þarna. Fátæktin er gríðarleg og maður verður var við hana alls staðar. Bara fyrir utan sjúkraheimilið þar sem við bjuggum voru betlarar á götunni og sorp út um allt og í það sóttu kýr, hundar og jafnvel villisvín og á eftir þeim komu síðan fátæklingarnir, útskýrir Árni. Eins segir Árni að aðbúnað- ur á hjúkrunarheimilinu hafi verið langt frá því sem við þekkjum hérna heima á íslandi. -Það er ekki nokkur spurning að við höfum það ands.... gott hérna á íslandi miðað við það sem maður er búinn að upplifa þarna úti. Vissulega eiga margir hér um sárt að binda vegna kreppunnar og fólk skuldar mikið og lífið er erfitt hjá mörgum, en hér hafa flestir í sig og á og fólk hefur húsaskjól, mér finnst við lifa í algjörum lúxus hér heima miðað við þarna úti. Tók það ekki á að horfa upp á alla þessa eymd og geta ekki hjálpað? —Jú, auðvitað er það erfitt en maður gerir sér líka grein fyrir því að maður getur ekki bjargað öllum, það gengur aldrei upp. Ég held að það verði að koma einhver róttæk breyting í þetta samfélag til þess að fátæktin minnki og sam- félagið hreinlega gangi upp. Það er fullt af fólki sem hefur það gott á Indlandi en það fólk er bara eins og örlítið brot af þjóðinni og þarna er mikil stéttaskipting. En hvernig var maturinn? - Maturinn sem var verið að bjóða upp á á hjúkrunarheim- ilinu hentaði okkur ekki og ég held að ég sé ekki að ljúga neinu þegar ég fullyrði að það líkaði fáum ef nokkrum af okkur sem þarna dvöldum maturinn. Við vorum því mikið að sækja okkur mat annað auk þess sem núðlurnar og súpurnar sem við tókum með okkur að heiman komu sér vel. Þið hafið þá ekki getað keypt ykkur mat til þess að elda? -Nei, það var bara svo allt annað vöruúrval þarna heldur en hér heima auk þess að allt sem er innflutt er mjög dýrt þarna úti, dýrara en hér heima. Allt sem framleitt er á Indlandi er hins vegar á þokkalegu verði. Heilagar kýr og reiótur á fíl Við höfum mikið heyrt talað um hina heilögu kýr en aðspurður segir Árni að sér hafi ekki fundist vera borin mikil virðing fýrir kúnni því að um leið og hún hættir að mjólka eigendum sínum er hún leyst og rekin á götuna þar sem hún má bjarga sér sjálf. -Þær gengu því mikið um göturnar og virtust lifa á sorpi, eins var með hundana og jafnvel apa en af trúarlegum ástæðum virðast Indverjar ekki fella þessar skepnur heldur frekar láta þær á vergang. Hins vegar voru þessar skepnur ekki til mikilla vandræða því þær voru yfirleitt í vegkantinum og þó þær væru að þvælast fyrir var bara stoppað. Á Indlandi eru menn alltaf fastir í traffik og virðast ekki kippa sér mikið upp við það. Umferðin þarna er ólýsanleg, ég hef aldrei upplifað aðra eins umferðamenningu. I Delhí búa yfir 20 milljón manns, umferðin er því mikil og gengur hægt og ef það rignir þá tekur allt 10 sinnum lengri tíma. Þá er bara um að gera að reyna að chilla, segir Árni og glottir. En hvemig skyldi Áma Malla ganga að chilla í indverskri umferðamenningu? Spurning- in uppsker glott. -Við íslendingar erum svo bráðlátir við viljum að hlutirnir gangi hratt fyrir sig hvort sem er í umferðinni eða öðru, maður vandist því ílautinu og traffíkinni. 1 Reykjavík eru allir lagstir á flautuna ef ekki er strax tekið af stað á grænu ljósi. Á Indlandi er það hins vegar bara normið að liggja á flautunni til að láta vita af sér í umferðinni en samt eru þeir ekkert stressaðir. Fötluóum eru allar bjargir bannaóar Á milli meðferða hjá Þuríði reyndu þau að breyta til og fara á hina ýmsu staði, en þau skoðuðu meðal annars Taj Mahal. Það segir Árni hafa verið mikla upplifun en það hafi komið sér á óvart hve mikið af betlurum sé þar fyrir utan og hvað öll aðstaða íyrir fadaða er lítil eða engin í landinu. -Hér heima gengur allt út á að gera þann fatiaða sem mest sjálf- bjarga en þarna úti eru hinum fatiaða allar bjargir bannaðar. Hvergi sáum við t.d. nothæf salerni fýrir fatiaða, þannig að fólk gæti bjargað sér sjálft eins og hér. Hins vegar mega Indverjar eiga það að þeir eru mjög hjálpsamir og þeir voru alitaf boðnir og búnir að aðstoða okkur. Við sóttum eitt kaffihús mikið sem var stutt frá hjúkrunarheimlinu, þjónarnir þar komu stökkvandi út til að aðstoða okkur upp tröppurnar þegar þeir sáu okkur koma, segir Árni og brosir. Nú og svo prófaðir þú að fara á bak á fíl ekki satt? -Jú, það var svona allt í lagi, ekki nein stórkostieg upplifun þó. Það er gaman að vera búinn að prófa þetta en ég er ekkert spenntur fyrir því að fara aftur.Ég fékk ekld að stjórna fQnum sjálfur en sat klofvega á baki hans ofan á laki en fyrir ffarnan mig sat Indverji sem stjórnaði fílnum með tánum sem hann potaði á bak við eyru fiQsins auk þess sem hann var með járnstöng sem hann pikkaði í fílinn þegar hann var ekki nægjanlega einbeittur, útskýrir Árni eins og það að skella sér á fílsbak sé eðlilegasti hlutur í heimi. Tungumálaörðuleikar voru aðeins að trufla þau þarna úti en helst á þann hátt að Indverjarnir svörðuð öllu með ”Já herra” og brosi og síðar kom í ljós að þeir höfðu kannski ekki hugmynd um hvað þau Árni og Þuríður voru að segja. -Við gátum því ekki pantað neitt sjálf í gengum síma en vinsælt er að panta mat, ég fór alltaf niður í anddyri og fékk starfsfólk þar til þess að panta það sem vantaði og oft þurfti mildð handapat til þess að gera sig skiljanlegan og stundum gekk það ekld. Þama eru talaðar margar mállýsloir og menn áttu misauðvelt með að skilja hvað við vorum að segja og við svo

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.