Feykir


Feykir - 17.09.2009, Síða 7

Feykir - 17.09.2009, Síða 7
34/2009 Feykir 7 Ekki eru öll farartæki vélknúin á Indlandi. Rúm Þuriöar er hækkaö upp með múrsteinum. Þarna er ekki bruölaö neitt meö rafmagn. Herdis og Árni komin inn i mosku og með tilheyrandi höfuöbúnaö. náttúrlega hvað þeir voru að segja. Áranqur meóferóarinnar framar vonum En að meðferðinni sjálfri, er hún að virka? -Já, það leynir sér ekki, þarna er fúllt af fólki sem finnur breytingar og margir eru að fá mikið til baka. Þarna er breiður hópur fólks í meðferð og alls ekki bara fólk með mænuskaða heldur einnig ýmsa sjúkdóma og fólk er að koma víða að til þess að fá þessa meðferð. Hvað með Þuríði sjálfa er hún að ná einhverjum bata? -Já, kannski tók ég ekki alltaf jafn mikið eftir þvi þar sem ég var alltaf með henni en vissulega voru þetta þó nokkrar breyt- ingar sem komu á þeim tíma sem ég var úti með henni. Hún hefur styrkst mikið auk þess sem hún virðist vera að fá svolítinn vöðvakraft. Hún var farin að geta gert æfingar sem hún hafði fyrirfram sagt að hún kæmi ekki til með að geta gert. Sjálf segir hún að hún hafi gert sér ákveðnar væntingar þegar hún var að fara út og hún telji sig vera búin að ná fram meiri breytingu á hennar ástandi en hún hafði fyrirfram gert ráð fyrir að fá í fyrstu ferð. Hvemig var að fara heim og skilja Þuríði eftir þarna úti? -Það var auðvitað gott að koma heim en það var að sama skapi erfitt að skilja hana þarna eftir vitandi hvað hún þarf mikla aðstoð við daglegar athafnir við þær aðstæður sem hún býr við. En mamma hennar og hennar maður eru henni þarna til aðstoðar þannig að hún er í góðum höndum. Hún kemur síðan heim núna um mánaðar- mótin og ædar þá að heimsækja Grensás til þess að leyfa teyminu þar að taka sig út. Þar á bæ fylgjast menn spenntir með meðferð Þuríðar sem er mjögjákvætt. Síðan Árni kom heim fýrir rúmri viku síðan hefur Þuríður tekið nánast daglegum fram- förum. Árni segir að þarna sé um smá breytingar að ræða en engin rosastökk. -Þetta er að koma smá saman og miðað við hversu stutt er síðan meðferðin hófst er alveg magnað að örlítil hreyfigeta og tilfinning skuli vera komin. Síðan þarf hún að halda áfram að þjálfa sig og byggja sig upp. Hún er búin að vera lömuð það lengi að það kemur til með að taka vöðvana langan tíma að byggja sig upp á nýjan leik og eins þarf hún að læra að senda skilaboðin réttar leiðir. Hvenær er síðan næsta ferð? -Ég held að það þurfi að líða þrír til fjórir mánuðir. Læknir- inn var að tala um febrúar en ég held að hún sé sjálf meira spennt fyrir að reyna að komast í janúar. Síðan erum við að tala um að fara allt að 3 sinnum á ári en þar sem meðferðin kostar mikla peninga þarf að meta árangur af hverri með- ferð fyrir sig áður en tekin er ákvörðun um framhaldið. En alla vega á meðan framfarirnar eru þetta miklar er ekki spurning um að halda þessu áfram, segir Árni að lokum. Ferðalag Þuríðar Hörpu til bata er gríðarlega dýrt og hafa þau hjón treyst á samferðafólk sitt til þess að gera ferðina að veruleika. Vel gekk að safna fyrir fyrstu ferð Þuríðar og nú þarf smá átak til þess að koma henni í næstu ferð. Þuríður og Árni vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem hafa veitt þeim stuðning. Sérstak- lega nefndi Árni börnin sem verið hafa óþreytandi við stuðning sinn bæði hvað varðar söfnun Óskasteina og ekki síður allar tombólurnar sem haldnar hafa verið í Þuríðar nafni. Þeim sem vilja styðja Þun'ði er bent á að söfnunarreikningur er í Nýja Landsbankanum 0161-15-550165 eða Sparisjóði Skagafjarðar 1125-05-250067. Kennitala viðtakanda er 010467-5439. Kristján Sigfússon. Spjallaó vió bændur Búiö að taka brenni- vínskirtlana úr mér Kristján Sigfússon bóndi á Húnsstöðum í Austur- Húnavatnssýslu ætlar að hætta í beljunum en fjölga hrossunum. Enda á besta aldri eins og hann segir sjálfur, orðinn 75 ára. Kristján býrmeð holdakýrsem eingönguerutil kjötframleiðslu en langt er síðan hann var í mjólkurframleiðslu. -Ég er með nokkrar holdakýr eða um tuttugu og fimm og þegar allir kálfar og aligripir eru taldir með eru þetta um 70 stykki allt í allt, segir Kristján en hann stundar milliliðalaus viðskipti við kaupendur eða það sem kallað er „beint frá býli“. Ég læt slátra á Blönduósi en sel sjálfur, segir Kristján og leggur áherslu á að hann telji allt fram. -Fólk er mjög ánægt með vöruna enda um fyrsta flokks afurð að ræða. Afkoman er þokkaleg segir Kristján en lítið má útaf bera til að afkoman breytisttil verri vegar. -Það má gleyma því að standa í ræktun ef þetta fer ekki í fyrsta flokk. Það er svo mikill verðmunur á lægri flokkum. Á árum áður var Kristján með á þriðja hundrað fjár en eitthvaó hefur það dregist saman því eins og hann orðar það sjálfur er hann núna með ákaflega nett fjárbú. -Þetta eru um þrjátíu kindur, svona rétt fyrir plskylduna, segir Kristján en bætir við að meira hafi verið stússast í kindum hér áður fyrr en hann keyrði líflömb landshorna á milli fyrir sauðfjárvarnir ítæp þrjátíu ár. -Ég var með tvo bíla á fullu á haustin. Kristján segist vera með um sjötíu hross bæði til slátrunar og einnig selur hann folöld til lífs. -Ég er nýfarinn að fjölga hrossunum enda ætla ég að hætta í beljunum. Þegar hann er spurður hvort einhver vinnumaður sé á bænum eða einhveijir sem hjálpa honum við bústörfin segir hann að honum finnist betra að hafa góð verkfæri og engan vinnuman enda á besta aldri, orðinn 75 ára. -Annars eru mestu elli- merkin hjá mér að mér finnst orðið gott að vera heima, segir Kristján og hlær. Nú í haust fór Kristján í göngur á Auðkúluheiði sem endranær og hélt upp á fjörtíu og fimm áragangnaafmælisitten hann hefur gengið allt síðan árið 1964. -Þvi miður gat ég ekki skálað við gangnafélagana vegna þess að það er búið að taka brennivínskirtlana úr mér, segir Kristján að lokum.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.