Feykir


Feykir - 17.09.2009, Síða 8

Feykir - 17.09.2009, Síða 8
8 Feyklr 34/2009 Anna Baldvina, Gréta María, Einar Örn, Haukur Ingvi, Kristófer Sindri og Gunnar Freyr. Sex nemendur Vamnahlíðarskóla í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda Hjálparístaóið keppir tií verðlauna HESTAMENNSKA Laufskálaréttir Laufskálaréttir verða haldnar laugardaginn 26. september og nú sem fyrr er mikið lagt upp úr gleði og skemmtunum. Á föstudeginum kl. 17:00 verða skeiðkappreiðar haldnar á félagssvæði Léttfeta við reiðhöll í umsj ón Skeiðfélagsins Kj arvals. Þeir allra fljótustu munu svo keppa um kvöldið í reiðhöllinni. Besti smalinn verður svo fundinn, mikið verður um söng þar sem efnt verður til íjölda- söngs að skagfirskum sið þar sem allir ættu að geta tekið undir. Skagfirskt ABBA -show og Fúsaleg Helgi taka lagið. Á sjálfum réttardeginum sem er laugardagurinn 26. sept. má búast við fjölmenni í Kolbeinsdalnum þangað sem hrossastóðið er sótt. Þeir sem hafa hug á því að taka þátt í stóðsmölun úr Kolbeinsdal þurfa að mæta við Laufskálarétt eða við hesthúsið Ástungu kl. 10:00 um morguninn en upp úr kl. 11:30 ætti stóðið að vera komið af stað til réttar. Þátt- takendur eru minntir á að hóf- lega drukkið vín gleður manns- ins hjarta eins og skáldið sagði og hafa gleðina í fyrirrúmi. Réttarstörf hefjast svo upp úr kl. 13:00 og réttarstemning við völd allan daginn eða þangað til að Laufskálaréttardansleikur hefst í Svaðastaðahöllinni kl. 23:00. Þar verður dansað undir tónum hljómsveitarinnar Vonar enþarverðaþau Helgi Bjömsson og Sigga Beinteins gestasöngv- arar og má búast við að þau viðhaldi réttarstemningunni ffarn á nótt. Síðastliðið vor tóku allmargir nemendur í Varmahlíðarskóla þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og vakti það athygli hversu margir fengu viðurkenningar fyrir sínar hugmyndir. í ár var keppt í flokkum er varða sjávarútveg, orku og umhverfi, landbúnað, slysavarnir, hugbúnað og það sem fellur í almennan flokk. Ævintýrið Skrapatungurétt 2009_ Ein myndarlegasta stóðrétt landsins Af 2700 umsóknum frá sextíu skólum, komust ijórar umsóknir frá nemendum í Varmahlíðarskóla áfram. Unnur Sveinbjörnsdóttir náttúrufræðikennari i Varma- hlíðarskóla hafði veg og vanda að vinnu og umsóknum nemandanna. Hún segir þetta vera hluta af náttúrufræði- kennslunni en stundum eru ýmis verkefni leyst með tæknilegói sem eykur hug- myndaauðgi og sköpunarkraft krakkanna. Anna Baldvina Vagnsdóttir frá Minni-Ökrum kom með hugmyndina Garðasópari en hann er ætlaður til þess að létta bændum störf í fjárhúsunum. -Garðasóparinn er rafknúinn og sjálfvirkur sópur sem sópar heymoðinu frá kindunum í annan endann á garðanum þar sem bóndinn getur tekið það. Anna fékk hugmyndina þegar hún var sjálf að sópa moðinu með gamla laginu og hugsaði að það gæti verið gott að hafa þetta sjálfvirkt. Gunnar Freyr Gestsson frá Höskuldsstöðum og Kristófer Sindri Pétursson á Hjalta- stöðum sendu saman inn hugmyndina um Grjóttínu. Þeir hönnuðu grjóttínsluvél sem tengd er við dráttarvél og plokkar upp grjót í túnflögum sem verið er að vinna. Hugmyndin byggst á því að teinar fara undir steinana og setur þá á færiband sem flytur þá í tank sem er svo tæmdur þegar hann er orðinn fullur. Neðst í tanknum er sigti sem hleypir moldinni í gegn sem kann að slægjast með. Þetta er draumavélin fyrir alla þá sem hafa verið í því að grjóthreinsa flög. Einar Örn Gunnarsson frá Sólheimum í Blönduhlíð og Haukur Ingvi Marinósson í Litladal áttu hugmyndina að Staðsetningarýli en það er GPS staðsetningartæki með snjó- flóðaýli. Þeir Einar og Haukur sögðust hafa fengið nokkrar hugmyndir en langaði að koma fram með nýja tegund að GPS tæki. Þeir hafi svo dottið niður á það að gaman væri að blanda þessu tvennu saman. Tækið er í belti og sá sem lendir í snjóflóði getur ræst tækið og þá er auðvelt að finna hann og bjarga úr háska. Gréta María Halldórsdóttir á Úlfstöðum átti hugmyndina að Hjálparístaði en sú hugmynd komst einna lengst í keppninni en hún keppir um fýrsta til þriðja sætið. Um helgina mun forseti Islands hr. Ólafur Ragnar Grímsson, verndari keppninnar veita viðurkenn- ingar og afhendir verðlaun í lokahófi keppninnar. Gréta María segir hjálparístaðið ætlað fyrir smávaxið fólk sem á í erfiðleikum með að komast á hestbak. Hjálparístaðið er hengt neðan í ístað hnakksins og myndar einskonar tröppur. Þegar komið er á bak er hægt að taka ístaðið upp og brjóta það saman og setja í tösku sem hengd er á hnakknefið. Gréta María segist hafa fengið hugmyndina vegna þess að Sylvía systir hennar er með mjög stóran hest og kemst ekki sjálf á bak. María Jóhannsdóttir frá Kú- skerpi er amma Einars Arnar og Grétu Maríu og er að vonum ánægð með krakkana. „Hver veit nema einhverjar af þessum hugmyndum eigi eftir að fara í framleiðslu'j segir María. Sjálf sagðist hún oft hafa hugsað um það í gamla daga þegar hún var stelpa í sveit að gott hefði verið að kýrnar væru mjólkaðar sjálfvirkt. Nú sjá róbótar um verkið ásamt mörgu öðru sem léttir störf bænda nú til dags. Nú um helgina verður mikið fjör í Austur-Húnavatns- sýsiu, stóðsmölun á Laxárdal og réttir f Skrapa- tungurétt. Gestir eiga þess kost að slást í för með gangnamönnum á eyðidaln- um Laxárdal og upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri. Þátttakendur leigja hesta hjá heimamönnum eða mæta með sína eigin hesta. Stóðhrossin verða rekin til byggða á laugardeginum 19. september. Lagt er af stað ffá Strjúgsstöðum í Langadal kl. 10. og síðan riðið sem leið liggur um Strjúgsskarð og norður Laxárdal. Þeir sem ætla ríðandi þaðan gefst kostur á að geyma hross sín um nóttina fýrir smölunardag í hólfi við norðari afleggjara Strjúgsstaða. Þátt- takendur eru beðnir að virða það að ekki er leyfilegt að reka laus reiðhross í stóðsmöluninni sjálffi enda alger óþarfi. Við Kirkjuskarðsrétt á Laxárdal er hópurinn væntanlegur um kl 14. Þar hvfla hestar og menn og fá sér að eta og drekka eftir þörfum og ef enginn tekur lagið gæti það varðað við lög. Veitingar verða seldar á staðnum fyrir þá sem ekki nesta sig upp en ráðgert er að leggja aftur af stað um kl.16 frá Kirkjuskarði og riðið í Skrapatungrétt sem er ein myndarlegasta stóðrétt landsins enda heillast gestir og heimamenn ávallt af tignarlegu stóðinu sem kemur úr Laxár- dalnum. Ferðamannaíjallkóng- ur er sem fýrr Valgarður Hilm- arsson forseti bæjarstjórnar Blönduóss. Hægt er að keyra upp að Kirkjuskarðsrétt fyrir þá sem vflja fylgjast með því sem fram fer þar og má áætla aksturstímann um 40 mín. Um kvöldið leika Paparnir fyrir dansi í Félagsheimilinu Blöndu- ósi en þeir gefa sig út fýrir að vera besta stóðréttarhljómsveit landsins. Þar verður opinn bar og því 18 ára aldurstakmark Á sunnudagsmorgun heijast svo réttarhöld í Skrapatungurétt um kl. 11 þar sem bændur og búalið ganga í sundur hross sín og reka þau svo tfl síns heima í lok dags. Sagt er að oft hafi karlar og konur fundið sinn draumagæðing í smalamennsk- unni eða í réttunum enda efniviðurinn til staðar. Stóðréttarhelgi Skrapa- tunguréttar er hátíð heima- manna og ferðafólks þar sem er spilað, sungið og skemmt sér að sið íslendinga og Húnvetningar bjóða alla gesti hjartanlega velkomna.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.