Feykir


Feykir - 17.09.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 17.09.2009, Blaðsíða 9
34/2009 Feykir 9 ( TÖLVUPÓSTURINN ) Alexandra Chernyshova, sópran, Michael Jón Clarke, barítón, Daníel Þorsteinsson, píanó og Aðalsteinn Bergdal, leikstjóri, frumsýndu í lok ágúst metnaðarfullt óperuverkefni. Verkið hefur nú þegar verið sýnt bæðí á Akureyri og í Reykjavík en á laugardag verður verkið sýnt í Miðgarði. Um er að ræða tvær óperur, The Telephone, bresk grínópera eftir Gian Carlo Menotti og Biðin, dramatísk níssnesk ópera eftir Mikael Tariverdiev. Feykir sendi Alexöndru tölvupóst og forvitnaðist um verkefni hennar í vetur. Jæja Alexandra það er sjaldan logn í kringum þig hvað er annars helst að frétta af þér þessa dagana? -Ég fékk úthlutað lista- mannalaunum ísex mánuði á þessu ári og hef nýtttímann til að vinna að útgáfu geisladisks og uppsetningu á óperum. Ég eraðfara að syngja meðJónasi Ingimundarsyni á Akureyri á opnun hádegistónleikanna í Ketilshúsi 2. Okt. þar erum við að kynna diskinn sem við gáfum út í vor, „Draumur", lög eftir Sergei Rachmaninov. Síðan er að ég undirbúa óperusýninguna sem verður á laugardaginn í Miðgarði, Drama- og gnnóperur. Tvær óperur hvernig kom það til? -Mig langaði að gera eitthvað nýtt, eitthvað sem ég hef ekki gert áður. í þessari sýningu leik ég tvær gjörólfkar konur í mjög ólíkum óperum einnig, sem mér finnst mjög spennandi og krefjandi að gera. Önnur óperan er um rómantíska sterka nútímakonu sem leitar að ástinni. I hinni óperunni leik ég heillandi blondínu, Lucy, sem er alltaf ísfmanum og gef kærastanum mfnum lítið tækifæri á því að tala | við mig. Síminn skiptir hana meira máli en kærastinn. Nú ert þú með nýja sam- starfsmenn með þér, hvernig kom ykkar samstarf til? -Fyrir tveimur árum kenndi ég söng tímabundið fyrir Michael J. Clarke í tónlistarskólanum á Akureyri, þar kynntist ég honum og Danfel Þorsteinssyni. Þeir eru báðir frábærir tónlistarmenn, þægilegir í samstarfi og mjög faglegir. Síðan fékk ég ábendingu um Aðalstein Alexandra Chernyshova Ekkert stress - bara gaman Bergdal leikstjóra og var hann skemmtileg viðbót í góðan hóp. Óperurnar hafa nú þegar verið sýndar bæði á Akureyri og í Reykjavík hvernig hefur ykkur verið tekið? -Viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda hafa verið mjög jákvæðar, Jón Hlöðver Áskelsson tónlistargagnrýnandi frá Morgunblaðinu gaf sýning- unnifjórarstjömur. Nú á að sýna hér heima og að þessu sinní í Miðgarði, hvemig er að syngja í hinu nýja menningarhúsi Skagfirðinga? -Miðgarður er orðinn alvöru tónlistarhúseftirbreytingarnar og það er mikil ánægja að fá að syngja þar. Það er alltaf skemmtilegt að syngja fyrir heimafólkið, ekkert stess, bara gaman. Hvað með sóngskólann þú sagðir upp húsnæðinu íVllla Nova verður söngskólinn starfsræktur í vetur? -Ég sagði upp húsnæðinu þar sem það var of dýrt fyrir mig, söngskólinn nýtur engra styrkja og því leiðinlegt að sjá allan peninginn renna í rekstrarkostnað. Ég finn það að það er mikill áhugi fyrir því að ég haldi þessu starfi áfram, ég var með 35 nemendur á sfðasta ári og því mikið að gera. Ég verð þvf með söngskólann áfram og kem til með að kenna á Hofsósi og Sauðárkróki, jafnvel á Hólum ef áhugi er þar. Ég er að ganga frá húsnæðismálum þessa dagana. Hvenær fer starfið af stað? -Söngskólin hefst 1. okt. innritun er þegar hafin á heimasíðunni minni, www. dreamvoices.is. Skólagjöld og áherslur í námi eru svipuð og á síðasta ári. Hvað með draumaraddir Norðursins verður það verkefni endurvakið? -Skólamir þn'r sem stóðu að Draumaröddunum hafa fullan áhuga á því að halda því verkefni áfram, sótt var til Menningarráðs NV um styrk fyrir starfi komandi vetrar. Við gerum ráð fyrir því að vera bæði með jóla- og páskatónleika og fara áheymapróf fram í byrjun október. Auk þess erum við að leita að dreng með englarödd af Norðurlandi vestra til að syngja einsöng með kómum á jólatónleikum. Ábendingarvel þegnar. Eitthvað að lokum? -Ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma og sjá mjög fallegar og skemmtilegar óperur á laugardaginn í Miðgarði. Ópera getur verið fyrir alla, komdu sjálfum þér á óvart og njóttu frábærrar skemmtunar. Veri& JuQ/ea ah S<z/icJa i/i/t <=//«' ! Bat-/>ahot-n ^e>/((is. "//c&qÍ et- <a& S&tida /kr-i>aSc>QU>-i Söatut-, /*iy/xJir -Áa&i te//(/ia&ai- <=>Q /JóS/Piy/rJit-. l/f>ý><skri-Páir) é>t-arxJat-a oq qóíui-. E-f/ii^ /y)á Se/xJa á ¦fia/^it&fies/(;ifjS ^ M (r /^ V ^, legg 4 tnsk. sykur 4 dl. mjólk 1/8 tsk. salt 'A tsk. vanilla Bijóttu eggið í skál og þeyttu það með sykrinum þangað til það veiöur létt og I froðukennt Þarnæstermjólkinogsaltið j ásamt vanilludropunum sett saman við. Allt þeytt vel saman og hellt í glös. i AfMÆLXÞ ®A ttxaA^PATTta 1-21. appelsínusafi 5-8 dropar afbláum matarlit (verður að vera blár) lítillpoki afhlaupi 1 pakki afjello 1 einnota hanski, Jellóið er hrært með vatni eða eftir leiðbeiningum á pakka og hellt í hanskann. Síðan er bundið fyrir og hanskinn frystur. Þetta gerir þú daginn fyrir partýið því hanskinn þarf að vera alvegfrosinn. Rétt fyrir partýið hellirðu appelsínu- safanum í skál eða könnu og síðan er blár matariitur hrærður saman við. Hlaupinu er bætt úr í um leið og drykkurinn er borinn fram og þá hóndin. Góður drykkur sem Iftur hryllilega út. (SUDOKO ) 2 9 4 1 7 5 1 5 2 4 7 4 1 6 7 4 2 7 6 8 9 5 8 1 8 6 8 5 2 7 i* 3 8 2 5 1 ¦

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.