Feykir


Feykir - 17.09.2009, Side 11

Feykir - 17.09.2009, Side 11
34/2009 Feylcir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Selma og synir kokka og baka Uppáhalds muffinskökur Sigurgeirs & Bjartmars -Nú eru réttir um hverja helgi og margt um manninn. Þá er gúllassúpa auðveld og góð. Með henni hef ég brauðbollur. Karamellusúkkulaðistangir eru góðar með kaffinu eftir matinn, segir Selma Svavarsdóttir ökukennari á Blönduósi en hún og synir hennar þeir Sigurgeir Njáll Bergþórsson 12 ára og Bjartmar Dagur Bergþórsson 6 ára leyfa lesendum Feykis að njóta þessara uppskrifta með sér. Sigurgeir Njáll og Bjartmar Dagur baka stundum á föstudögum og ætla að gefa ykkur uppskriftina af uppáhalds muffmskökunum sínum. Ragnar Stefánsson og Sandra Maria Marin hrossaræktend- ur og tamningamenn á Efri-Mýrum ætla að taka áskorun Selmu og sona og koma með næstu uppskriftir. Súkkulaðibita muffins 2.5 bollar hveiti 1.5 bollarsykur 1 tsk. natron 1 tsk salt 2 msk. vanillusykur 3egg 1 dósjógúrt 220gr. brætt smjörlíki 150-200gr. saxað suðusúkkulaði Allt hrært saman, sett í múffuform og bakað við 190° C í ca. 15-20 mín. Ég nota alltaf sömu uppskriftina í alit gerbrauð, bollur og/eða snúða. Nota bara hugmyndaflugið hvernig brauð maður vilL 6 dl volgt vatn og mjólk (nota 3+3) 3 msk þurrger 3 msk sykur (hrásykur) 1 tsk salt 150 gr. brcett smjörlíki Um 1 kg. hveiti (spelt) (1 -2 dL hveitiklíð eða eitthvað annað) Allt sett saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað þar til það hefur lyft sér. Bollur mótaðar og bakað við 225 Cí ca. lOmín. Gúllassúpa Ég nota lambakjöt í gúllassúpuna, fer bara í SAH afúrðir og kaupi heiian skrokk og sker eitthvað af honum í gúllas. Uppskriftin er fyrir sex. 700gr. gúllas (á að vera nautakjöt) 2 laukar 3 hvítlauksrif 1 msk paprikuduft liíL vatn 2 teningar kjötkraftur 1- 2 tsk meiran 700gr. kartöflur 2- 3gulrætur 2 paprikur 4-5 tómatar eða 1 dós niðursoðnir (400g) Steikið kjötið ásamt lauk og pressuðum hvítlauk. Setið í pott með vatninu ásamt kryddinu og sjóðið við vægan hita í 40 mín. Kartöflur, guirætur, paprika og tómatar skorið í bita og því bætt út í og soðið í 30 mín. Kryddið meira ef vilL Karamellu- súkkulaðistangir Uppskriftina af karamdlusúkkulaði- stöngunum fékk ég hjá Jóhönnu Steinunni mágkonu minni. Þær eru ofboðslega góðar og gott að eiga í frystikistunni, laumast í eina og eina... Botn: 225gr. hveiti 'A tsk lyftiduft 115gr.smjör 50 gr. Ijós púðursykur 150 gr. suðusúkkulaði, brætt 2 msk. malaðar möndlur (má sl.) Hita ofninn í 160 C. Sigta hveiti og lyftiduft í skál. Bæta smjörinu í og hnoða saman þar til það líkist grófri brauðmylsnu. Hræra sykri og möndlum saman við. Bræða súkkulaði, bæta því út í og hnoða í samfellt deig. Þrýsta deiginu á botninn á vel smurðu ferköntuðu kökumóti (lítil ofnskúffa, ca. 20x30 að stærð). Pikka deigið með gaffli og baka í miðjum ofni í 25-30 mín. Láta kökuna kólna í forminu. Fylling; 175gr.smjör 115gr.sykur 2 msk síróp 1 V: dl. rjómi 150 gr. heslihnetur 225gr. suðusúkkulaði 1-2 tsk olía Rista hnetur á þurri pönnu. Smjör, sykur, síróp og rjómi sett í pott og sjóða þar til það verður nokkuð þykkt. Setja hneturnar fyrir botninn (ekki allir spenntir fyrir hnetum svo þarf ekki allar). Hella karamellunni yfir og látið storkna. Bræða súkkulaði, oh'a sett saman við og því síðan jafnað yflr karamelluna og látið storkna. Skerið kökuna með beittum hníf í stangir/ bita. Geymið í frysti. Verði ykkur að góðu! ( GUÐMUNPUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 506 Heilir og sælir lesendur góðir. Byrjum á ágætri haustvísu sem ég veit reyndar ekki eftir hvern er. En á blaði í drasli mínu stendur undir henni R.R. Gaman að heyra frá lesendum ef þeir vita hver er. Hljóðttar raust og bliknar blað bilar traust á mátt sinn eiginn, þegar hausti hallar að heim í naust er bátur dreginn. Það er Erlendur Hansen á Sauðárkróki sem orðar svo laglega beiðni um næturgistingu. / kvöldhúminu sest er sól sígur vcerð á frúna. Hefurþú ekki húsaskjól handa okkur núna. Önnur vísa kemur hér eftir Ella. Otlitið er öskugrátt andar kalt á stráin. Lóanfór með líknarmátt og litlu blómin dáin. Mikið fréttaefni þótti er sá er gegnir nafninu Sigmundur Ernir steig i ræðustól alþingis 25. ágúst síðastliðinn. Af því tilefni yrkir Elli. Eins ogfossinn fjötralaus fram afbergi glitrar. Aðrir virðast hengja haus höndin bláa titrar. Ég held að Bjami úrsmiður hafi ort þessar. Svefninn stundum svíkur mann og sveimarfrá. Mér leiðist ekki andvakan, égyrki þá. Ég er hress og ég erglaður, égget ekki neitað því. Ég er eins og annar maður eftir vikufyllerí. Þá held ég að næsta vísa sé einnig eftir Bjarna. Talar hann þar reyndar ekki fallega um granna sína í vestri. Allirgrútar okkar lands eru í Hrútafirði. Þó er ekki útlit hans eldhúsklútavirði. Eins og göngur og réttir tilheyra hausttímanum, er einnig kvöð á mörgum bændum að moka skít. Jón Sigurðsson bóndi í Skollagróf mun hafa ort þessa um slíkt athæfi. Ekki þarfsköpum að skipta skartsins kvein ég lít. Því huganum hátt má lyfta þó hendurnar moki skít. Á efri árum mun Jón hafa ort þessa. Hœgt að ósifeigðarflýt fátt ég um það skrifa. Meðan égget mokað skít mun égglaður lifa. Davíð Hjálmar Haraldsson er eins og margir vita snjall við að yrkja limrur. Þessar munu eftir hann. Atli var illkvittinn sauður ófrómur, lýginn og blauður. Umbreyttist hann í öndvegismann í útfararæðunni, dauður. Það var aldeilis ótrúleggomma sem oft fylgdi Jóa og Tomma affeiti ogsápum er fóldust í skápum affœlni við svonefnda homma. Þar sem nú er einu sinni enn komin tími gangna og rétta er ágætt að rifja upp vísur sem tengjast þeim störfúm. Það mun vera Kristján Stefánsson frá Gilhaga í Skagafirði sem yrkir svo við brottför úr Bugaskála á Eyvindarstaðarheiði. Þó aðfrysti ogfólni blað finnst mér list að una. Þeir sem gista þennan stað þakka vist og muna. Ef ég fer rétt með mun þessi vísa ort það mikla hríðarhaust 1963 þegar gangnamenn í Vestflokk börðust í norðan blindhríð úr Áfangaflá við Strönguhvísl út í Buga þriðjudaginn 24. september. Næsta dag er enn brjáluð hríð og brutust þá gangnamenn ofan að Stafni í Svartárdal. Fengu menn, hestar og hundar, þar rausnarlegar viðtökur eins og jafnan áður. Er haldið var á stað heim á fimmtudag mun Kristján hafa ort þessa. Gisting þakkað get égfús greint með huga sönnum að enn sem fyrr var opið hús öllum gangnamönnum. Annan október var farið aftur í Buga til að freista þess að bjarga einhverju af fé til byggða. Einn af þeim sem fór í þá för var Sveinn Jóhannsson bóndi á Varmalæk. Seint hefur það trúlega gengið, eftir þessari hógværu vísu hans að dæma. Þegar heimahögum fjœr heiðarlöndin könnum. Geta svona tvœr og tvœr tafiðfyrir mönnum. Þegar rætt var um hvernig til hefði tekist í fyrri ferðinni, lagði Sveinn þetta til málanna. Það munfara að breytast með þjóðarinnar hag efþarfað telja óreglu til dyggða. Enginn reyndistfullur, aldrei tekið lag og engri skepnu komu þeir til byggða. Verið þar með sœl að sinni. Guðimmdur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.