Feykir


Feykir - 24.09.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 24.09.2009, Blaðsíða 7
35/2009 Feykir 7 Hjördís og Ingvar á harðaspretti. Ávextirnir slógu ígegn að venju. [ Uppstilltir skokkarar að hlaupi loknu. Gunni, Hreína og fjölskylda tóku þátt i hlaupinu. Friðjón, Jón og Auður ræða Geitagerðisbrekkuna. Klausen, hjúkrunarforstjóra, en Herdís hefur hlaupið með skokkhópnum frá upphafi. -Hún á þó enga íþróttasögu en hennar hlaupaferill hófst þegar hún tók þátt í fyrsta kvennahlaupinu. Hún er búin að hlaupa 13 maraþon meðan ég sjálfur hef bara hlaupið tvö. Eins og áður segir var lokahlaup sumarsins sl. laugardag. Að þessu sinni hlupu félagar í skokkhópnum og gestir þeirra, gengu eða hjóluðu til styrktar Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, en Þuríður var eitt sinn meðlimur í skokkhópnum. -Þetta var í fyrsta sinn sem við hlaupum til styrktar góðu málefni en umræðan hefur þó verið tekin áður. Það er reyndar ekki búið að innheimta söfnunarféð, en við stefndum að því að safna 200 þúsund plús og ég hef trú á að það markmið hafi náðst, segirÁrni. -Það varánægjulegt hversu vel þessari söfnun var tekið bæði meðal fyrirtækja sem við leituðum til og eins voru Króksarar duglegir að koma og hlaupa, ganga eða hjóla með okkur á laugardag með þessum líka glæsilega árangri, segir Árni. En skyldu allir eiga erindi í skokkhópinn? -Já, allir sem á annað borð unna útiveru og finnst gaman að því að hreyfa sig. Það eru margir að hlaupa hér í bænum sem telja sig ekki eiga samleið með skokk- hópnum en ég held að ef menn gæfu því tækifæri myndu þeir uppgötva hversu frábær félagsskapur þetta er. Við hlaupum mjög fjölbreytt- ar hlaupaleiðir og miserfiðar. Það er auðvelt að finna einhvern sem er á sama getustigi og maður er sjálfur og svo má alltaf taka styttri leiðir. Síðan er endað á teygjum og styrktaræfingum. En skokkhópurinn gerir margt annað en að hlaupa. Við höfum farið vítt og breytt um landið og hlaupið eða gengið, t.d gengnum við nú um miðjan ágúst á þrjú fjöll hér í Skagafirði þ.e.Tindastól, Glóðafeyki og Mælifell. Fjöllin tókum við á einum degi en 25 fóru á Mælifell og Tindastól og 31 á Glóðafeyki. Alls fóru 17 á öll fjöllin þrjú. Ég held því fram án þess að blikna að það sé leitun að betri félagsskap en skokkhópnum, segir Árni að lokum. ( MITT LIÐ ) Hefur ekki í hyggju aö halda meö Huddersfield Nafn: Jón Óskar Pétursson Heimili. Garðavegur 10 Hvammstanga Starf. Framkvæmdastjóri SSNV Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Liverpool, þarfnast ekki frekari skýringar. Einfaldlega bestir. Nú hefur þú áður verið í þættinum Liðið mitt í Feyki. Hefur það breytt þér á einhvern hátt? Já ég get ekki neitað þvíað líf mitt hefur tekið miklum stakkaskiptum. Eftirað viðtalið birtist hafa blaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn víðs- vegar að úr heiminum haft samband og óskað eftir við- tölum. Fólk sem ég hitti á förum vegi vill gjarnan láta mynda sig með mér og jafnvel fá að koma við mig. Hefur þú lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á Feyki? Jájájá maður er í stöðugum fæting við aðdáendur BB og Skessuhorns. Hver er næstbesti markmað- ur sem þú hefur séð innan- lands? Án efa Þorleifur Karl Eggertsson, frændi minn og markvörður Kormáks til margra áratuga. Hefur þú leikið fótbolta á íslandsmóti? Ef já, með hvaða liðum og hvaða stöðu lékstu? Já ég á að baki glæstan feril. I byrjun lék ég með gullaldar- liði Kormáks á mölinni á Hvammstanga. Svo lá leiðin í lið Hvatar á Blönduósi. Þá lá leiðin í Hafnarfjörðinn þar sem ég spilaði með Haukunum í nokkur ár. Lauk ferlinum með Kormáki aftur um síðustu aldamót. Ég byrjaði framarlega á vellinum en með árunum færðist ég aftar. Lék lengst af sem vinstri bakvörður, sóknarlega þenkjandi að sjálfsögðu. Hversu mikiivægt er þér að geta sagst vera Púllari? Það er gríðarlega mikilvægt. Eiginlega grundvallaratriði. Hefur þú einhvern tímann íhugað að halda með Hudd- ersfield? UUUUUUUUUU nei. Ætti Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari að segja af sér? Nei nei. Minni á það sem stendur í kvæðinu. „áfram ísland, jafnvel þó við getum ekki neitt". Fórstu í göngur í haust? Já (minnir það). Reimar Marteinsson taldi í sínum pistli um daginn að þú grétir yfir gengi Liverpool . Hefur sést tár á hvarmi? Nei engin tár hafa fallið. Við Liverpool menn gerum miklar kröfur og viljum ógjarnan sjá lið okkartapa. Sýnist það eiga við um aðdáendurannarra liða líka þar sem að svo virðist sem Liverpool sé afskrifað úr allri titilbaráttu um leið og þeirtapa leik. Minni á að þegar þetta er skrifað þá er Liverpool fyrir ofan Arsenal á töflunni án þess að það sé sérstakt afrek. Hvern vilt þú sjá svara spurningum í Liðinu mínu? Ég myndi vilja sjá Martein Jónsson Kaupfélagsmann á Sauðárkróki spreyta sig. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Ég myndi vilja spyrja hvort hann telji að hann muni vinna vodkaveðmálið við Sævar Birgisson enn eitt árið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.