Feykir


Feykir - 24.09.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 24.09.2009, Blaðsíða 9
35/2009 Feykir 9 TÖLVUPÓSTURINN Harpa Cilia Ingólfsdóttir Afmælis- og styrktarteiti Jónanns Péturs Harpa Cilia Ingólfsdóttir er ekkja Jóhanns Péturs Sveinssonar frá Varmalæk en Harpa er annar eigandi Aðgengis ehf, sem er ráðgjafafyrirtæki um aðgengismál fatlaðra auk þess sem Harpa er stjórnarformaður í styrktarsjóði Jóhanns Péturs heitins. Sjóðurinn stendur fýrir styrktarkvöldi í Árgarði á föstudagskvöld. Hver er konan? -Harpa Cilia Ingólfsdóttir, ekkja Jóhanns Péturs Sveinssonar frá Varmalæk. Búsett í Reykjavík ásamt Jóhanni Pétri yngri, seinni manninum mínum Ivoni Stefáni Cilia og litlum syni okkar Amóri Breka Cilia. Hvað er hetst að frétta af þér? -Ég er nýbyrjuð að vinna eftur eftir barnseignarfrí hjá Fasteignaskrá íslands og svo erégannareigandiaðAðgengi ehf sem er ráðgjafafyrirtæki um aðgengismál fatlaðra. Hvenær var Minningarsjóður Jóhanns Péturs stofnaður og hvert er hlutverk hans? -Minningarsjóðurinn var stofnaður ári eftir andlát Jóhanns Péturs. Tilgangur sjóðsins er að styrkja hreyfihamlaða einstaklinga til náms með ýmsu móti og einnig að styrkja einstök málefni varðandi aðgengi fatlaðra. Bæði þessi málefni voru Jóhanni Pétri mjög mikilvæg Hvernig hefur gengið að fá fjármagn í sjóðinn? -Tekjur sjóðsins eru fýrst og fremst gjafir og styrkir frá einstaklingum ogfyrirtækjum. Fjármögnunin hefur verið mest þegar við höfum haldið upp á tímamót eins og afmæli, síðast héldum við upp á 45 ára afmælið hans og þá safnaðist þó nokkuð. Hverjir eiga sæti í sjórn sjóðsins? -Auk mín eru Óiafur Sveinsson bróðir Jóa, Ólafur Garðarsson hrl, en hann og Jói ráku saman lögfræðistofu, og svo eru tveir fulltrúar frá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra en þeir eru kosnir á landsþingi Sjálfsbjargar. Hafið þið úthlutað úr sjóðnum? -Síðasta úthlutun var f febrúar 2008 en þá veittum við 5 styrki. Samanlögð upphæð þeirra var 510.910 kr. Þar af voru 110.910 kr. til náms, 150.000 kr. til bætts aðgeng- is innandyra, 100.000 kr. til bætts aðgengis utan- dyra og 150.000 kr. til hjálpartækjakaupa. Þar áður var veitt úr sjóðnum árið 2004. Það er heilmikill viðburður fyrir höndum hvert er tilefnið? -Jóhann Pétur var fæddur 18. september 1959 og hefði orðið 50 ára um sl. helgi. Afþvítilefni hefurstjórn sjóðsins ákveðið að halda afmælis- og styrktarteiti, bæði tií að minnast Jóa og efla minningarsjóðinn. Hvar verður viðburðurinn haldinn? -í Árgarði í Skaga- firði þann 25. september 2009. Húsið opnar kl. 21:00. Boðið verður upp á kaffi og kleinur en gestum er frjálst að taka með sér aðrar veigar. Ekki verður innheimtur aðgangseyrir í gleðskapinn en gestum mun verða gefinn kostur á að styrkja minningarsjóðinn með fjárframlögum að vild. Hverjir koma þar fram? -Sönghópurinn Veirurnar, ásamt fleiri atriðum, prýða kvöldið og svo mun Geirmundur Valtýsson halda uppi stuðinu fram á nótt. Ef fólk sér sér ekki fært að mæta en langar að leggja sjóðnum lið. hvert á það að snúa sér? -Bent er á bankabókminningarsjóðsins nr.: 342-18-640098. Kennitala 570269-2169. Hvemig gengur að haida sjóð sem þessum úti á krepputimum? -Eins og staðan er í dag þá hafa flestir nóg með sitt en það er mikilvægt að muna að margt smátt gerir eitt stórt. Reglur sjóðsins eru þannig að hvorki má skerða stofnfé sjóðsins né verðbætur og er því einungis heimilt að verja raunávöxtun til styrkja. Þess vegna er nauðsynlegt að styrkja stofn sjóðsins til þess að hægt sé að veita rausnarlega fjárhæð úr honum. Það er einlæg ósk stjórnarinnar að sjóðurinn verði það sterkur að hægt verði að veita styrki árlega. Eitthvað að lokum? -Við vonumst bara eftir að sjá sem flesta þann 25. og að allirskemmti sérvel. Tveir ungir menn frá Sauðárkróki, þeir Hákon Magnús Hjaltalín Þórsson og Örvar Pálmi Örvarsson, komu færandi hendi á fund stjómar Skagafjarðardeildar Rauða Krossins fyrir skemmstu og afhentu ágóða af tombólu sem þeir höfðu haldið, alls 16.071 kr. Skagafjarðardeild Rauða Krossins þakkar þeim kærlega fyrir sitt rausnarlega og óeigingjarna framlag til góðra mála. áaJiíar'oa^ Bamahomið ákvað að rifja upp nokkrar gamlar og góðar gátur sem kannski heyrast ekki svo mikið í dag. Krakkar ekki gefast strax upp, fáið heldur pabba og mömmu eða jafnvel afa og ömmu til þess að hjálpa. Lausnimar eru neðst í bamahominu. 1. Þnr menn komu á bæ. Þeirvoruspurðirað heiti: Fyrsti sagðist heita það sem hann var. Annar sagðist heita það sem hann er. Þriðji sagðist heita það sem hann verður. Hvað hétu þeir? 2. Lífið skilur seint við sál, sjá þar nafn í felum. Faðirinn heitir fremst á nál, fæddur í tveimur pelum. 3. Hættulegur er í á en á sjó erfengur, notaður í reiða og ra í rúmi best hann gengur. ;SUDOKO ) 4. Býr mér innan rifja ró reiði, hryggð og kæti. kurteisin og Kári þó koma mér úr sæti. 5. Áður var ég gras, nú er ég orðið duft, og geymist í gulli og silfri, homi.tré og pappír, eftir hvers eins vilja og efnum.. Einirgeta ekki án mín verið, aðrir ekki við mér litið 6. Hverersá hóll, holurað innan, dynur úr honum djangans mikið Rektu nefið í rass á honum og raddu síðan hans rétta heiti. eiuodsijeqoi 9 Meqoi -g jejgnjOH 'þ jn8uafls 'E HJQ/j J Jnppæj jnppo Jnjiig z jie>j (o 'jmsag (q 'uujaAS (b •\ 4(usnr| 4 6 8 1 i 8 3 1 9 4 4 2 1 8 1 6 9 1 8 5 2 7 4 3 8 1 3 6 3 4 9 8 1 9 5 1 Atf!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.