Feykir


Feykir - 24.09.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 24.09.2009, Blaðsíða 10
lO Feykir 35/2009 Kaupfélag Vestur-Húnvetninga er eitt af fáum kaupfélögum sem eftir eru starfandi á landinu. Það var stofnaó árió 1909 og hefur starfaö óslitió í hundraó ár. Reimar Marteinsson er starfandi kaupfélagsstjóri KVH og segir hann engan bilbug á mönnum meó reksturinn. FYRIRTÆKI VIKUNNAR: Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Ef þaó fæst ekki í Kaupfélaginu... Sigríður Arnfjörð og Sigurlaug Jóhannesdóttir hafa allt iröð og reglu. Kaupfélagið hefur gengið í gegn um súrt og sætt í áranna rás eins og gengur og gerist en virðist nú vera í góðum farvegi. Áður var iðnaður rekinn á vegum KVH á Hvammstanga og þá einkum mjólkuriðnaður og kjötvinnsla en eftir nokkur erfið ár með stofnun og rekstur Norðvesturbanda- lagsins þar sem sameina átti nokkur sláturhús við Húnaflóa og Breiðafjörð er sláturhúsið í dag í eigu KVH til helminga við KS. -Við eigum góð samskipti við bændur í dag og viðskiptin aukast jafnt og þétt, segir Reimar og það er greinilegt að sársauki hefúr fylgt slitum Norðvesturbandalagsins. -Hagur sláturhússins hefur aukist frá því sem var og hagnaður frekar en hitt, segir Reimar og ítrekar að samstarfið við bændur er gott og mikilvægt fyrir báða aðila. í dag snýst rekstur KVH aðallega um verslun og þjónustu við íbúa héraðsins og skiptist reksturinn upp í matvöru-og byggingavöru- verslun, pakkhús og flutninga- þjónustu. -Reksturinn er jákvæður og engin stór plön eða breytingar á döfinni, segir Reimar. Hjá KVH vinna að jafnaði um 15 til 18 manns. Matvöruverslunin er reyndar verslun sem selur allt milli himins og jarðar. Þar gæti gamla máltækið átt við sem hljómar svo „ef það fæst ekki í Kaupfélaginu, þá hefúrðu ekkert með það að gera“. Mikið vöruúrval er að finna í búðinni og ýmislegt til sem hæfir alvöru kaupfélagsbúð. Úrval matvöru, skóla- og ritfanga ásamt alls þess fatnaðar sem prýðir góðan mann er hægt að nálgast í versluninni. Sam- kvæmt afgreiðslufólki í Reimar Marteinsson kaupfélagsstjðri. matvöruversluninni hefúr verið mikið að gera í sumar eða reyndar „alveg brjálað“ eins og það var orðað. Fleiri ferðamenn koma nú á Hvammstanga en áður fyrr og staldra við yfir lengri tíma. Við hlið kjörbúðarinnar er byggingavöruverslunin en hún fær sömu umsögn og hin að þar kennir ýmissa grasa, allt frá smávörum til stórra verkfærra. En eitt er það sem fáar byggingavöruverslanir hafa líkt og þessi, að þarna er hægt að nálgast vínið með matnum en ÁTVR er með útibú í versluninni. I Pakkhúsinu var sama bjartsýnishljóðið og í verslununum, mikið að gera og engin kreppa sjáanleg. Meðal þess sem seldist eins og heitar lummur þetta sumarið var rúllubaggaplast en salan hafði aukist um þriðjung milli ára. Þann 20. mars í vor var haldið upp á hundrað ára afmæli kaupfélagsins með stæl og öllum boðið í veislu í félagsheimilinu. Húsið fylltist af fólki sem naut veislufanga og skemmtiatriða og sam- fagnaði afmælisbarninu. Þá var grillað á miðju sumri í tilefni tímamótanna og komu vel á þriðja hundrað manns og nutu kræsinga en grillað var í porti kaupfélagsins helstu framleiðsluafúrðir bænda;folaldakjöt, lambakjöt og nautakjöt. -Veislan heppnaðist mjög vel og fóru allir ánægðir heim, segir Reimar að lokum og lítur björtum augum til framtíðar. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR 2. deild: Stólarnir féllu með tilþrifum Hvöt hafði betur gegn Tindastóli Hvöt kemstyfir. Tindastólsmenn ekki hressir. Tindastóll og Hvöt mættust í lokaumferð 2. deildar á Sauðárkróksvelli sl. laugardag og var Ijóst fyrir leikinn að Stólarnir urðu að sigra til að tryggja sæti sitt í 2. deild. Það mistókst með eindæmum skraut- legum hætti. Blönduósingar hófu leikinn betur og leikmenn Tindastóls virtust á nálum en náðu þó forystunni eftir um stundar- fjórðungs leik. Þá var brotið á Aðalsteini Arnarsyni innan teigs og úr vítaspyrnunni skoraði Gísli markvörðu Sveins af öryggi. Nú létti talsvert yfir leikmönnum Tindatsóls og þeir voru betra liðið á vellinum ff am að leikhléi og bættu við einu marki. Það gerði Kristmar Björnsson og var markið stórmagnað en Marri átti ágætan leik í framlínunni. 2-0 fýrir Tindastól í leikhléi. Tindastólsmönnum hefúr í allt sumar gengið afleitlega að halda forystu í leikjum sínum. Að þessu sinni urðu menn að halda haus, beijast af krafti og reyna að halda boltanum innan liðsins í síðari hálfleik. Það gekk ekki eftir. Strax var ljóst að Hvatarmenn ætluðu að selja sig dýrt, þeir færðu sig framar á völlinn og héldu boltanum vel. Færin létu nokkuð á sér standa en markið lá í loffinu. Á 62. mínútu misreiknaði vörn Tindastóls háan bolta inn á teiginn og Vignir Öm Guð- mundsson skallaði laglega í mark Stólanna. 2-1 og nú mátti greina kviða hjá stuðnings- mönnum Stólanna. Þegar 20. mínútur voru til leiksloka jöfnuðu Blönduósing- ar eftir hornspyrnu. Ekki voru varnarmenn Stólanna á tánum í hominu því Hvatarmenn unnu boltann og lögðu hann út á Óskar Snæ Vignisson sem setti boltann laglega ffamhjá varnarmönnum Stólanna og í netið. 2-2 og miðað við stöðuna í leikjunum í 2. deild blasti fall við heimamönnum. Blönduósingar tryggðu sér síðan sigurinn með tveimur fallegum mörkum á tveggja mínútna kafla. Fyrst bætti Óskar við öðm marki sínu á 84. mínútu með viðstöðulausu skoti í þverslána-jörðina-inn, algjörlega óverjandi og skömmu síðar bætti Brynjar Guðjónsson við síðasta naglanum í kistu Stólanna þetta sumarið. Tindastólsmenn reyndu að komast inn í leikinn en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 2-4. Sem fyrr segir vom heima- menn sterkari í fyrri hálfleik en þeir voru á hælunum í þeim seinni. Menn hafa tönnlast á því í mest allt sumar að engin heppni hafi fylgt liðmu og má það til sanns vegar færa. Það hlýtur þó að vera öllum Ijóst að það er ekki bara óheppni að lið Tindastóls falli í 3. deild. Það hefði mátt ætla, miðað við spilamennsku liðanna í síðari hálf-leik, að það hefðu verið gestirnir ffá Blönduósi sem væm að berjast fýrir sæti sínu í 2. deild en ekki lið Tindastóls. Lið Hvatar spilaði ágætlega þó þeir hefðu að litlu að keppa en með sigrinum tryggðu Blönduósingar sér fjórða sætið í 2. deild og hafa skorað 58 mörk i deildinni í sumar, 34 mörkum meira en lið Tindastóls sem gerði aðeins 24 mörk i 22 leikjum. Reyndar fengu Hvatarmenn á sig 49 mörk í leikjunum eða 11 mörkum fleiri en Stólamir. Það er ekki á vísan að róa í boltanum!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.