Feykir


Feykir - 01.10.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 01.10.2009, Blaðsíða 3
36/2009 Feykir 3 Sauðárkrókur Ýta losnaði af flutningsvagni Mikil mildi þótti að ekki færi verr þegar stór jarðýta losnaði af flutningavagni á Strandgötu neðan við iðnaðarhverfið á Sauðár- króki. Rutningabíllinn var á Iftilli ferð þegar óhappið átti sér stað. Að sögn Rúnars Símonar- sonar bflstjóra flutningabflsins losnaði festing sem halda átti ýtunni fastri á vagninum og því fór sem fór. Tjónið er óverulegt en að sögn Rúnars er þetta bara járn sem þarf að laga en ekki manntjón. Vel tókst tfl að ná vélinni aftur á vagninn sem fer nú í viðgerð áður en hún fer í næsta verkefni.hægt nálgast á influensa.is Slökkvilið Austur Hún Leitað leiða til að auka hagkvæmni í rekstri Útköll hjá Slökkviliði A-Húnvetninga á árinu 2008 voru alls átta og eru þau orðin sex það sem af er árinu 2009. Af útköllum ársins em flögur vegna bmna en tvö vegna bflslysa. Á aðalfundi Brunavarna A-Hún sem haldinn var þann 23. september s.l. var lögð fram tillaga frá stjórn þar sem lagt er til að ráðist verði í skipulagsbreytingar hjá Brunavörnum A-Húnavatns- sýslu. Núverandi skipulag byggir að stofni til á samningi milli átta sveitarfélaga en í dag eru rekstraraðilar tveir. Markmið með skipulags- breytingum er að koma á skilvirkara starfi og leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstri slökkviliðsins. Fundurinn samþykkti heimild til stjórnar að ganga til skipulagsbreytinga og að þær verði lagðar fyrir sveitarstjórnir. Þá kom fram að stjórnin hafi unnið að breytingum á bakvaktakerfi í samvinnuviðslökkviliðsmenn. Rekstur Brunavarna A-Hún kostaði á árinu 2008 kr. 19.590.853, tekjur urðu kr. 1.918.265 og framlög sveitar- félaga krónur 15.866.501. Niðurstaða ársins varð nei- kvæð um kr. 1.846.750 Skagafjörður_________ 3 x Jón Eðvald Á dögunum var haldinn á Sauðárkróki stjómarfundur f Hólrnadrangi ehf. en fyrirtækið er í eigu Kaupfélags Steingnms- flarðar og RSK Seafood hf. sem eiga 50% hvort félag. Svo skemmtflega vill tfl að allir stjórnarmenn í Hólma- drangi, þrír að tölu, heita Jón Eðvald. Því þótti rétt að smella mynd af þeim nöfnum í upphafi fundar. Á myndinni eru frá talið frá vinstri: Jón Eðvald Friðriksson framkv. stjóri FISK Seafood hf. Jón Eðvald Alfreðsson fv. kaup- félagsstjóri Kaupfélags Stein- grímsíjarðar og Jón Eðvald Halldórsson núverandi kaup- félagsstjóri Kaupfélags Stein- grímsfjarðar. Skólamál__________________________ Menntamálaráðherra á Blönduósi Skólastjóti og fræöslustjóri ásamt ráöherra og fulltrúa Heimilis og skóla. Mynd: Húni.is Katiín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, heimsótti Grunnskólann á Blönduósi í sfðustu viku ásamt fn'ðu föruneyti. í för með henni voru m.a. fúlltrúar frá samtökunum Heimili og skóii. Heimsóknin var í tilefni af Foreldraverðlaununum 2009 sem skólinn ásamt Fræðslu- skrifstofú Austur-Húnavatnss- ýslu hlaut fýrir verkefnið „Tokum saman höndum'. Markmið verkefnisins er að bæta líðan og námsárangur nemenda í unglingadeild Grunnskólans á Blönduósi. Fyrst var stutt móttaka í íþróttahúsinu, en þennan dag var íþróttadagur grunnskólans enþaðanvarhaldiðíhádegismat á Árbakkann. Eftir það hélt hópurinn í Kvennaskólann en þess má geta að rfldð á 75% í skólanum á móti sveitar- félögunum í sýslunni. Þar tók Guðjón Ólafsson ffæðslustjóri á móti hópnum og kynnti verkefnið fyrir viðstöddum. Að því loknu hélt ráðherra aftur suður en aðrir í hópnum skoðuðu Heimilisiðnaðar- safhið. [tiíRMðninqs Þuríði Hörpu ptyrH^Æfættiimanda Þuríði Hörpu sem í byrjun næsta árs heldur lÍKðrajferðsínaÍtil lndlafe|ar sem hún gengst undir stofnfmmumeðferð. Mjð|jli|éru til sölu í afgreiðslu Nýprents, Topphestum, Versluninni Eyri og á Hótel Varmahlíð. Einnig er hægt að hafa samband við Guðnýju í síma 8982597. Gefnir verða út 1000 miðar en dregið verður úr seldum miðum miðvikudaginn 7. október Vinningsnúmer verða birt i Sjónhorni og á www.feykir.is fimmtudaginn 8. október. Fjöldi glæsilegra vinninga Flug og gisting Rafting frá Ævintýraferöum fyrir 8 Folatollur undan Hnokka frá Þúfum Tveir vinningar, gisting á Hótel Tindastól fyrir 2 Gjafabréf fyrir tvo á Villibráðahlaðborð á Hótel Varmahlíð Gjafabréf fyrir tvo á Jólahlað- borð á Hótel Varmahlíð Mynd frá Sigrúnu á Stórhóli Gjafabréf frá Önnu á Hjaltastöðum Folatollur undan Vexti Folatollur undan Heljari Ostakarfa frá KS mjólkursamlagi Brauðúttekt frá Sauðárkróksbakaríi Matarkarfa úr Skagfirðingabúð Vöruúttekt frá KS Kjötafurðastöð Gjafabréf frá KS Eyri Beisli, hringamél taumur og DVD diskur með Sigurbirni Bárðarsyni frá Líflandi HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKI AUGLÝSIR Árleg inflúensubólusetning Bólusett veröur gegn árlegri inflúensu á Heilbrigðisstofnuninni Sauöárkróki þriðjudaginn 6. október, fimmtudaginn 8. október og þriðjudaginn 13. október kl. 13:30-15 alladagana. Bólusett verður á Hofsósi þriðjudaginn 6. október kl.16.30 Þeir sem eru 60 ára og eldri og einnig þeir sem tilheyra sérstökum áhættuhópum fá bóluefnið frítt, en þurfa samt sem áður að greiða komugjald. Munið að framvísa afsláttar- og/eða örorkuskýrteinum við komuna. Einnig er mælt með því að sömu einstaklingar séu bólusettir á 10 ára fresti gegn lungnabólgu. setning gegn svínainflúensu auglýst síðar. Heilbrigdisstofnunin Saudát'króki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.