Feykir


Feykir - 01.10.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 01.10.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 36/2009 Húnaþing vestra Nýtt fyrirtæki á Hvammstanga AÐSEND GREIN Jón Karlsson skrifar Diskarnir góðu og kirkjan Helga Hinriksdóttir hefur stofnaö fyrirtækið Tölvur og tungumál á Hvammstanga. Helga stefnir að þvf að kenna fölki tungumál og á tölvur, hún hefur grunnskóla- kennararéttindi frá Háskól- anum á Akureyri, af hugvfsinda- og tungumála- sviði og er kerfisfræðingur frá Erhvervsakademi Sydvest Sonderborg. Tölvur og Tungumál bjóða uppá tungumálakennslu í íslensku, ensku og ítölsku. Lögreglubíll og fölksbfll eru óökufærir eftir árekstur sem varð á Strandgötu á Skagaströnd á þriðjudags- morgun. Tildrögin voru þau að bílarnir mættust við hraða- hindrun en hún er tvískipt. Ökumaður Toyotu fólksbíls ædaði að komast hjá því að aka yfir hraðahindranirnar og beygði yfir á vinstri vegar- helming, á milli þeirra. Ekki tókst honum betur til en svo að hann lenti beint framan á lögreglubíl sem þarna var, þvi sem næst kyrrstæður. „Það er alveg óskiljanlegt að búa til hraðahindrun sem geíúr kost á því að ökumenn geti komist hjá þeim með því að aka Skagafjarðarveitur luku nýverið við að ganga frá fóðringu í kaldavatnsholu í landi veitnanna norðan Héraðsdalsvegar við Steinsstaði. Holan var prufudæld með djúpdælu og gaf 18 l/sek sem er meira en nóg vatn fyrir Steinsstaði og nágrenni. Ekki er fyrirhugað að dæla meiru en 101/sek úr holunni og mun það vera mikið meir en nóg vatnsmagn fyrir Steinsstaði og nágrenni ásamt Vind- heimamelum þegar þar verða haldinn landsmót samkvæmt upplýsingum á vef veitnanna. Holan var boruð síðasta Einnig, eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna, er hægt að komast á tölvu- námskeið en þar er farið yfir t.d internetið, tölvupóst, rit- vinnslu í Word, töflureikn- irinn Excel og heimasíðugerð. Einnig er hægt að fá einka- kennslu í tölvum og fleira. Tölvur og tungumál leggur áherslu á persónulega þjón- ustu og hægt er að komast á námskeið strax eftir hádegi virka daga, síðdegis eða á kvöldin, allt eftir hvað hentar. yfir á rangan vegarhelming," segir Vilhjálmur Stefánsson, lögreglumaður á Blönduósi, en hann var ökumaður lögreglu- bílsins. „Hvers vegna að hafa hraðahindrun ef ekki þarf að aka á hana? Meira að segja bílar sem komu þarna að eftir áreksturinn sveigðu á milli hraðahindrananna fyrir framan augun á okkur,“ segir Vilhj álmur og bætir því við að lögreglan ætli að spyrjast fýrir um tilganginn með þessu hjá sveitarstjóra Skagastrandar. Skemmdir á lögreglubíln- um voru ekki miklar en nægar til að hann var óökufær, líklega er vatnskassinn ónýtur. haust af Ræktunarsambandi Flóa- og Skeiða og er 17 metra djúp. Húsið yfir holuna byggðu nemendur trésmíðadeildar Fjölbrautarskóla Norðurl. vestra eftir áramótin í vetur sem æfingastykki sem tókst vel. Frágangi og niðursetningu tækja í dælustöðinni verður lokið í haust, þannig að landsmótsgestir hestamanna á Vindheimamelum 2010 ættu að hafa nægjanlegt vatn til drykkj ar og þrifa. Byrjað verður að leggja nýja stofnlögn frá holunni að Vindheimamelum í vikunni en Steypustöð Skagaljarðar ehf. mun annast það verk. Tveir diskar úr málmi. Á öðrum er áþrykkt mynd af Sauöárkrókskirkju og er myndin frá því áður en turninn er endurbættur og stækkaður, en það var 1957 -1958. Hinn diskurinn ber mynd af Dómkirkjunni á Hólum. Þar er turninn kominn, en hann mun hafa verið vígður 1950. Diskarnir eru í sterkum málm- lit (platína?) ca. 31 cm í þver- mál. Utan með á brúnunum er flúraður laufa-skurður, þó ekki eins á báðum. Botninn er sléttur, en þar eru myndirnar þrykktar á. Á diskunum báðum er þrykkt örlítið tákn sem ekki hefur tekist að lesa úr. Gæti t.d. verið bókstafúr úr einhvers- konar leturgerð. Óskar Jónsson læknir sýndi mér eintak af diski sem hér er nefnt nú um miðjan ágúst, með mynd af Sauðárkróks- kirkju, er honum hafði nýlega áskotnast. Vaknaði þá nokkur forvitni og áhugi hver saga gæti þarna legið að baki á útgáfu og tilurð þessara gripa. Hefi ég haldið uppi spurnum meðal þess fólks sem komið er til nokkurs aldurs og líklegt þótti að kynni að reka minni til þessara diska. Sumir við- mælenda minntust þessa og einnig að þeir hefðu verið til sölu hjá Haraldi Júlíussyni. Staðfestu það ýmsir, þ.á.m. Bjarni Haraldsson. Sumir minntust þess að diskur hefði hangið uppi í Safnaðar- heimilinu, en hann hefur verið tekinn niður. Sr. Þórir Stephensen man effir diskum á veggjum í nokkrum húsum á Sauðárkróki, þá er hann leitaði eftir kjöri til prests árið 1960 og nú hefúr komið hefúr í ljós eitt heimili þar sem báðar útgáfumar, með Sauðárkróks- kirkju og Hólakirkju prýða stofúvegg. Við lauslega athugun á skjalasafni og gögnum kirkj- unnar frá fyrri árum, hefur komið í ljós bréf frá Guðrúnu og Haraldi Júlíussyni, dags. 4. mars 1956, þar sem þau hjónin tilkynnasóknarnefndgjöfkr. 1 200.00 “ til ráðstöfunar við endurbætur Sauðárkrókskirkju sem fyrirhugaðar eru” Sé upphæðin sem næst hagnaður af sölu “Nikkeldiska með mynd af Sauðárkrókskirkju.” Á fundi nefndarinnar þ. 6. aprfl eru bókaðar innflega þakkir fyrir gjöfina. í ritinu Sauðárkrókskirkja og formæður hennar eftir Kristmund Bjarnason sem út kom 1992, er þessarar gjafar getið ábls.146. Ekkert hefur fundist eða komið í ljós með samtölum, hvenær diskarnir voru gerðir, eða tilefni þess. Við skoðun á myndunum báðum koma í ljós viss atrið sem benda á tímasetninguna. Myndin af Sauðárkrókskirkju ber með sér að ekki er búið að endurgera og stækka kirkjuturninn, en það var gert á árunum 1957 og 1958. Á myndinni af Hólakirkju sést að búið er að reisa minningar-turninn um Jón Arason. Eru það því sterkar vísbendingar um að diskarnir hafi verið gerðir einhverntíma á árunum 1950 tfl 1957. Og aflt bendir til að þeir hafi verið seldir í Verslun Haraldar Júlíussonar, samkv. ýmsum viðmælenda og að Haraldur hafi haft a.m.k. einhverja forgögnu um gerð þeirra erlendis. Þá hafa ýmsir minnst þess að Guðrún Bjarnadóttir, eigin- kona Haraldar var virk í starfi kirkjunnar. M.a. er þess getið í kirkjusögunni að hún hafi tekið að sér ásamt öðrum, að sjá um skreytingar, lýsingar o.þ.h. við athafnir. Guðrún var í sóknar- nefnd 1958- 1970. Þá mun Haraldur hafa verið mjög hlynntur kirkjunni og starfsemi hennar. Er kannske ekki fjarri lagi að geta sér þess til, meðan annað kemur ekki í ljós, að áhrif Guðrúnar hafi e.t.v. mest orðið til þess að í gerð og útgáfú diskanna var ráðist? Helstu viðmœlendur um málið: - Sverrir Svavarsson Bjarni Haraldsson / María Har - Marta Sigtryggsdóttir - Margrét Guðvinsdóttir - Helena Magnúsdóttir - Þórir Stephensen - Jónas Hálfdánarson - Stefán Pedersen - Hólmfríður Friðriksdóttir - Baldvin Kristjánsson - Árni Blöndal - Gígja Haraldsdóttir - Auður Torfadóttir -Ragnhildur Helgadóttir - Anna P Þórðardóttir - Ingibjörg Sigfúsdóttir - Björn Fr. Björnsson - Árni M Jónsson. Sauðárkróki 8. sept. 2009 Jón Karlsson Diskur meö mynd af Hóladúmkirkju. Diskur með mynd af Sauðárkrókskirkju. Skagaströnd_________________ Óskiljanlegur árekstur Skagafjörður________ Góð borhola við Steinsstaði

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.