Feykir


Feykir - 01.10.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 01.10.2009, Blaðsíða 5
36/2009 Feyklr 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Golf • • Oflugt bama- og ungl- inga golfsumar að baki Stoltir verðlaunahafar með bikarana sína. Golfklúbbur Sauðárkróks hélt uppskeruhátíð vegna barna- og unglingastarfs sumarsins sunnudaginn 20. september s.l. á Hlíðarenda- velli. Hjörtur Geirmundsson tók saman pistil frá starfi sumarsins og eins frá uppskeruhátíðinni og sendi Feyki. Iðkendur sumarsins mættu ásamt a.m.k. einu foreldri og var byrjað á þvi að spOa saman þrjár holur með svokölluðu „green- some“ fyrirkomulagi. Báðir aðilar slógu upphafshögg og síðan var betra upphafshöggið valið og iðkandi og foreldri slógu til skiptis eftir það. Fín stemning var og alls voru þetta í kringum 30 spilarar sem létu rigninguna ekkert á sig fá. í þessum létta leik voru það mæðginin Arnar Geir Hjartar- son og Katrín Gylfadóttir sem að urðu hlutskörpust, þ.e. slógu fæst högg. Síðan var komið að sjálfri uppskeruhátíðinni. Allir kylf- ingar fengu viðurkenningar- skjal íyrir sumarið og gjöf. Þröstur Kárason og Jóhannes Friðrik Ingimundarson fengu verðlaun fyrir góðu ástundun og áhuga. Þá fékk Jónas Már Kristjánsson fékk sérstök jákvæðniverðlaun. Þá var í fyrsta skipti veittur „Hugarfarsbikarinn" en þau fær sá kylfmgur sem er til fyrir- myndar golfíþróttinni og golf- klúbbnum bæði innan vallar sem utan. Þennan bikar hlaut Arnar Geir Hjartarson. Því næst voru veitt verðlaun fyrir mestu ffamfarir sumarsins í stelpu- og strákaflokkum. I stelpnaflokknum hlaut Matt- hildur Kemp Guðnadóttir þau verðlaun en í strákaflokknum var það Arnar Geir Hjartarson. Þá var komið að því að veita verðlaun fyrir besta kylfing sumarsins. í stelpnaflokki varð Helga Pétursdóttir fyrir valinu og í strákaflokknum varð það Ingvi Þór Óskarsson. Að lokum þaklcaði Pétur Friðjónsson formaður ungl- ingaráðs öllum þeim fjölmörgu sem að komið hafa að starfinu í sumar fyrir gott starf, bæði Ólafi Gylfasyni sem var kennari í sumar og líka þeim fjölmörgu foreldrum sem að hjálpuðu til, hvort sem var við skipulagningu og aðstoð í mótum eða við fjáröflun s.s. kökubasar og kleinubakstur. Þá þakkaði hann einnig þeim fjölmörgu fyrirækjum sem að studdu dyggilega við bakið á starfinu í sumar. Mikið starf var hjá golf- klúbbnum í sumar. Nýprents- mótið var haldið í júlí og hefúr það aldrei verið íjölmennara. Unglingalandsmót var haldið í golfinu um verslunarmanna- helgina og hefur aldrei verið meiri þátttaka í golfinu en á mótinu í sumar. Krakkarnir voru dugleg að mæta á mótin á Norðurlandsmótaröðinni, bæði á Dalvík, Ólafsfirði og á Akureyri og náðu þau mjög góðum árangri á þeim mótum og unnu til fjölda verðlauna. Við eignuðumst tvo Norður- landsmeistara í þessari mótaröð, áttum sigurvegara á Unglinga- landsmótinu ásamt földa annarra verðlauna þar einnig og svo mætti lengi telja. Það fóru keppendur frá klúbbnum í Islandsmeistaramót í höggleik sem að haldið var í Hafnarfirði í júlí og náðu sér þar í dýrmæta reynslu. Svo má ekki gleyma þvi að við sendum 2 Vi sveit í sveitakeppni unglinga. Vorum með strákasveit í sveita-keppni 16 ára á Kiðjabergi, stelpurnar í sama aldursflokki kepptu hins vegar á Flúðum. Þá vorum við með tvo affj órumí sameiginlegri sveit stráka 17-18 ára sem að keppti einnig á Flúðum. í byrjun september fjöl- menntum við á Skagaströnd og héldum þar bændaglímu og var sú ferð mjög skemmtileg. Langt og strangt sumar er því að baki en það er enn hægt að spila golf á Hlíðarenda og haustið búið að vera flott til golfiðkunar. Stefnan er að reyna að fá einhverja inniaðstöðu þannig að byrjað verði að sveifla aftur snemma á nýju ári. ( MITT LIÐ ) Yes! Ég er ekki lengur einn Nafn: Árni Stefánsson Heimili: Raftahlfð 29, Sauðárkróki Starf: íþróttakennari Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? -Birmingham FC. Það er löng saga á bak við það, sem nær allt til þess tíma að leikir voru sýndir viku gamlir og í svart hvítu. Haustið '73 flutti ég til Reykjavíkur og gekk til liðs við Fram. Þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu hjá félaginu og gékk inn í búningsherbergið var þetta fyrsta spurningin sem ég fékk: „Með hvaða liði heldurðu í ensku?" Mér fannst eins og það væri krafa að vera snöggur til svars svo ég lét vaða á Birmingham. Það datt á dúnalogn í klefanum, en allt í einu stóð einn leikmaðurinn upp lengst inni í horni og hrópaði upp „Yes! Ég er ekki lengur einn“. Þarnavarkominn Gunnar Guðmundsson eða Gunni „Tappi" eins og hann var kallaður, því hann var eins og tappi á miðjunni. Gunnar lést á sviplegan hátt í flugslysi við Blönduós 1987. Það er mér því Ijúft að segjast halda með BFC. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Ekki eru þær nú teljandi. Það er helst að félagar mínir á Lagernum séu með glósur en þær eru nú sjaldnast það gáfulegar að þær séu svaraverðar. Hver er uppáhaldsleikmað- urinn fyrr og síðar? -Það væri allt of langt mál að telja upp alla þá leikmenn sem hafa glatt mig í gegnum tíðina, en ef ég á að nefna einn sem tengist Birmingham þá er það Trevor Fransis. Hefur þú farið á leik með iiðinu þínu? -Nei, og það er skömm frá því að segja. Ég er þó búinn að fara þrisvar á leiki í ensku deildinni og er það æðisleg upplifun. Þó að maður sé að horfa á frönskumælandi lið eins og Arsenal. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Maggi Toll færði mér eitt sinn „lítið“ handklæði sem ég hengdi upp á vegg á Lagernum innan um United, Arsenal og Liverpool veifur og flögg. Það verður að segjast eins og er að þetta er áberandi flottasti hluturinn þarna inni. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? -Það gengur illa, en ég sé vonar-glætu í henni Herdísi Höllu yngsta barnabarninu mínu. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Maður skiptir ekki um uppá- haldsfélag. Uppáhalds málsháttur? -Enginn verður óbarinn biskup Spurning frá Gunnari Guðmundssyni. - Hvenær varð Birmingham seinast enskur meistari? -Okkartími mun koma. Hvem myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? -Hann Orra Hreinsa sem heldur með Queens Park Rangers. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? -Ætti ekki líka að banna Briatori að koma nálægt fótbolta?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.