Feykir


Feykir - 08.10.2009, Síða 2

Feykir - 08.10.2009, Síða 2
2 Feykir 37/2009 Heilbrigðisstofhunin Sauðárkróki_ 100 milljón króna niðurskurður Samkvæmt fjárlagafrum- varpi ber Heilbrigdisstofn- uninni á Sauðárkróki ad skera niður f rekstri sínum um 100 milljónir eða um á milli 11 -12 % á milli ára. Aðsögn HafsteinsSæmunds- sonar, framkvæmdastjóra, er þetta þungt högg en 75% af útgjöldum stofnunarinnar eru launaliðir. -Reksturinn er góður og við eigum eftir þetta ár 25 mifljónir í afgang af rekstri þessa árs og höfúm fengið munnlegt loforð þess efnis að sá afgangur fari upp í niðurskurð næsta árs. Engu að síður standa þá 75 milljónir eftir og ljóst að við þurfúm að fara í frekari aðhaldsaðgerðir. Við höfúm ekki verið að ráða í lausar stöður síðustu mánuði og gætt mikils aðhalds. Nú þarf eins og ég sagði að skoða frekari leiðir til sparnaðar og munum við leita allra leiða áður en við grípum til uppsagna, segir Hafsteinn. Leiðari Guð blessi landsbyggðina Það hefur vakið athygli mínafrá því aðfjárlagafrumvai'p ríkisstjómar íslands leit dagsins Ijósfyrir viku síðan hefur ekki heyrst múkk í sveitarstjórnarmönnum á Norðurlandi vestra að undan skyldumfélögum í VG í Skagafirði og Húnavatnssýslum sem sendu frá sér harðorða ályktun um aðfór að landsbyggðinni. Sjálfhefég fyllst mikilli gremju við þann takmarkaða lestur sem ég heflagt í. Niðurskurður sá sem við verðum fyrir er hrikalegur og gerir lítið annað en draga úr okkur þær baráttutennur sem við vomm þó komin með. Skera á niður um hundrað milljónir á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðárkróki og hlutfallslega lenda aðrar heil- brigðisstofiianir í því sama. Fækka á sýslumannsembættum á landinu í sjö og einungis á að vera einn héraðsdómur. Byggðastofnun er í órekstrarhæfu ástandi og rekin á undanþágufrá Fjármálaeftirlid. ■ Skera á niðurfjárframlög til vaxtarsamnings og eins til menningarsamnings á NV. A sama tíma á að eyða 300 milljónum á þremur árum í kynningum á menningu og listum á bókamessu í Frankfurth. Er ég ein um að sjá eitthvað bogið og rangt viðþessi fjárlög? Ég geri mér grein fyrir aðþað þarfað spara en fyrr má nú vera. Ég óska eftirþví að sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra vakni úr dvala og fari að berjast Jyrir okkar svæði. Fyrirþað voru þeir kosnir. Efekki á að snúa þessu á einhvern hátt til baka geri ég orð Geirs að mínum: Megi guð blessa landsbyggðina. Guöný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Ohaö fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fírnmtudogum 1 Feykir Útgefandi: Ritstjórí & ábyrgdannadun Áskriftarverð: Nýprent ehf. Guðný Jóhannesdóttir 275 krónur hvert tölublað Borgarflöt 1 Sauðárkróki feykir@nyprent.is ® 455 7176 með vsk. Póstfang Feykis: Blaðamenn: Lausasöluverð: Box 4,550 Sauðárkrókur Páll Friðriksson 325krónurmeð vsk. palli@nyprentis <0 8619842 Blaðstjórn: Óli Amar Brynjarsson Áskrift og dreifing Árni Gunnarsson, oli@nyprent.is Nýprent ehf. Áskell Heiðar Ásgeirsson, Lausapenni: Sími 4557171 Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Örn Þórarinsson. Umbrot og prentun: Dagbjartsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Nýprent ehf. Skagafjörður____________ Viðræður ym við- byggingu Arskóla Sveitarstjórn Skagafjarðar ákvað á fundi sfnum f gær med átta atkvæðum að ganga til viðræðna við Kaupfélag Skagfiróinga á grundvelli tilboð þess um fjármögnun á lokaáfanga Árskóla á Sauðárkróki. Bjarni Jónsson, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Tillagan sem samþykkt var eftir viðbótartillögu frá sjálfstæðismönnum gerir ráð fyrir að leitað verði til hagdeildar Sambands íslenskarsveitarfélaga og Lánasjóðs sveitarfélaga um mat á verkefninu s.s. lána- möguleikum og ffekari hagspá á grundvelli skýrslu sem KPMG vann fyrir Sveitarfélagið Skaga- íjörð um máið. Bjarni Jónsson óskaði bókað að hann teldi í ljósi skýrslu KPMG að sveitarfélagið ráði ekki við þær fjárskuldbindingar nú sem stækkun Árskóla fæli í sér. Slík skuldsetning ásamt neikvæðri rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins gæti að óbreyttu orðið því ofviða og leitt til mikils niðurskurðar í þjónustu og torveldað möguleika á að sinna örðum verkefnum. Þá lofaði Bjarni ffumkvæði Kaupfélags Skagfirðinga og taldi athugandi að félagið kæmi til samstarfs við sveitarfélagið í smærri og viðráðanlegri verkefnum eins og t.d. viðhaldi mannvirkja í eigu sveitarfélagsins. Vinstri græn á Norðurlandi vestra Sóknaráætlun gegn lands- byggðinni mótmælt Svæðisfélög Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Húnavatnssýslum og Skagafirði hafá sent frá sér ályktun þar sem þau harma framgöngu forystumanna stjórnarflokkanna gagnvart landsbyggðinni og Norðurlandi vestra sérstaklega. í ályktuninni segir; - Um leið og það er viðurkennt að allir þurfi að taka á sig auknar byrðar nú er þvi mótmælt að vegið sé að einum landshluta umfram aðra með þeim tillögum að niðurskurði sem kynntar hafa verið. Á meðan nota á lífeyri landsmanna til að fjármagna fjölda stórframkvæmda á suðvestur- horni landsins verður ekki boðinn út vegspotti í landshlutanum á næsta ári eða viðhaldið þeirri lágmarks snjómokstursþjónustu sem þarf til að tengja saman atvinnusvæði. Áform eru um niðurskurð á opinberri þjónustu langt umfram þau viðmið sem boðuð hafa verið á landsvísu og flutning verkefna og starfa til höfuðborgarsvæðisins, svo sem með niðurlagningu sýslumannsembætta og héraðs- dómstóls án þess að haldbær rök hafi verið færð fyrir sparnaði af slíkum tilflutningi. Tillögur sem fela í sér upplausn stjórnkerfisins, aukna embættismannavæðingu og miðstýringu frá höfuðborgarsvæðinu eru að auki til þess fallnar að rjúfa tengsl við gnmnatvinnuvegi þjóðarinnar og takmarka möguleika landsbyggðarinnar til að nýta auðlindir sínar og mannauð. Af sama toga eru hugmyndir forkólfa svokallaðrar sóknarnefndar forsætisráðherra. Ef þær ná fram að ganga verður ennfremur einn landshluti, Norðurland vestra, eitt gömlu kjördæmanna skilinn eftir þegar skilgreind verða stjórnsýslu og vaxtarsvæði landsins. Að óbreyttu er verið að boða sóknaráætlun gegn lands- byggðinni. Skagafjörður_________________________________ 10% af innkomu rennur til Þuríðar Hörpu Þær Þórdís Ósk Rúnarsdóttir og Auður Sif Arnardóttir á hárgreiðslustofunni Capello á Sauðárkróki hafa ákveðið að láta 10% af allri innkomu stofunnar í október renna til Þunðar Hörpu Sigurðardóttur. Aðspurð segist Þórdís hafa fýlgst með ferðalagj Þuríðar Hörpu til Indlands og þeim hafi langað til þess að leggja sitt af mörkum til þess að Þuríður geti haldið áffarn og klárað þá stofnffumumeðferð sem hún gengst undir á nokkurra mánaða ffesti næstu þrjú árin. -Margt smátt gerir eitt stórt og þetta er okkar ffamlag til Þuríðar, segir Þórdís. Húnaþing vestra Fýluferð til Reykja- víkur Fulltrúar Húnaþings vestra héldu f sfðustu viku sem leið lá suður til Reykjavíkur en þar höfðu þau verið boðuð á fund Qármálanefndar Alþingis. Fundurinn hafði heima- fyrir verið vel undirbúinn en þegar á reyndi reyndist ferðalag fulltrúanna hálfgerð fýluferð því mikið annríki var í alþingishúsinu og enginn mátti vera að því að sinna sveitarstjórnarfólki að norðan. Ekkihefurveriðboðaður nýr fúndur sveitarstjórnar- fólks með nefndinni.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.