Feykir


Feykir - 08.10.2009, Side 6

Feykir - 08.10.2009, Side 6
6 Feylcir 37/2009 Fred býr tit bestu fiskibollur á landinu. Fred Ulriksen flutti til íslands frá Noregi og steikir nú fiskibollur í Noregi heföi ég fengið nóga styrki og lán meö heilbrigöum vöxtum Fred Ulriksen, norskur sjómaður, flutti til íslands fyrir nokkrum árum til að vera með íslenskri konu sinni og tveimur börnum og hefur upplifað íslenska efnahags- undrið frá báðum endum. Hann hefur undanfarna mánuði verið að koma á fót litlu sprotafyrirtæki í fullvinnslu á fiskiréttum. Fred þekkir sjómannslífið vel. I mörg ár vann hann á hinum ýmsu skipum, m.a. á fraktskipi sem sigldi milli Þýskalands og Bandaríkjanna, olíuflutninga- skipi sem sigldi um öll heimsins höf auk þess sem hann starfaði sem yfírbáts- maður á skemmtiferðaskipi. Eitt sinn er hann kom heim í sumarfrí fannst honum sem komið væri nóg af þessu líferni og sagði stopp. Fred fékk sér 15 tonna bát og gerði út frá Öksfjörd í Norður Noregi og veiddi á línu og net í ein 18 ár eða þar til hann varð að hætta vegna þess að öxlin varð ónýt, eins og hann segir sjálfur. í Öksfjörd hitti Fred íslenska konu sem þá var að vinna hjá systur sinni og endaði það með því að þau tóku saman og eiga þau tvö börn, dreng og stúlku. Fred segir barnsmóður sína hafa langað til að flytja aftur til Islands og prófa að búa þar með fjölskylduna en hann skildi ekki hvað væri eftirsóknarvert við það. I Noregi eru lífsgæði mun betri. Fred segir að fyrst hafi hann verið eins og túristi, komið í heimsókn í sumar- og jóla- fríum. En svo kom að því að hann flutti alfarið á landið bláa árið 2007 eftir að hann hafði selt bátinn í Noregi. Fred fann sér verkefni í því að beita fyrir sjómenn í Skagafirði og á Skagaströnd en svo af tilviljun einni lenti hann á þeirri braut sem hann er að feta núna en það er að stofna og reka lítið sprotafyrirtæki. -Ég eldaði fiskibollur og gaf með mér og það spurðist fljótlega út hversu góðar þær væru, þannig að ég fór að elda fiskibollur fyrir aðra, segir Fred þegar hann er spurður að því hvernig fiskibolluverkefnið byrjaði hjá honum. -Fólk fór að hvetja mig til að koma þeim á markað, svo ég fór að vinna í því. Fred leitaði lengi að húsnæði á Sauðárkróki sem gæti hentað undir fiskibollu- framleiðslu og eftir langa leit fékk hann inni í syðri endanum á Hafnarhúsinu á Króknum og þar hefur hann innréttað vinnslu og er kominn með starfsleyfi. -Fiskibollurnar eru þær bestu á markaðnum enda nota ég bara nýjan fisk frá Skagaströnd í þær, segir Fred og bætir við að allt hráefni sem hann notar sé náttúru- legt. Erfitt aó koma litlu fyrirtæki á laggirnar Vörulínan stækkar óðum hjá Fred sem framleiðir vörur sínar undir heitinu Freddy bollur og nú eru á boðstólnum steiktar og soðnar fiskibollur, bollur í karrý, partýbollur og heilsubollur sem eru gluten- fríar og með soya mjólk, bollur blandaðar fiski og kartöflum og svo er líka fiskibúðingur á listanum. Framleiðsluna selur hann í Skagfirðingabúð og í nokkra leikskóla í Skagafirði og á Skagaströnd. -Krökk- unum finnst þetta svo góðar bollur að þau borða þær upp til agna. Kokkarnir eru himin- lifandi með það hvað krakk- arnir borða þetta vel. Eins og fyrr er greint frá leitaði Fred lengi að húsnæði undir starfsemina á Sauðár- króki og var ekki um auðugan garð að gresja í þeim málum en Fisk Seafood sá aumur á frumkvöðlinum og leigir honum syðri hlutann af Hafnarhúsinu og þó plássið sé ekki mikið þá fer þarna fram starfsemi sem skapar einum manni atvinnu. En hvernig er að setja á stofn fyrirtæki á íslandi miðað við sem gerist í Noregi. -Það er mikill munur, segir Fred. -Það er verst að fá ekki neina styrki til að koma þessu á fót. í Noregi hefði ég fengið nóga styrki og lán með heilbrigðum vöxtum. Lánin eru þannig að ekki þarf að greiða af þeim fýrstu fimm árin og þau lækka < eftir því sem greitt er af þeim ' en hækka ekki eins og gerist hér. —Og vextirnir eru allt of ' háir hér, segir Fred. Aðspurður hvort hann haldi að íslendingum væri betur borgið innan Evrópu- sambandsins segir hann svo ekki vera. -Það bjargar ekki íslandi að ganga í ESB. íslend- ingar ættu frekar að gera eins og Frakkar að mótmæla kröftuglega og stokka allt upp í stjórnkerfinu og ættu ekki að borga Icesave reikningana. Noregur og ísland ættu að fara í ríkjabandalag með allan þennan fisk og þá olíu sem líklega er að finna á Dreka- svæðinu. Við gætum misst veiðiheimildir til annarra landa, segir Fred og er niðri fyrir hvernig komið er fyrir okkur. -Það er bara ekki hægt að ísland fari í ESB. En þrátt fyrir kreppu og erfiðleika í íslensku efnahags- lífi er Fred jákvæður og bjart- i sýnn á sinn litla rekstur og J skorar á alla að smakka. -Þetta eru bestu bollurnar á landinu, segir Fred og blaðamaður getur svikalaust tekið undir það. Fiskibollurnar stikna á pönnunni. Freddy-bollur sóma sér vel i kjötborðinu ÍSkaffó. Hráefnið er fyrsta flokks o£ bragðið eftir því.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.