Feykir


Feykir - 08.10.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 08.10.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 37/2009 ( TÖLVUPÓSTURINN ) Hvað er nú að frétta frá Hofsósi? -Það er allt gott að frétta frá Hofsósi eftir því sem ég best veit. Hér gengur allt sinn vanagang. Það bíða allir í ofvæni eftir sundlauginni góðu, sem nú er óðum að verða tilbúin. Það verður gott að geta byrjað daginn á því að setjast í heita pottinn. En af þér sjálfum? -Ljómandi gott, þakka þér fyrir. Ég er í fæðingarorlofi sem stendur og nýt þess að vera heima með 10 mánaða gömlum syni mínum. Þú ert formaður Skagafjarðar- deildar Rauða krossins. Hvernig er að starfa á þeim vettvangi? -Það er mjög lærdómsríkt og gefandi. Innan deildarinnarstarfar margt gott og reynslumikið fólk og er frábært að fá að starfa við hlið þess. Það hefur í alla staði verið ánægjulegt að fá að kynnast og taka þátt í starfi Rauða krossins á því rúma ári sem ég hef verið formaður. Hver eru helstu verkefni deildar- innar? -Þau eru margvísleg. Hin sístæðu verkefni deilarinnar lúta að neyðarvörnum, skyndihjálp og sálrænum stuðningi. Af öðrum má t.d. nefna heimsóknarvini, sem er kærleiksþjónusta í samstarfi við kirkjuna er miðar að því að rjúfa félagslega einangrun fólks. Þá er starfræktur prjónahópur á vegum deildarinnar sem hittist reglulega og prjónar til góðs með því að gefa afraksturinn til þeirra sem þurfa hans með. Einnig heldur deildin úti fatamarkaði. Þá lætur deildin sig málefni innflytjenda varða og hefur m.a. efnt til sk. þjóðakvölds undarfarin ár, en þar hafa innflytjendur komið saman, kynnt heimaland sitt og átt saman góða kvöldstund. Þá eru ótalin ýmiskonar námskeið og fræðsla, m.a. skyndihjálparnámskeið, opið hús, starf með fötluðum o.fl. Hvaða verkefni eru framundan?- Nú stendur fyrir dyrum kynningarvika Rauða krossins sem fram fer annað hvert ár á landsvísu. Kynningarvikan verður 12.-17. október og þá ætlar Skagafjarðardeildin að láta vita af sér og starfi sínu. Þann 14. okt. verður opið hús í húsnæði deildarinnar að Aðalgötu lOb frá 20-22. Það verður heitt á könunni og fólk getur kynnt sér starf deildarinnar, hitt stjórnina og annað starfsfólk - en þess má geta að deildin hefur fengið til sín nýjan starfsmann, Sigríði Ólafsdóttur frá Hólum í Hjaltadal. Föstudaginn 16. okt. verðum Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur á Hofsósi, er fqrmaöur Skagafjaróardeildar Rauóa kross íslands. Rauói krossinn stendur fyrir kynningarviku vikuna 12.-17. október en þá vikuna ætlar Skagafjaróardeildin aó standa fyrir margs konar uppákomum til þess aó kynna starfsemi sína. Feykir sendi Gunnari tölvupóst og forvitnaóist um starfsemina. Lærdómsríkt og gefandi starf Gunnar ásamt Örvari og Hákoni tombóluðrengum. við svo í Skagfirðingabúð frá kl. 16-19 og kynnum deildina. Karl Lúðviksson, sem er sérfræðingur deildarinnar í skyndihjálp, verður á staðnum. Hann mun kynna skyndihjálp og leyfa fólki að spreyta sig á skyndihjálpardúkku á staðnum. Svo má ekki gleyma myndatökunni á laugardeginum 17. okt. Þá er ætlunin að kalla til eins marga og hægt er að koma í rauðum fötum og mynda í sameiningu stóran kross. Ljósmydari mun vera í körfubíl slökkviliðsins og taka mynd af krossinum. Það verða myndaðir svona krossar víða um land - en við stefnum auðvitað að flottasta krossinum. Myndin verður síðan sett á jólakort sem fólk getur keypt og sent ættingjum og styrkt um leið Rauða krossinn. Vonandi sjá sem flestir sér fært að taka þátt í þessu með okkur. Er nægjanleg nýliðun innan Rauða krossins? -Það er ótrúlegt hve margir eru tilbúnir til að leggja lóð sín á vogarskálamar. Hver og einn skiptir máli. Skagafjarðardeildin hefur marga sjálfboðaliða innan sinna raða. En auðvitað er alltaf þörf fyrir fleiri. Eftir því sem fleiri taka höndum saman þeim mun öflugra verður starfsemin. Þess má geta að hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu deildarinnar. Einnig verður hægt að skrá sig á opnu húsi sem og í Skagfirðingabúð í kynningarvikunni. Er mikið leitað til Rauða kross- ins í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu? -Já. Það er ekki síst í ástandi sem þessu að þörfin fyrir starfsemi Rauða krossins kemur í Ijós. Neyðaraðstoð Rauða krossins hefur komið fram með margvíslegum hætti, m.a. í gegnum námskeið, fata- úthlutun, sálrænan stuðning, peningasöfnun, opin hús o.fl. Þá hafa einstaka deildir víða brugðistvið kreppunni ísamstarfi við stofnanir á sínu heimasvæði. Hörður Gylfason. Snætt í Söluskálanum Hörpu Lífleg hádegi Hörður Gylfason hefur frá því um áramót staðið vaktina á bak við búðarborðið í Söluskálanum Hörpu á Hvammstanga. í hádeginu er jafnan mikið líf í Hörpu þar sem boðið er upp á heimilismat samhliða því sem heimsmálin eru gjarnan leyst. Blaðamenn Feykis koma gjarnan við í Hörpu þegar komið er á Hvammstanga, fá sér að borða og ná um leið að setja fingur á púlsinn sem slær af krafti í fjörugum umræðum yfir hádegissteikinni nú eða djúsí hamborgara. Aðspurður segir Hörður að í Hörpu komi yfir árið þessi fasti kjarni 10 karla sem komi og fái sér að borði í hádeginu, en í sumar hafi verið líflegra þar sem verktaki hafi verið að vinna á Hvammstanga og því hafi allt að 30 manns borðið í hádeginu með tilheyrandi fjöri. -Ég sest oft niður hérna í hádeginu til þess að hlusta á karlana og ekki síst þeirra sýn á þjóðfélagsmálin þvi allir eru þeir með réttu lausnirnar þó svo að oft séu lausnirnar líka jafn margar og hausarnir hér inni, segir Hörður og hlær. Hörður byrjaði að vinna í Hörpu um sl. áramót en þar áður hafði hann verið að vinna við smíðar hjá Tveimur smiðum. -Þetta er fínt, þægileg og þrifaleg innivinna. Hér hittir maður alla og hefur nóg að spjalla. Við hér í sjoppunni erum alltaf með það á hreinu hvað er að gerast í bænum, segir Hörður og hlær. Er sjoppan þá svona hjartað í smábæjarlífinu? -Já, og nei. Hingað kemur ákveðinn kjarni og ræðir málin en gömlu karlarnir hafa þann sið að hittast í Kaupfélaginu á morgnanna og þar eru heimsmálin ekki síður leyst. Ædi þeir myndu nokkuð samþykkja að hér væri hjartað. í þeirra augum er Kaupfélagið nafni alheimsins, svarar Hörður glettnislega um leið og hann stendur upp. Það er beðið eftir afgreiðslu og skyldan kallar. Við rennum niður síðasta bitaum og þökkum fyrir okkur þangað til næst. Það er oft liflegt íháðegmu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.