Feykir


Feykir - 08.10.2009, Side 9

Feykir - 08.10.2009, Side 9
37/2009 Feykir 9 ( ÁSKORENDAPENNINN ) Til Hóla kom ég fyrst fyrir rúmlega þremur árum. Aðallega til að fara í nám (BA í ferðmálafræði) en líka til að breyta um umhverfi. Ég ogsonur minn, þá 5 ára, áttum heima á Akureyri. Okkur leið mjög vel þar, ég Ivar í góðri vinnu, við áttum góða vini og fínt félagslíf. En síðan pabbi minn dó skyndilega úr krabbameini fyrir fjómm ámm fann ég fyrir því að þurfa að breyta einhverju. Námið á Hólum varð fýrir valinu, þarsem það hentaði mér mjög vel en líka vegna þess að sonur minn gat byrjað í gmnnskóla hér og mjög stutt er á milli háskólans og I grunnskólans. Það var I ekki bara námið heldur I líka umhverfið sem skipti máli. 1 Námið stóðst væntingar mínar, syni mínum líkaði mjög vel í skólanum og við vomm ekki lengi að koma okkur vel fyrir, finna nýja vini og nýtt félagslíf. Við fómm reglulega í heimsókn til Akureyrar, vomm dugleg að halda tengslum við vini okkar þar. En í hvert skipti sem ég keyrði heim að Hólum, á leiðinni inn dalinn, færðist einhver ró yfir mig og mér leið rosalega vel. Einnig fannst mér ég oft vera nær pabba mínum heitnum. Kannski em það tignarlegu fjöllin, þegar maður horfir inn dalinn eða einfaldlega tilfinningin eins og að vera kominn nær himninum? Það erað minnsta kosti eitthvað fyrir mig. Héma er hægt að anda. Upphaflega áætlunin var að klára námið á Hólum og fara síðan afturtil Akureyrar. En plön em kannski til að breyta þeim! Núna erum við enn á Hólum, ég í vinnu og sonur minn í skóla. Við eigum góða vini, okkur líður rosalega vel hér og við vitum ekki hvert vindurinn blæs okkur næst! Claudia skorará Ólaf Jónsson kokk og framkvæmdastjóra ferðaþjónustunnar á Hólum að taka við pennanum. mmmmmm Stjórn Hjóna og paraklúbbsins 1986. Fv Þorsteinn Kárason, Hrefna Þórarinsóóttir, Haralóur Arason, Eva Siéuróaróóttír, Margrél Pétursóóttir, Björgvin Guömunósson, Anna Hjartaróóttir og Ágúst Guömunósson Hjóna- og paraklúbburinn með ball um helgina Gamla stemningin rifjuó upp Áhugi gamalla félaga úr Hjóna- og paraklúbbi Skagafjarðar á því að endurvekja gömlu ballstemninguna varð til þess að næsta laugardagskvöld verður efnt tii alvöru dansleiks í Ljósheimum. Hjóna- og paraklúbbur Skagafjarðar var stofnaður árið 1975 og varð mjög öflugur og eftirsóttur af Skagfirðingum. -Ég gæti trúað því að félagalistinn hafi verið takmarkaður við 140 pör því að í fundargerð frá 1978 er talað um að ekki sé unnt að fjölga í klúbbnum vegna húsnæðis, en félagar í klúbbnum árið 1986 voru 136 pör. Þegar klúbburinn var upp á sitt besta er dæmi um að fólk hafi verið í tvö ár á biðlista, segir Eva Sigurðardóttir ein þeirra sem stendur að endurlífgun klúbbsins. - Hjóna- og paraklúbburinn hefur ekki verið starfræktur síðan 1992 og mér fannst vanta almennileg böll með gömlu stemninguna, segir Hrefna Þórarinsdóttir en hún átti hugmyndina að því að endurvekja klúbbinn. -Ég var einu sinni í stjórn og ákvað að bjóða henni í mat og þar rifjuðum við upp góða tíma í klúbbstarfseminni og ákváðum að láta verða af þessu, segir Hrefna en vill koma því á framfæri að allir séu velkomnir á ballið, sama hvort það eru gamlir klúbbfélagar eða ekki. Framhaldssagan : Önnur saga Aóalsmannsvatns-aftakan HLUTI ...Þarna stóð ég eins og illa gerður hlutur, með farsímann í hendinni. Hann Frikki frakki sagði mér að bíða. Bíða hvað lengi? í að minnstakosti hálftíma, þrjú korter. Ég reyndi að róa mig niður, en ég gat það ekki. Ýmsar hugsanir flögruðu urn hausinn á mér. Hvar var skotmaðurinn? Var hann að fylgjast með mér núna? Lá hann einhvers staðar í leyni hérna uppí brekkunum og fylgdist með mér? Ég skimaði um allt, sá ekkert, ekkert, hvað átti ég að gera? Bíða, bíða, bara bíða, sagði Frikki frakki. Ég gat mig hvergi hreyft, svitinn rann af mér, það fór enn og aftur kuldahrollur um mig. Ég verð að koma mér í skjól, skjól, en hvar er skjól fyrir þessum byssumanni, sem lá einhversstaðar í leyni hér uppí brekkunum og hafði örugglega garnan af þvi að fylgjast með mér í byssukíkinum. Horfa á angistarsvipinn á mér og sjá hvernig svitinn læki niður undan húfunni minni. Ég reyndi að herða upp hugann setti farsímann i vasann, tók af mér húfuna og þurrkaði af mér svitann með lófanum. Ég gat þó hreyft mig! Ég tók eitt skref í átt að bifreið minni, það kom ekkert skot, ég tók annað skref, og læddist að bifreiðinni og er ég ætlaði að opna dyrnar bílstjóramegin, heyrði ég hljóð. Hvað var þetta? Er byssumaðurinn að koma? Er hann á fjórhjóli? Svitinn spratt enn og aftur út á mér, ég varð hundblautur á augabragði, það fór kuldahrollur um mig allan, hægri hönd mín skalf er ég ætlaði að taka í handfangið. Nei, þetta var ekki hljóð úr fjórhjóli. Ég leit upp og sá hvar þota fór um háloffin og skildi eftir sig hvíta rák. Guði sé lof að þetta var ekki byssumaðurinn, en myndi hann nota tækifærið núna til að skjóta mig er þotan færi um háloftin? Átti ég að henda mér á jörðina og skríða undir bílinn til að vera hólpinn fyrir þessum geðsjúka manni sem leyndist hér í hæðunum og horfði á bráð sína kveljast. Ég verð að hugsa skýrt, byssumaðurinn hlýtur að hafa forðað sér er hann varð mín var. Það er varla nokkur maður svo kaldrifjaður á íslandi að skjóta tvo menn á sama klukkutímanum. Ég verð að bægja frá mér þessum hugsunum og hugmyndum sem maður sækir í ameríska lögguþætti í sjónvarpinu. Ég róaðist við þá hugsun mína að ég væri ekki staddur í amerískum sjónvarpsþætti. Ég losnaði við kuldahrollinn og gat opnað bílinn með styrkri hægri hendinni og settist inn í hann sallarólegur og hugsaði með mér að best væri að bíða eftir Frikka frakka og gefa honum skýrslu um það sem ég sá. Hvað sá ég og heyrði? Heyrði skothljóð og sá ekket nema bíl keyra út í mýrarkeldu, jú, að vísu var gat á framrúðunni eftir byssukúlu og blóð í bílnum og blóðslóð frá honum. Blóð, það hefur komið blóð á mig, það er blóð á skónum mínum, buxunum, stakknum og líka á höndunum. Hvað hef ég gert? Klínt mig allan út í blóði. Var ég sá seki? Það myndi Frikki frakki örugglega álíta þegar hann kæmi á vettvang. Já, og ég er með byssurnar mínar í bílnum, þær eru aftur í skotti. Hvaðáégaðgeranúna? Allur útataður í blóði og með byssur í bílnum. Ég verð að fela þær, svo að Frikki frakki fmni þær ekki. Ég stökk út úr bílnum og nú varð ég að hugsa skýrt. Ég skipti um föt, fer í aukafötin sem ég er með í bakpokanum. Ég ríf mig úr blóðugum og svitablautum fötunum og þar sem ég stend á brókinni einni fata, kófsveittur, flýgur yfir stór gæsahópur. Ég hugsaði hvað allt væri yndislegt ef maður gæti tekið á loft og flogið um burt frá öllu saman. Ég opnaði augun, allt út í fiðri, sængin hefur rifnað. Ég var allur í fiðri, það hafði límst við svitablautan líkama minn, ég var eins og ein af gæsunum sem var á flugi þarna yflr mér. Var mig bara að dreyma eða er ég korninn með tremma. Ég heyrði sírenuvælið í löggubílum í fjarska. Árni Egilsson

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.