Feykir


Feykir - 08.10.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 08.10.2009, Blaðsíða 11
37/2009 Feykir 11 ( MATGÆOINGAR VIKUNNAR ) Klara og Gunnar kokka Bananakiúklingaréttur og mexíkósk grænmetissúpa í Feyki að þessu sinni eru það Gunnar Smári Reynaldsson og Klara Björk Stefánsdóttir á Sauðárkróki sem deila með lesendum Ijúffengum uppskriftum að kjúklingi og græn- metissúpu. Klara og Gunnar skora á Elvar Má Jóhannsson og Sigríði Ósk Bjarnadóttur á Hólmagrund 1 að koma með næstu uppskrift. Byrjið að sjóða hrísgrjónin og setjið í botninn á eldföstu móti. Skerið síðan kjúklingabringumar í bita og steikið á pönnu (ókryddað) og setjið þær svo yfir hrísgrjónin. Skellið rjómanum og mangó chutney á pönnunna, látið sjóða. Kryddið svo með karrý Banana- kjúklingaréttur FYRIR 3-4 2 kjúklingabringur 1 peli rjómi 2pokar hrísgrjón 1 krukka mangó chutney 1 stór banani Karrý og tandoori og tandroori eftir smekk. Hellið síðan sósunni út á hrisgrjónin og kjúklinginn í mótinu. Skerið svo bananann í sneiðar og raðið ofan á allt saman. Setjið inn í ofn í ca. 10 - 15 mínútur eða þangað til að bananinn er að verða dökkur. Borið fram með góðu brauði eða salati. Mexíkósk grœnmetissúpa FYRIR 3-4 6 dl. vatn 2 dl. mjólk 2 dl. rjómi 1 bréfToro Meksikansk tomatsuppefra Guerrero 2-3 stórar kartöflur 1 poki hátíðarblanda (frosið grœnmeti) Setjið vatn og mjólk í stóran pott og hellið Toro súpunni út í. Afhýðið og skerið kartöflur í bita og setjið í pottinn ásamt hátíðarblöndunni. Látið sjóða, skellið síðan rjómanum út í og látið malla þangað til að grænmetið og kartöflurnar er soðnar og súpan orðin þykk og girnileg. Borið fram með brauði. Verði ykkur að góðu! Spjallaó vió bændur Til skammar aö prófa ekki aö brugga úr korninu Einar Valur Valgarðsson stefnir á þróunarvinnu i viskibruggi í framtíðinni. Kornskurður í Skagafirði hófst þann 10. september s.l. en þegar þetta er skrifað er búið að þreskja um fjögurhundruð hektara af rúmum fimmhundruð sem ræktaðir eru í firðinum. Þreskir ehf er félag bænda í Skagafirði og Húnavatnssýslu sem stunda kornrækt og hafa á sínum snærum þrjár þreskivélar sem eru látnar ganga dag og nótt þegar vel viðrar. Einar Valur Valgarðsson bóndi í Ási í Hegranesi er einn þeirra sem hefur verið að þreskja og segir að seint hafi gengið í haustþarsem ekki hefurviðrað vel til verksins. -Þetta er búið að ganga mjög seint í haust út af veðráttu. Það er búið að vera svo blautt og þá er allt stopp, segir Einar en upp á síðkastið hefur gengið betur þrátt fyrir frost. Nú þurfum við smá hláku til að geta klárað þar sem snjór er á ökrunum og vona að það leggist ekki en þá er erfiðara að ná því. Einar segir að komið sé ágætt en akramir víða grænir enn þá en það tefur fyrir þreskingunni. -Það vantaði góða sólardaga í ágúst. Hann var ekki nógu góður, segir Einar en eftir því sem komið er þroskaðra og þurrara því betra er að þreskja það og einnig er það betra fóður. Einar segist ekki vera með korn sjálfur og aðspurður hvort kæmi að því að rækta korn segir hann að það væri þá bara til að brugga viskí. -Líklega er ekki hægt að brugga úr korninu, en það er alveg til skammar að prófa það ekki. Ég hef það kannski sem þróunarvinnu íframtíðinni, segir Einar. Áður fyrr var fjár- og kúabúskapur á Ási en það hefur breyst. Engar kýr né kindur er að finna nú en eins og Skagfirðingi sæmir er Einar með hross. -Já, já, ég er með hross, blessaður vertu, segir Einar. Fimmtíu stykki og engan tíma til að sinna þessu. Ég næ þó að selja folöld og ótamin tryppi og þá helsttil Svíþjóðar. Mérfinnst bara bölvað að við njótum ekki góðs af gengisfallinu. Við fáum ekkert hærra verð fyrir hrossin sem við seljum út. Fyrir utan að standa í hrossarækt hefur Einar verið að gera út á vinnuvélar og þá aðallega í jarðarbótum fyrir bændur og hefur hann yfir að ráða skurðgröfu, jarðýtu og vömbíl. Einnig sér hann um akstur á skólabörnum en sá þáttur lendir aðallega á konunni. -Það er búið að vera talsvert að gera hjá mér í jarðvinnunni ogverkefnastaðan er ágæt, þó svo að kreppi að í íslensku efnahagslífi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.