Feykir


Feykir - 15.10.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 15.10.2009, Blaðsíða 5
38/2009 Feykir 5 ABSEND GREIN Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir skrifar Skagafjorður - Norðurland vestra Tillögur fjármálarád- herra fyrir árið 2010 Þessa dagana eru margir að rýna í flárlagafrumvarpið sem lagt var fram 1. október. Það kom illa við okkur Skagfirðinga að sjá hvorki Sýslumannsembættið í Skagafirði né Héraðsdóm Norðurlands vestra inni í fjárlögunum. Hugmyndir fjármálafrum- varpsins miða að því að eitt Sýslumannsembætti verði á Norðurlandi og svipaðar hugmyndir verið á borðinu varðandi Héraðsdóm. Þessi embætti skipa mjög stóran sess í Skagafirði og eru eitt af því sem eflir byggðarlagið ekki eingöngu Skagafjörð, heldur Norðurland vestra í heild sinni. Ekki hefur verið sýnt fram á það að þessar breytingar leiði til sparnaðar fyrir ríkið og örugglega auknar álögur og kostnað fyrir íbúa. Það er mjög alvarleg aðför að Norðurlandi vestra sem birtist okkur í þessum tillögum en þær stefna að því að taka Norðurland vestra út af skipulaginu og tala um Norð- urland sem upptökusvæði allrar stjórnsýslu. Með þessum tillögum er verið að veikja sveitarfélögin á svæðinu, veikja atvinnusvæðið og veikja grunnstoðirnar í menningar- legu og sögulegu tilliti. Þessum tillögum hafna ég alfarið og hygg að þær verði síst til þess að efla byggð á Norðurlandi vestra. Ég geri mér jafnframt grein fyrir því að ríkisstofnanir á svæðinu verða líkt og aðrar að taka þátt í sparnaði í ríkisrekstri, en gæta verður þess að ekki verði gengið svo hart að þeim að tilveru þeirra verði ógnað. Skagfirðingar hafa nú þegar látið i sér heyra um þessar skipulagsbreytingar ásamt þeim hagræðingartillögum sem eru umfram það sem er á landsvísu s.s. Heilbrigðis- stofnunina á Sauðárkróki en þar eru jafnhliða flötum niðurskurði tillögur um fækkun hjúkrunarrýma. Það er ólíðandi að þurfa að sjá tillögur sem miða að fækkun starfa á svæði sem fór ekki mikinn í þenslunni og þurfti að standa vaktina um þjónustu og störf á uppgangstíma suðvestursvæðis ásamt því að sjá tillögur þess efnis að þurrka Norðurland vestra út af borð- inu í stjórnsýslulegu tilliti. Nú ríður á að samstaða verði um Norðurland vestra, ríkisstofnanir á svæðinu og þjónustu sem er okkur mikil- væg í samfélagslegu tilliti. Það gerum við best með því að efla samvinnu sveitarfélaga eða svo ég gangi enn lengra og leggi til sameiningu sveitar- félaga á Norðurlandi vestra. Hvet ég alla til að koma með tillögur til sóknar í endurmati á þjónustu og skipulagi fyrir ráðherra og ríkisstjórn á okkar forsendum, við höfum alla burði til þess ef viljinn er fyrir hendi. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og forseti sveitarstjórnar Sf. Skagafjarðar Tómstundahópur Rauða krossins <ortin útbúin Mikið fjör var á laugardaginn síðasta þegar Tómstundahópur Rauða krossins hittist í Húsi frítímans og hafði gaman sarnan og bjó m.a. til jólakort. Á sunnudaginn n.k. verður hópurinn með Opið hús í Húsi frítímans frá kl. 13.30 til 16.30. Þar verður kaffihlaðborð og ýmis varningur til sölu en tómstundahópurinn vill minna fólk á að taka með sér íslenskar krónur því kort eru ekki tekin sem gjaldmiðill. Það er skemmtileg vinna að útbúa jólakort. Allur ágóði rennur til styrktar ferðasjóðs tóm- stundahópsins sem nú er að starfa sitt fimmta starfsár. Komumst aldrei á Loftus Road I Nafn: Orri Hreinsson. Heimili: Sauðárkrókur. í Starf: Málari. IHvert er uppáhaldsdliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Queens Park Rangers (QPR). Það er allt hótelbræðrunum að kenna að ég fór að halda með þeim. Þegar ég var c.a. 10 ára spurðu þeir mig með hvaða liði ég héldi. Ég nefndi Everton fyrst en samkvæmt þeirra reglum mátti ég ekki velja neitt lið sem þeir voru búnir að velja sér. Ég var búin að nefna öll helstu stórliðin en þau voru frátekin. Eina liðið sem var eiginlega eftir var QPR. Svo voru þeirlíka ífiottum sokkum! Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar j á umræddu liði? Stöðugt. Ég er lagður í fjölelti útaf þessu. En ég stend með mínu liði hvenig sem gengur. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn I fyrr og síðar? Kevin Keegan. ' Hefur þú farið á leik með liðinu ' þínu? Nei, ekki enn. Ég og Sverrir Þór gerðum heiðarlega tilraun til að skoða leikvanginn fyrir mörgum árum en villtumst af leið. Þegar við fórum að spyrjast til vegar virtist enginn kannast við liðið og við enduðum í einhverju skuggalegu úthverfi og komumst aldrei á Loftus Road Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Eina gamla húfu. Hef oft leitað að hlutum sem tengjast liðinu og hef beðið vini og ( MITT LIÐ ) vandamenn að líta eftir húfum eða treflum í sportvöruverslunum erlendis en enginn virðist finna neitt (kannski viljandi). Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðn- ingi við liðið? Það gengur bara alls ekki. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei, en ég held alltaf með litlu liðunum þegar þau spila á móti þeim stóru. Uppáhalds málsháttur? Þú gerir ekki neittfyrir neinn sem gerirekki neitt fyrir neinn. Spurning frá Árna Stefáns. - Ætti ekki Ifka að banna Briatori að koma nálægt fótbolta? Svar... Jú, en hann gæti kannski hjálpað liðinu að komast upp með öllum tiltækum ráðum. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? Guðjón vin minn Jóhannsson. Hvaða spurningu viltu iauma að viðkomandi? Eru ekki litlar líkur á því að Liverpool verði meistari einhvern tímann aftur?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.