Feykir


Feykir - 15.10.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 15.10.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 38/2009 ( TÖLVUPÓSTURINN ) Ásdísi Guömundsdóttur er margt til lista lagt. Ásdís vinnur á daginn hjá Vinnumálastofnun á Sauóárkróki en upp á síókastið hefur hún eytt kvöldunum vió söng og æfingar fyrir sýninguna Multi mucika sem haldin veróur þann 24.október, á fyrsta vetrardag og kvenna- frídaginn, í Menningarhúsinu Miógarói í Skagafirói. Feykir sendi Ásdísi línu. Heimsreisa í fylgd tónlistarinnar Sæl og blessuð, hvað er nú helst að frétta frá Sauðárkróki? -Af Króknum er bara allt ágætt að frétta, lífið gengur sinn vanagang hér eins og lög gera ráð fyrir. En af þér sjálfri? -Síðustu vikur hafa farið í að undirbúa þessa tónleika að mestu þannig að ég hef haft það mjög gott! Þetta hefur verið einstaklega skemmtilegur og gefandi tími. Þetta er mjög spennandi verk- efni, hvernig kom það til? -Hug- myndinni laust niður í kollinn á mér einn daginn þegar að ég sat og var að flokka geisladiskana mína en ég á ágætt safn af tónlist héðan og þaðan úr heiminum. Hugmyndin var sú að setja saman tónlistardagskrá sem hefði það einkenni að vera alþjóðleg, fjöl- breytt og skemmtileg og flutt af konum eða samin af þeim. Þá var bara að henda sér í að sækja um styrki og ég var svo heppin að fá góðan stuðning frá Menningarráðinu til verkefnisins og þá var eiginlega ekki aftur snúið. Einnig hef ég fengið styrki frá Sparisjóði Skagafjarðar og Ólafshúsi. Sást þú ein um að velja tónlistina eða voru einhverjir í því með þér? -í aðalatriðum er tónlistin valin af mér en einhverjar breytingar urðu á æfingatímabilinu. Þarna er tónlist frá Mexíkó, Argentínu, Chilé, Brasilíu, Spáni, Kúbu, Kenýa, ísrael, Rúmeníu, S-Afríku og Indlandi. Salsa, tangó, þjóðlög og sígaunalög, allt mjög fjölbreytt tónlist, bæði hress ogskemmtileg en inn á milli angun/ærirtónar. Það hefur ekki verið vandamál að fá tónlistafólk með þér í verkefnið? -Nei, það voru allir mjög jákvæðir að taka þátt og við erum 10 manns á sviðinu, allt frábærir tónlistarmenn. Við höfum líka skemmt okkur konunglega á æfingum, ég held ég tali fyrir hönd okkar allra þegar ég segi það. Tónlistin er líka svo skemmtilegað annað erekki hægt! í hljómsveitinni eru Sorin Lazar, sem er jafnframt tónlistarstjóri, Rögnvaldur Valbergsson, Jóhann Friðriksson, Sigurður Björnsson, Sveinn Sigurbjörnsson, íris Baldvinsdóttir, Jóhanna Marín Óskarsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir og Þórunn Rögnvaldsdóttir. Verður bara um þessa einu sýningu/tónleika að ræða? -Þessir tónleikar eru það sem við emm að einbeita okkur að núna en ef vel gengur þá munum við skoða möguleika á því að halda aðra tónleika og jafnvel að fara víðar með dagskrána. Svo fer það auðvitað líka eftir viðtökum áheyrenda hvernig framhaldið verður. Þið eruð með nokkra samstarfs- aðila - segðu mér aðeins frá þeim? -Skagafjarðardeild RKI hefur skipulagt 10 landa smakk í hléinu en þá munu samlandar okkar af erlendum uppruna bjóða gestum upp á mat frá þeirra heimalöndum. UNIFEM og Félag kvenna af erlendum uppruna munu einnig kynna starfsemi sína í hléinu en þar sem þetta er kvennafrídagurinn og við að flytja lög eftir konur fannst okkur tilvalið að bjóða þeim þátttöku. Hver er markhópurinn? -Mark- hópurinn er breiður - fólk sem hefur gaman af tónlist almennt. Þarna geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Þó þetta séu lög sem kannski ekki heyrast oft þá eru þar innan um lög sem flestir þekkja og ég nefni sem dæmi Guantanamerafrá Kúbu, Besame Mucho frá Mexíkó og Pata Pata sem Miriam Makeba frá Suður- Afríku gerði frægt. Þarna ættu allir að geta skemmt sér með okkur, kvatt sumar og heilsað vetri með glæsibrag. Gestir geta setið við borð og geta keypt sér hressingu en vínveitingar verða á tónleikunum. Sviðið og salurinn verða einnig skreyttur með munum frá Afríku og Suður Ameríku sem vinir mínir hafa verið svo vinsamlegir að senda mér. Hugmyndin er að bjóða áhorfendum upp á heimsreisu í fylgd tónlistarinnar. Á milli laga verður svo fluttur ýmis fróðleikur frá viðkomandi löndum. Þessi dagurerennfremurkvenna- frídagurinn og lögin eiga það sameiginlegt að vera flutt af eða samin af konum. Nú er svolítið síðan þú varst að syngja svona opinberlega síðast þú ert ekkert að hugsa um að söðla um? -Ég er nú fyrst og fremst með þessu að láta gamlan draum rætast og er bara mjög ánægð með að það sé að takast. Mér finnst gaman að gefa af mér og deila þessari dásamlegu tónlist með öðrum. Eitthvað að lokum? -Mig langar að þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóginn með undirbúning, allir hafa verið svo jákvæðir og tilbúnir að hjálpa. Mér finnst frábært að fá tækifæri til að flytja dagskrána í okkar glæsilega menningarhúsi, Miðgarði, sem við getum svo sannarlega verið stolt af. Ég vonast til að sjá Skagfirðinga og Húnvetninga á laugardaginn, já, og alla sem vilja koma og sjá okkur. Við leggjum mikinn metnað í þessa dagskrá ogvonum að sem flestir komi og njóti hennar með okkur. Það ergaman að geta kvatt sumarið og haldið inn í veturinn með þessum hætti. Hægt er að panta miða í síma 899-9845. Sjáumst fyrsta vetrardag I! ÍJ lfl ITIenningarráð M II Norðurlands vestra Sigri i Músíktilraunum fagnað. Bróðir Svartúlfs er á mikilli siglingu Fyrsti diskurinn kominn út Drengjabandið Bróðir Svartúlfs sem kom sá og sigraði í Músíktilraunum sl. vor var að fá í hendurnar sinn fyrsta geisladisk sem ber heitið því frumlega nafni Bróðir Svartúlfs. Strákarnir stefna á útgáfutónleika á Mælifelli föstudagskvöldið 23. október og hefjast tónleikarnir hálf níu. Hvernig diskur er þetta? - Þetta er 6 laga hádramatískur diskur, fullur af fegurð og ljótleika sem vellur af munni Arnars Freys. I raun fundust okkur textarnir svo góðir að við ákváðum að gefa þá út í sér hefti sem fylgir disknum, útskýrir Helgi Sæmundur. -Textarnir eru nefnilega eins flottir og þeir eru svolítið óskiljanlegir í hljóði og því vildum við sjá til þess að boðskapurinn skilaði sér alla leið, bætir Sigfús við. Hvar verður hægt að kaupa diskinn? -Hann verður fáanlegur í öllum helstu plötubúðum en fyrir fólkið okkar hér fyrir norðan verður hægt að nálgast hann í verslun allra Skagfirðinga, Skagfirðingabúð, auk þess sem hægt verður að kaupa hann á sérstöku tilboðsverði á útgáfutónleikunum. Allt fyrir aðdáendurna. Hvað með Fúsalega helgi, verður hún ekkert útundan þessi misserin? -Heyrðu nei við reynum að troða henni að inn á milli. Fúsaleg helgi mun hita fólk upp fyrir Bróðir Svartúlfs auk þess sem bandið verður með tónleika á Mælifelli fljótlega bara svona til þess að halda okkur við, svarar Helgi Sæmundur. Nú er kominn diskur og þið enn þá bara hér heima í sveitinni, stefnið þið eitthvað lengra með Bróðir Svartúlfs. -Við Helgi erum reyndar bara tveir hérna núna, hinir þrír eru allir fluttir suður. Þannig að bandið er í fjarbúð þessa dagana og við hittumst bara þegar við erum að spila. Ætli það endi ekki með því að við Helgi eltum hina suður. í leit að frægð og fram þá? -Já, ekki spurning.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.