Feykir


Feykir - 15.10.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 15.10.2009, Blaðsíða 9
38/2009 Feykir 9 ( ÁSKORENDAPENNINN ) ■béhhhhhhhhhhbhhhhhhbbbhhbbhhhh Birgitta Halldórsdóttir skrifar úr Blöndudalnum HHHHHHHHHHHBHBHBHHHHHHBB Saman erum vió ósigrandi Það er margt sem kemur upp í hugann þegar maður veltir fyrir sér því sem er að gerast í hinu daglega lífi en ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að tjá sig um ástandið á íslandi nú. Þó er varla hægt annað. Ég er hjartanlega sammála vinkonu minni, Jóhönnu Helgu, sem segir alltaf: “Skrifaðu með hlutum en ekki á móti, þannig hugsaði móðirTeresa og þannigskulum við vinna”. Það er mikill sannleikurí þessum orðum. Þess vegna langar mig að skrifa örlítið með því að vinna saman. Við vinnum engin stríð með því að berjast, við vinnum með því að leggja góðum málefnum lið. Ég tel að okkur væri afar hollt að hugsa á þennan veg nú þegar erfiðleikar steðja að hjá okkur og vandi heimilanna er svo stór sem raun ber vitni. Það geturverið erfitt að hugsa jákvættá stundum þar sem allt virðist svart og kannski engar sýnilegar lausnir framundan. Égskil það vel og skil líka vel þegarég ogfleiri, sem erum alltaf að biðja um bjartsýni ogjákvæðni, förum óstjórnlega í taugarnar á fólki. Það er ofur eðlilegt. En við verðum líka að muna að við megum vera reið og höfum fullt leyfi til að blása. Það er hollt að gera það, engum er holltað byrgja reiðina inni. Þegar svo við erum búin að öskra dálítið og jafnvel berja púða sem er ef til vill staðgengill einhvers, þá getum við yfirleitt sest niður og farið að lyfta sýn okkar á lífið örlítið upp. Við emm sterk þjóð. Við sem erum heilórigð og hraust getum sannarlega glaðst og spýtt í lófana, en það þýðir kannski ekki að það sem við þurfum að gera sé alltaf sanngjant. Við þurfum alltaf að eiga drauma, gera allt sem við getum til þess að draumar okkar og markmið rætist og hjálpa öðrum til þess að ná sínum markmiðum. Þarna er einn punktur. Við segjum og heyrum daglega setningu eins ogÉg hef ekki efni á að gera þetta núna, get ekki keypt nýjan kuldagalla á börnin, Það er ekki eins og peningamirvaxi á trjánum”. Þetta er sannarlega satt. En ef við hugsum málið aðeins þá getum við eftil vill hjálpastenn meira að en við höfum gert. Þó að við getum ekki borgað reikninga fyrirvini og kunningja þá eigum við kannski föt eða hluti sem þá vantar og við erum alls ekki að nota. Það er ekki alltaf lausnin að “kaupa kaupa kaupa”. Stundum bíða hlutirnir eftir okkur ef við gefum okkurtíma til að skima eftir þeim. Ég tel að okkur sé hollt að muna þetta einmitt nú og áfram þegarjólin nálgast og okkar venjulega kaupæði byrjar. Það ersvo margttil, sem við eigum hvert fyrir annað. Munum það. Svo er líka það sem mestu máli skiptir, að eiga alltaf kærleik í hjarta fyrir sjálfa sig og aðra. Haukur, stórvinur minn, á Röðli er nú að lifa sína aðra kreppu á íslandi, þó að hann sé einungis áttatíu ára. Hann segir: “Þessi kreppa er miklu verri en hin fyrri. Þegar ég var barn kunnum við ekki annað en að taka þvíað ekkert var til. En núna kann það enginn ". Þetta er örugglega rétt. Við þurfum að venjast því að lífið er ekki eins og það var meðan uppgangurvar sem mestur hér. Við verðum að gera það og þannig munum við komast áfram. Við verðum að hugsa á hagnýtari nótum. Það sem er liðið er liðið. Við eigum að hjálpast að, það erforsenda allrar framtíðar í mínum augum. Við erum sterk hvert og eitt en saman erum við ósigrandi eins og fslendingar hafa alltaf verið. Sá sem ég skora á að koma með næsta pistil erJóhanna Helga Halldórsdóttir og býr á Brandsstöðum. HHHHHH Framhaldssagan: Önnur saga Aóalsmannsvatns-aftakan HLUTI ...Skyndilega bráði af söghetju okkar, Mána Steinríðarsyni. Nú tek ég mér tak hugsaði hann með sér. Máni var nefnilega harður í horn að taka, bara ef helvítis ímyndunarveikin skyti ekki svona upp kollinum öðru hvoru. Morðinginn hefur örugglega falið sig inni í Moshólagilinu og bílinn bak við hæðardragið þar suður af, hélt Máni áfram að hugsa. Hann stökk upp í Saabinn, ræsti bílvélina og gafbensínið í botn, nú kom framhjóladrifið sér vel í beygjunum. Aðeins neðar á dalnum náði Máni að aka út af veginum og inn á reiðgötur Kjalvegarins gamla og niður fyrir melkoll svo bíllinn sást ekki frá vegslóðanum. í sömu mund og jóreykurinn eftir Saabinn hafði setst, geystist japanski lögreglu jepplingurinn fram hjá og brunaði inn dalinn í rykmekki og loftköstum með þúngvopnaðar ísbjarnarskyttur í affursætinu. Mánibakkaðisnarlegaupp á veginn aftur og ók síðan á ofsahraða niður dalinn. Nú mun löggan keyra fram hjá Moshólagilinu og kannski fram á heiðar. Morðinginn kemur þá á eftir mér, hann vill enga lausa enda, flaug um huga Mána. Þegar hann ók yfir brúna á Mælistikuánni sá hann hvar bifreið kom á kappaksturshraða ofan dalinn. Þarna er óbermið, nú verður ekkert gefið eftir, enginn afsláttur. Á tveimur hjólum tók hann vinstri beygju við brúna og brunaði eftir veginum um Ofanbyggð á 130 km hraða. Við hrörlegt hestagerði nauðhemlaði Máni, snaraðist út og með einu heljartaki dró hann stóra gaddavírsflækju upp á veginn. Máni var í ham, þessi fyrrum körfúboltakappi sem gert hafði garðinn frægan um allan heim með liði sínu Moldvörpunum, reif niður nýlegt 300 kg járnhlið úr gerðinu og reisti upp við vegatálmann. Að þessu verki loknu snaraði hann sér inn í Saabinn, nú kom sér vel að hafa áhuga á formúlunni. Búaliðið í Svanahlíð var úti á túni að garða er það sá grænan Saab aka hjá á ólöglegum hraða niður eftir í áttina að Laufási. Það er naumast að manninum liggur á sagði Sólfús með fallegri tenórröddu. Nú gabba ég djöfúl og ek fram í Lýtingsstaðahrepp í stað þess að flýja niður í Varmahlíð eins og heigull. í örvæntingu krabblaði Máni fram hinn farsímann sinn úr hanskahólfinu og hringdi í 112 og tilkynnti óðamála að hann væri á leið fram í Lýtingsstaðahrepp með brjálaðan morðingja á hælunum... rafhlaðan tóm. Við vegarbrún rétt við Systrahól, hafði áð hópur góðglaðra Lýtinga á reiðtúr. Þegar Máni leit upp af dauðum skjánum, fyliti út f framrúðuna hestamaður á miðjum veginum með hnakk í annari hendinni og landaflösku í hinni. Máni rykkti í stýrið, Saabinn þversum með það sama, þeyttist út af og straukst við girðinguna neðan við með ægilegu ískri og neistaflugi. En lánið var í för með Mána, framendinn snéri ennþá í rétta átt og einhvern veginn komst bíllinn upp á veginn, á hjólunum. Rétt sunnan við heimreiðina að Súrafelli leit Máni óvart í spegilinn sem sagði honum að eftir Laufásnum kæmi pallbifreið á miklum hraða með eitthvað í eftirdragi, honum fannst óðum draga saman með þeim. Þarna náði ofsahræðsla endanlega tökum á hrjáðum heila Mána sem áttaði sig þó á því að ekki dugðu nú nein vettlingatök ef hann ætlaði að bjarga lífi sínu. í gegnum hugann runnu á örskotsstundu nokkur hamingjurík æviskeið m.a. þegar hann spilaði með liði sínu á alheimsmóti í Sómalíu 1994. Máni og Saabinn komu á miklum hraða að bænum Gufureykjum þegar hann kom auga á afleggjara sem sveigði austur af aðalveginum og f átt að Gullá. Hliðið þaut framhjá. Máni nauðhemlaði, spólaði til baka og bíllinn kastaðist kanta á milli. Loksins kom hann að hliðinu, setti bensíngjöfma í botn og í gegnum hliðið fór blessað sænska tryggðatröllið og inn á moldartroðninga i gömlum árfarvegi. Út um hliðargluggann brá fyrir stórri pallbifreið með helminginn af girðingum alls Lýtingsstaðahrepps í eftirdragi. Máni Steinríðarson keyrði Saabinn áfram sem óður væri Allt í einu var hann í miðjum vatnsúða. Bíllinn þeyttist fram af fossbrúninni í kollhnís ofan í dýpsta hylinn svo gusurnar gengu alla leið upp á kappreiðabrautir Bakkusarmela. Neðan úr hylnum, með lágmarks meðvitund og laus úr flakinu, sá Máni í gegnum vatnsskorpuna glitta f stóra svarta pallbifreið á klettabrúninni og illúðlegan mann við hliðina sem hélt á einhverju sem líktist byssu. Þúngur árstraumurinn hreif Mána Steinríðarson með sér til sjávar. Ágúst Guðmundsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.