Feykir


Feykir - 22.10.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 22.10.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 39/2009 Hvammstangi Fegrunarfélagið endurvakið Trjáræktin er mikil prýði við Heilbrigðisstofnuna á Hvammstanga. Mynd: Erla B Kristinsdóttir Boðað var til kynningar- fundar í gær hjá Fegrunar- félagi Hvammstanga í félags-miðstöðinni Orion og blásið iffi f félagið að nýju. Það var Erla Björg Kristinsdóttir sem hafði frumkvæði að því að endurvekja Fegrunarfélagið en það var stofnað árið 1957 og byggði upp sjúkrahús- garðinn á Hvammstanga í sjálfboðavinnu sem mikil prýði er af. -Ég hef verið að hugsa um þetta s.l. tvö ár og lét verða af því núna, segi Erla. -Ég er sjálf í skipulags-og umhverfisrráði sveitarfélags- ins en mér finnst vanta að fólk almennt fái tækifæri til að hittast og ræða þau mál. Erla er með margar hugmyndir að verkefnum á Hvammstanga en segir að félagið muni fara rólega af stað og veturinn verði notaður til að skipuleggja næstu skref félagsins m.a. að skipa stjórn. Alls eru skráðir tuttugu og tveir í félagið sem væntanlega bíða spenntir eftir komandi sumri. Skagafjörður Góð stund hjá Tómstundahópnum Fjölmenni var á opnu húsi.. Það var góð mæting á Opið hús hjá Tómstundahópi Rauða krossins á sunnudaginn var, tilefnið var 5 ára afmæli hópsins. Þar var kaffihlaðborð og ýmislegt smálegt til sölu, allur ágóði af sölu dagsins rann til styrktar hópnum í leik og starfi. Tómstundahópur Rauða krossins vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu og styrktu þá um leið. Takk fyrir okkur. Myndirnar tók Kristín Ármannsdóttir. Skagaströnd Hofóaskóli 70 ára Höfðaskóli á Skagaströnd varð sjötíu ára á laugardaginn 17. október. Árið 1939 var komið á fót „fastaskóla” á Skagaströnd. Fyrsta skólaárið, 1939-1940, var kennt frá 17. október til 10. maí, alls 135 daga. Nemendur voru þá samtals 46 í 2 bekkjardeildum. Einn kennari starfaði við skólann, Páll Jónsson, og var hann jafnframt skólastjóri. í tilefhi af afmælinu verður sett ýmis konar efni inn á kapalkerfið um skólann sem núverandi nemendur hafa unnið. Einnig hafa nemendur tekið saman margvíslegt efni um Höfðaskóla og sett á vef hans. Ætlunin er að efna til samkeppi um skólasöng og merki skólans. Nánari upplýsingar verður að finna á vef skólans. Sauðárkrókur_______ Víðimels- bræður með snjómokstur áKrók Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar hefur ákveðið að ganga að tilboði Vfðmelsbræðra er varðar snjómokstur og hálkueyðingu á Sauðárkróki. Tilboð bárust frá Steypustöð Skagafjarðar, Vinnuvélum Símonar Skarphéðinssonar og Víðimelsbræðrum. Eftir að hafa borið saman tækjalista og til- boðsupphæðir fyrirtækj- anna var samþykkt að ganga til samninga við Víðimelsbræður á grund- velli tilboðs þeirra sem var hagstæðast Hvernig væri að kíkja ó Feykir.is Hafðu samband - Siminn er 455 7176 AÐSEND GREIN Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar Málið varðar okkur öll Árlega er efnt til svokallaðrar vímuvarnaviku með það að markmiói að vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum sem snúa að börnum og unglingum. Verkefnið ber yfirskriftina Vika 43 og stendur að þessu sinni yfir dagana frá 18. október til 24. október. Vel upplýstir foreldrar eru góð forvörn og mikilvægt er að foreldrar eigi gott samstarf um vímuvarnir sín í milli og við skólann. Nú hafa verið stofnuð foreldrafélög við framhaldsskólana og þar starfa foreldraráð samkvæmt nýjum menntalögum. Forvarnarfúll- trúar og náms- og starfsráð- gjafar í framhaldsskólum eru lykilfólk í samstarfi heimila og skóla um aldurshópinn 16-18 ára. Foreldrar kannabisneyt- enda hafa lýst þeirri reynslu sinni að hafa grandalausir sofnað á verðinum og ekki þekkt þau einkenni sem koma fram við upphaf kannabis- neyslu hjá ungu fólki. Hvernig byrgjum við brunninn? Það er brýnt að efla fræðslu til foreldra um einkenni neyslunnar, umfang og afleiðingar sérstaklega í ljósi þess að kannabisneysla ungs fólks hefur aukist. Talað er um að neytendum kannabisefna sem leita sér meðferðar hafi fjölgað um helming síðustu ár á íslandi. Sjónum manna er nú í Viku 43 beint að kannabisneyslu ungs fólks og foreldrar hvattir til að vera vel á verði gagnvart þeim vágesti sem fíkniefni eru. Unga fólkið þarf stuðning sinna nánustu og foreldrum er mikið í mun að styrkja sjálfsmynd barna sinna og undirbúa þau sem best til að takast á við þau áreiti sem beinast að þeim. Komið hefur fram í íslenskum rannsóknum að eftirlit for- eldra, stuðningur þeirra, og tengsl og foreldra við aðra foreldra og vini barna þeirra dregur úr líkum á vímu- efnaneyslu. Foreldrasamstarf í skólum er því liður í forvörnum. í raun eru allar vikur ársins vímuvarnavikur í þeim skiln- ingi að forvarnir eru ekki afmarkað, tímabundið verk- efni. Forvarnir eru miklu heldur samfeUt og víðtækt viðfangsefni, sem varðar allt samfélagið, rétt eins og uppeldi og velferð barna. Heimil og skóli - landssamtök foreldra miða alla starfsemi sína við að styðja foreldra í uppeldis- hlutverkinu. Foreldrar kynnið ykkur málið og láti það til ykkar taka. Sjá nánar: heimiliogskoli.is og naumattum.is Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili ogskóla landssamtökum foreldra Frá árinu 2004 hafa Heimili og skóli - landssamtökforeldra tekið þátt í Samstarfsráði umforvarnir, SAMFO Svínaflensa Forgangshópar bólu- settir frá 2. nóvember Samkvæmt tilkynningu frá Landlækni verður byrjað að bólusetja sjúklinga í tilgreindum forgangshópum og þungaðar konur á heilsugæslustöðvum um land altt mánudaginn 2. nóvember. Eru sjúklingar í þessum hópum beðnir að hafa samband við heUsugæslu næst lögheim- Uum sínum ífá og með fimmtudegi 22. október. Gert er ráð fyrir að það taki aUt að fjórar vikur að bólusetja nefnda hópa fólks en í framhaldinu verður almenningi boðin bólusetning og verður hún auglýst sérstaklega í nóvember.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.