Feykir


Feykir - 22.10.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 22.10.2009, Blaðsíða 5
39/2009 Feykir 5 íþróttafréttir Sunddeild Tindastóls Vetrarfríið nýtt til strangra æfinga MITT LIÐ Veróur múslimaklerkur einhvern tímann páfi? Það hefur verið mikill kraftur f sunddeild Tindastóls undanfarið en iðkendur æfa þar undir leiðsögn Lindu Bjarkar Ólafsdóttur þjálfara. Vetrarfríið var notað Sigurður Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari m.fl. og 2.fl. karla í knattspymu hjá Tindastóli. Sigurður eða Siggi Donna eins og hann er kallaður er í hópi reynslumestu þjálfara landsins er ferill hans með m.fl. og 2. fl. nær yfir 22 ár. Sigurður sem er með UEFA b þjálfararéttindi hefur þjálfað í öllum deildum hér á landi. til strangra æfinga og fóru krakkamir í Hafnarfjörðinn þar sem æft var tvisvar á dag undir handleiðslu frábærra þjálfara SH-inga, þeirra Klaus Juergen Ohk og Mladen Tepacevic. Sigurður er ekki ókunnur á Króknum en hann þjálfaði lið Tindastóls á árunum 1999 - 2001 Sem leikmaður varð hann margsinnis Islandsmeistari og bikarmeistari en hann lék lengstum með liði ÍA og á 120 leiki í efstu deild og skoraði þar ein 20 mörk. Hann lék einnig 13 A landsleiki fyrir Islands hönd. Karfan Tapí fyrstu leikjum Kanalausir Tindastóls- menn í körfubolta máttu þola ósigra sl. helgi. Fyrst heima gegn Grindavfk og sfðan úti gegn Njarðvík. TINDASTÓLL 64 GRINDAVÍK 95 Tindastóll spilaði við Grinda- vik í Síkinu á föstudagskvöld og var þetta fyrsti leikur liðanna í Iceland Express deildinni. Það var vitað að það yrði við ramman reip að draga hjá heimamönnum gegn Grindvíkingum sem margir telja vera sterkasta liðið nú við upphaf móts. Leikar fóru þannig að gestirnir sigruðu með 31 stigs mun, 64-95, en kanalausir Stólar þurfa ekki að skammast sín fyrir frammistöðuna. StigahæsturíliðiTindastóIs var Svavar Birgisson með 20 stig en næstur honum kom Michael Giovacchini með 16 stig en kappinn tók 11 fráköst í leiknum. NJARÐVÍK 108 TINDASTÓLL 81 Lið Tindastóls lék annan leik sinn í Iceland Express deildinni á sunnudag en þá héldupiltarnir í Ljónagryfjuna í Njarðvík og reyndust því miður næsta auðveld bráð fyrir banhungruð ljónin úr Njarðvíkum. Heimamenn náðu góðri forystu strax í fyrsta leikhluta og var sigur þeirra aldrei í hættu. Lokatölur 108-81. Stigahæstur í liði Tinda- stóls var Svavar Birgisson en hann gerði 19 stig en næstur honum kom Friðrik Hreinsa. Tindastóll mun mæta KR í Síkinu á föstudagskvöld. Nafn: Kristmar „THE KING“ Björnsson Heimili: “Heimilislaus" en gisti á Sjávarborg. Starf: Stjórnarformaður Exista og málari hjá Dodda málara í hlutastarfi. Hvert er uppáhaldsliðið þitt f enska boltanum og af hverju? Það er bara eitt lið í deildinni að mínu viti og það er Liverpool. Þeir voru nánast einráðir í enska boltanum þegar ég var að alast uþþ en það hefur aðeins breyst í seinni tíð. En sem sannur aðdáandi vonar maður að tímarnir fari að breytast. Hefur þú einhvern tímann lent f deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Ekkert að ráði, en þeir sem horfa á boltann hjá Dodda eru alltaf eitthvað að kvabba um sín lið, ég tel það eingöngu sína þeirra fáfræði á enska boltanum. Svo á Doddi mynd af mér í Arsenaltreyju sem var tekinn í einhverri ferðinni þangað en það var bara til að komast inná pöbbinn og til að verða ekki barinn (hef reynt að nálgast myndina til að brenna hana en hann hleypir mér ekki að henni). Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Það er Kenny Dalglish án nokkurs vafa. Hann lék alltaf í treyju nr. 7 og var yfirburðaleikmaður á sínum tíma og það er sama hvern þú spyrð að því, þeir hljóta að vera sammála. Torres er svo að koma sterkur inn en á samt eitthvað í land ennþá. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Já ég fór á Anfield í fyrra og taldi mig vera öruggan að fara á heimaleik gegn Stoke City en leikurinn endaði 0-0 þar sem mfnir áttu 37 skot á markið, 29 horn, björguðu þrisvar á línu fyrir Stoke ogvoru 113% með boltann en inn vildi tuðran ekki. Þetta var samt þrusugaman. Áttu einhvern hiut sem tengist liðinu? Einhverjar treyjur, bolla og trefla annars verið lélegur við þá iðju. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp ístuðningi við liðið? Allt Púllarar. Konan og dóttirin fylgjast með en sonurinn er hardcore. Reyndar kom hann heim einn daginn ogsagðist halda með Manure undan hópþrýstingi. En fimm dögum seinna var hann orðinn svo svangur og orðinn kaldur á að sofa úti allan þennan tíma að hann tók sönsum eftir allt saman. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Ferðu með kaffi til Brasilíu eða verður múslimaklerkur einhvern tíma páfi? Neibb ekki séns. Uppáhalds málsháttur? Bill Shankly sagði „Sumt fólk heldur að fótbolti sé spurning um líf eða dauða. Ég get sagt ykkur að hann er miklu, miklu meira en það.“ Spurning til þín frá Marteini Jónssyni - Heldur þú að kaupin á Owen séu kaup tímabilsins? Svar... Owen gatvalið á milli Hull, Newcastle og Manure sem sýnir þá stöðu sem hann er kominn í. Hann er útbrunnin og mun falla eins og flís við rassinn á Ferguson og falla í gleymsku. Menn fara ekki á milli þessara klúbba. Hvern viltu sjá svara þessum spurningum? Hans Vilberg Guðmundsson á Blönduósi. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Hvað finnst þér um að C. Ronaldo sé farinn frá Man. Utd? Unglingaflokkur Tindastóls í körfuknattleik Öruggur 22 stiga sigur Strákamir í unglingaflokki Tindastóls í körfuboita léku sinn annan heimaleik í deildinni á laugardag. Mótherjarir voru Sunn- lendingarnir í Laugdælum. Stólarnir sigruðu leikinn 77 - 55. Stigahæstur Stóla var Halldór Halldórsson, eða Halli Dóra, með 21 stig Stigaskor Tindastóls: Halli 21, Sigmar 13, Hreinsi 9, Loftur 8, Tobbi 8, Hákon 6, Tryggvi 3, Pálmi 3, Reynald 2, Siggi 2, Einar Bjarni 2, Tindastóll er með 2 stig eftir íjóra leiki, en næsti leikur er heimaleikur gegn Val þann 7. nóvember. Halli Dóra lór á kostum og setti 21 stig. Nýr þjálfari hjá knattspymuliði Tindastóls Sigurður Halldórsson þjalfar Tindastól Siggi Donna og Sveinn Guðmundsson á góðri stundu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.