Feykir


Feykir - 22.10.2009, Blaðsíða 12

Feykir - 22.10.2009, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot? Hafðu samband! feykir@feykh.is og sími 455 7176 / 898 2597 / 861 9842 Dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra 22. október. 2009 :: 39. tölublað :: 29. árgangur Söngdíva 30 ára GuOrún Ásmundsdóttir, leikkona og leikstjóri og maðurinn hennar Birgir Matthiasson. Guðrún ergóð vinkona Alexöndru, hefur leikstýrt tveimur óperum fyrir Óperu Skagafjarðar - La Traviata og Rigoletto auk þess sem hún leikstýrði og var sögumaður i sýningunni um Sigvalda Kaldalóns. Söngur, gleði og úkraínskir réttir Alexandra Chernyshova, óperusöngkona, varð 30 ára sl, sunnudag en tímamótunum fagnaði hún ásamt eiginmanni og vinum á Hótel Mælifelli sl. laugardagskvöld. Meðal gesta var Eugenia Chernyshova, móðir Alexöndru, sem kom sérstaklega til landsins til að fagna afmælinu með henni. í veislunni var boðið upp á úkraínska rétti í bland við hefðbundinn partý pinnamat. Samstarfsfólk og nemendur Alexöndru fjölmenntu í afmælið og eins og í öllum góðum afmælisveislum þá tóku gestir lagið og komu þar ýmsir tónlistarmenn við sögu, m.a. Elínborg Sigurgeirsdóttir skólastjóri tónlistarskólans á Hvammstanga, Þórhallur Barðason söngvari frá Blönduós og óperukórinn. Jón Hilmarsson, eiginmaður Alexöndru, tók saman myndband um afmælisbarnið, hægt er að sjá það á youtube - http://www. youtube.com/alexandrachernyshova Jón Þór Antonsson danskennari og eiginmaður Guðlaugar, systur Jóns, tók gesti í danskennslu, kenndi bæði þeim polka og línudans. Myndirnar sendi Jón Hilmarsson að beiðni Feykis. Félagar úr Óperu Skagafjarðar tóku lagið og færðu Alexöndru góðar kveðjur og þakklæti fyrir metnðarfull og skemmtileg verkefni undanfarin ár. Frá vinstri: Jón Hilmarsson, Guðlaug Jóna systirhans, Jóna Elísabet móðirJóns, Alexandra, HilmarfaðirJóns og Eugenia, móðir Alexöndru. Alexandra blæs á kertin á afmælistertunni. r SKACF/RSKIR 22. og23. október Bœnda taagor

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.