Feykir


Feykir - 29.10.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 29.10.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 40/2009 Skagaljörður Sjóvá sagt upp fyrirvaralaust Að sögn Jóns Birgis Guð- mundssonar, forstöðumanns útibúaumboða Sjóvá, eru menn þar á bæ ósáttir við hin fyrirvaralausu slit Afls Sparisjóðs á samstarfi sparisjóðsins og Sjóvá en eins og Feykir hefur greint frá hefur sparisjóðurinn slitið samstarfi við Sjóvá og tekið upp samstarf við VÍS. Aðspurður segir Jón Birgir að Sjóvá sé ekki á leiðinni að loka skrifstofu sinni á Sauðárkróki sem sinnir viðskiptavinum félagsins í Skagafirði. Þvert á móti hyggist félagið auglýsa eftir umboðs- manni og blása til sóknar. -Nú þegar Sparisjóðurinn er fluttur höfum við ákveðið að vinna að endurbótum að húsnæðinu sem getur kostað einhver óþægindi en það verður opið hjá okkur og viðskiptavinir Stjórn Stéttarfélagsins Samstöðu sendi frá sér ályktun frá fundi þeirra í gær en þar er mótmælt þeirri skerðingu á fjárveitingu til Heilbrigðis- stofnunarinnar á Blönduósi sem eru í fjárlögum v/2010. Ályktun frá stjórn mánu- daginn 26. október: Stéttar- félagið Samstaða mótmælir þeirri miklu skerðingu á fjárveitingu til Heilbrigðis- stofnunarinnar á Blönduósi sem eru í fjárlögum v/2010. Þetta er mikið meiri skerðing en sambærilegar stofnanir verða fyrir talað er um 5% skerðingu í heilbrigðisþjónustu en HSB er gert að skera niður á annan tug prósenta.Ef þessi niðurskurður kemur til fram- Svo virðist sem nú sé lokið fiskeldi f Rjótum. Á árunum uppúr 1980 voru reistar tvær eidisstöðvar í sveitinni. Önnur var á Reykjarhóli á Bökkum en hin á Lambanes- Reykjum. Á báðum þessum stöðum var jarðhiti sem var undirstaða þess að ráðist var í fiskeldið. í sumar var rekstri hætt á Reykjarhólsstöðinni og það sem eftir var af fiski flutt burtu en Hólalax hf. hafði haft hana á leigu síðustu ár. Áður var hún Sjóvá í Skagafirði geta haft samband við Karl Jónsson í síma 844 2461 eða í útibúið á Akureyri í síma 440-2370 á meðan þetta ástand varir, segir Jón Birgir að lokum. kvæmda, verður höggið stórt og stofnunin verður veik á eftir, þjónusta skerðist og margir missa vinnu. Stéttar- félagið Samstaða minnir á að í stöðugleikasáttmálanum sem ríkisstjórn íslands er aðili að segir, að mikilvægt sé að verja undirstöður velferðarkerfisins og verja störfjafnt á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera. Með þessum mikla og ósanngjarna niðurskurði eru þessi markmið stöðugleika- sáttmálans þverbrotin og það ekki ásættanlegt. Þá er það krafa félagsins að umfang skattahækkana verði ekki meira en kveðið er á um í Stöðugleikasáttmálanum og að umsamin hækkun persónu- afsláttar komi til framkvæmda. um árabil rekin undir nafninu Fljótalax. Eins og áður hefur komið fram skemmdist stöðin á Lambanes-Reykjum verulega í eldi í vor og sá fiskur sem í stöðinni var drapst. Fyrst í stað voru vonir um að eigandi stöðvarinnar byggði hana upp á ný. Nú er ljóst að svo verður ekki og er nú byrjað að rífa stöðina en hún hefúr staðið opin eftir brunann í vor. Bendir því flest til að fiskeldi í Fljótum heiri nú fortíðinni til. ÖÞ. Breiðbólstaðar- prestakall Fjórir um- sækjendur Fjórir umsækjendur eru um embætti sóknar- prests í Breiðabólstaðar- prestakalli, Húnavatns- prófastsdæmi. Umsóknarfrestur rann út þann 22. október sl. Embættið veitist frá 1. nóvember 2009. Umsækjendur eru: Séra Arna Ýrr Sigurðar- dóttir, séra Hildur Inga Rúnarsdóttir, séra Magnús Magnússon og séra Þorgeir Arason Biskup Islands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefnd- ar. Valnefnd skipa níu fulltrúar úr prestakallinu ásamt prófasti Húnavatns- prófastsdæmis. Skagaströnd Hinn kaldi klaki, íslandið, sjósettur í köldu Norður-Atlants- hafinu marar hvftur klakinn. ísland er réttnefni, bundið í viðjar frosts, ekki vottar fyrir funa Svona hefst frétt á Skagaströnd.is um sjó- setningu íslandsins fyrr í vikunni er brasilíska lista- konan Renata Pavdovan stóð fyrir. Báran blá er hins vegar ekki svo ýkja köld er hún gælir blíðlega við bláan ísinn. Atlotin eru banvæn og auðvitað missir hann smám saman tök sín á sjálfúm sér og umhverfinu. Landið lætur strax á sjá og allir vita sem vilja að innan skamms muni hafið umbreyta því og allt verður sem fyrr. KaltNorður- Atlantshafið heldur áfram iðju sinni, hin óútreiknanlega bláa bára líður áffam sem örlagavaldur lands og íss. Klakinn hverfúr. Leiðari Við höfum nóg pláss Fyrir 10 árum varð ég þess heiðurs aðnjótandi aðfá að eyða svo til heilum degi ájörð Flosa Ólafssonar og Lilju eiginkonu hans. Ég var ákaflega spenntþegar égfór í þetta verkefniþví ég hafðifrá bamsaldri verið einlægur aðdáandi Flosa. Það er skemmstfi’á því að segja að frá þessum degifyririo árum hefur aðdáun mín á manninum bara aukist. Fllýjan, húmorinn og einstakt lífsviðhorfFlosa var eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Áður en viðtal gat hafist horfði hann á mig smá stund og kallaði síðan til konu sinnar. -Lilja, hún þarf að fá að borða þessi, og síðan hló hann og kippti mér inn í eldhús. Þar smurði hann ofan í mig brauð og hellti rjóma í kaffið. -Þú ert alltofmögur góða, sagði hann og hló. Samhliða viðtalinu fórum við að spjalla og ég var ekki síður í viðtali við Flosa en hann við mig. Hann komst að áhuga mínum á hestum og eftirþað var ekki um neitt annað að ræða en við myndum fara í góðan reiðtúr áður en haldið yrði aftur i borgina. Flosi vissi sem var að það er hægt að taka stúlkuna úr sveitinni en þú tekur ekki sveitina úr stúlkunni. Það er skemmstfrá því að segja að reiðtúr með þeim hjónum er einn sá skemmtilegasti sem ég heffarið í. Að degi loknum bauð Flosi mig velkonma í sveitina hvenær sem ég þyrfti að komast úr borginni. -Komdu bara meðJjölskylduna vinan. Við höfum nóg pláss. Síðan kvaddi hann mig með kossi. Aldreifór ég aftur til Flosa en mér hefur oft verið hugsað til lífsviðhorfs hans. Viðhorfs sem kom svo berlega í Ijós í nýlegu viðtali sem birt var í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Flosi vildi ekki velta sér upp úr krepputali og öðrum leiðindum. Flosi lifðifyrir gleðina, vináttuna og aldrei hefég séð ástfangnari hjón en Flosa og Lilju. Föllnum höfðingja óska ég góðrarferðar á nýjar slóðir og í hjarta mínu er ég þakklátfyrir að hafa, þó aðeins hafi um dagpart verið að ræðajengið að kynnast hinum mikla Ijúfling sem Flosi Ólafsson var. Við hin ættum kannski að taka lífsviðhorfhans okkur til fyrirmyndar og reyna á hveijum degi að koma auga á hina spauglegu hliði lífsins. Guðný Jóhannesdóttir ritsljóri Feykis Óhád fréttablað á Noröurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is ® 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprentis ® 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Samstaða ályktar_________ Markmið stöðugleika- sáttmála þverbrotin Fljót Endalok fiskeldis Nú er veriö aö rila eldisstööina sem áöur tilheyröi Máka og Miklalaxi. mynd ÖÞ:

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.