Feykir


Feykir - 29.10.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 29.10.2009, Blaðsíða 4
4 Feyklr 40/2009 Sauðárkrókur Fjölmenni á borgarafundi Halldór dómari og Áskell Heiðar ánægðir með fundinn. -Ég er mjög ánægður með mætinguna og stemninguna á fundinum. Það var gott að fá framsögur frá forsvarsmönnum stofnana og sjónarmið íbúa og þá var líka ffnt að þingmenn okkar mættu á svæðið og fengu skilaboðin frá fundinum milliliðalaust. -Það styrkir líka þennan fund að hann skildi verða skipulagður af þeim stjórn- málaflokkum sem eiga þingmenn og sveitarstjórnar- menn hjá okkur, það undirstrikar það að samstaða á svæðinu skiptir öllu máli, segir Áskell Heiðar Ásgeirsson fundarstjóri og einn skipu- leggjanda borgarafundarins sem haldinn var á Sauðárkróki í gær. í lok fundar var sam- þykkt eftirfarandi ályktun: Ályktun borgarafundar vegna fyrirhugaðra skerðinga á fjárframlögum til opinberra stofnana í Skagafirði. Borgarafundur, haldinn á Sauðárkróki 27. október 2009, mótmælir harðlega fyrirhug- uðum skerðingum á íjár- framlögum til opinberra stofnana í Skagafirði og þeirri fækkun starfa sem af þeim munu leiða, án þess að sýnt sé að af þeim hljótist raunveru- legur sparnaður. Er þar sérstaklega átt við boðaðar, en lítt útfærðar, kerfisbreytingar er m.a. varða Sýslumannsembætti og lög- gæslu á Sauðárkróki og Héraðsdóm Norðurlands vestra, auk harkalegra niður- skurðartillagna er varða Heil- brigðisstofnunina á Sauðár- króki og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Verði áðurnefnd starfsemi sem og önnur opinber þjón- usta s.s. menntun, skert eða lögð niður í Skagafirði grefur það undan mikilvægu þjón- ustuhlutverki svæðisins um leið og það dregur úr ijöl- breytni í atvinnulífi á svæðinu. Niðurskurður sem þessi eykur miðstýringu frá höfuð- borgarsvæðinu og viðheldur öfugþróun undanfarinna ára þar sem ríkisrekstur blés út á því svæði á meðan umsvif hins opinbera í besta falli stóðu í stað út um land. Nú frekar en nokkru sinni er nauðsynlegt að nýta slagkraft landsbyggðarinnar sem er vel í stakk búin til að koma að endurreisn þeirri sem nú stendur yfir. í Skagafirði eru íjölmörg sóknarfæri m.a. á sviðiundirstöðuatvinnugreina þjóðarinnar. Þannig gæti Skagafjörður ásamt öðrum vaxtarsvæðum landsbyggðar- innar gegnt lykilhlutverki í endurreisn íslensks samfélags. Borgarafundur, haldinn á Sauðárkróki 27. október 2009 hvetur fulltrúa ríkisvaldsins til að taka höndum saman við heimaaðila og nýta sóknarfæri svæðisins í stað þess að vega að undirstöðum opinberrar þjónustu. VÍS og Sparisjóðurinn AFL taka upp samstarf VÍS flytur störf til Skagafjarðar Vátryggingafélag íslands (VÍS) og Sparisjóðurinn Afl hafa samið um að sparisjóðurinn verði umboðsaðili VÍS í Skagafirói og á Siglufirði. í kjölfarið munu starfsmenn á þjónustuskrifstofu VÍS á Sauðárkróki flytjast yflr til sparisjóðsins. í tengslum við þessa breytingu mun VÍS efla starfsemi sína í Skagafirði enn frekar með því að flytja verkefni sem nema tveimur stöðugildum til viðbótar til Sauðárkróks. Stefnt er að því að sameinuð skrifstofa VÍS og Sparisjóðsins Afls flytjist á næstu vikum í nýtt húsnæði á Sauðárkróki og hefur Kaupþing fallist á ósk sparisjóðsins um að yfirtaka leigusamning útibús Kaupþings í Skagfirðingabúð. Kristján Björn Snorrason sem verið hefur útibústjóri Afls í Skagafirði mun taka við nýju starfi markaðsstjóra Sparisjóðsins Afls. Sigurbjörn Bogason, þjónustustjóri VÍS á Sauðárkróki mun taka við sem útibústjóri Sparisjóðsins í Skagafirði. Aðspurður segist Kristján hlakka mjög til þess að takast á við nýtt og spennandi starf í að efla og styrkja sparisjóðinn Afl sem nýtur mikilla vinsælda heima í héraði. Sparisjóðurinn Afl saman- stendur af Sparisjóði Siglu- fjarðar og Sparisjóði Skaga- fjarðar. Um leið og samningurinn við VÍS tekur gildi lýkur samstarfi sparisjóðsins við Sjóvá sem verið hefur undanfarin ár. Ólafur Jónsson sparisjóðsstjóri Afls fagnar samningnum við VÍS og telur að þau viðbótarverkefni sem VÍS færir norður á Sauðárkrók munistyrkjastarfsparisjóðsins heima í héraði, jafnframt þakkar hann Sjóvá samstarf liðinna ára. „Það er ánægjuefni fyrir okkur hjá VÍS að fá til liðs við okkur traustan samstarfsaðila sem getur tekið þátt í að efla enn frekar þjónstuna við viðskiptavini VÍS í gegn um sameiginlegar skrifstofur á þessu svæði,“segir Auður Björk Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri sölu- og þjón- ustusviðs VIS. Hvernig væri að kíkja ó Feykir.is Hafðu samband - Siminn er 455 7176 Ingólfiir Ómar Ármannsson Ástaróður Nú sit ég einn og hugsa heitt tilþín og hjarta mittþaðfylltist von og þrá þóttjjarri sértu elsku ástin mín þá er ætíð hugur minn þér hjá. Þú ert lífs míns bjarta blómarós og blíða þín ogfegurð hrífur mig. Þú ert vona minna leiðarljós því löngum kallar hjarta mitt á þig. Ég elska þig og dái yngismær í örmum þínum sæll ég uni mér og alltafertu mérsvo ósköp kær. Ó, indælt er að eiga stund með þér. í huga mér égflytþérþetta Ijóð þú veist ei hversu sárt ég sakna þín. Þér ég helga þennan ástaróð og ástameistinn skært, í augum skín. Ingólfur ÓmarÁrmannsson, okt. 09 Hvammstangi Gærurnar gefa styrk Gærurnar, Árborg Ragnarsdóttir, Gréta Jósefsdóttir, Helga Hinriksdóttir og Ása Ólafsdóttir. Gærurnar er hópur kvenna á Hvammstanga sem rekur nytjamarkað á hverju sumri. Einkunnarorð nytjamark- aðarins eru „Eins manns rusl er annars gull“. Markaðurinn er opinn hvern laugardag á sumrin. Afrakstrinum eftir sumarið er varið í góðgerðamál í héraðinu og í ár fór einn styrkurinn til Leikskólans Ásgarðs á Hvammstanga, að verðmæti 100.000 kr. til myndavéla- og leikfanga- kaupa. Hluti af Gærunum mætti í Ásgarð í síðustu viku til að afhenda styrkinn. Skagafjörður Lukka með Bændadaga Bændurnir Klara, Dríía o£ Vigfús i önnum. Mikið var um að vera á Skagfirskum Bændadögum sem haldnir voru í Skagfirð- ingabúð fyrir helgi. Fjöldi manns kom til að gera eðalkaup í allskyns matvörum en þau voru nokkur tonnin sem viðskiptavinir fóru með heim og settu í frystikystuna fyrir komandi vetur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.