Feykir


Feykir - 29.10.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 29.10.2009, Blaðsíða 9
40/2009 Feykir 9 ( ÁSKORENDAPENNINN ) Ólafur Jónsson skrifar frá Hólum Brot úr ævi athafnamanns Að gefa af sjálfum sér er yndislegt og það er yndi hvers manns að hafa nóg að gera og njóta þess að vera skapandi í daglegu starfi. Sá sem ræktar umhverfi sitt af alúð og hlúir að því sem veikburða er, uppsker yfirleitt ríkulega og fær umbun erfiðisins margiaunað. Ég hef átt því láni að fagna í lífinu að eiga samleið með frábæru og vinnusömu fólki og þá sérstaklega sem yfirmaður eða atvinnurekandi. Það er fátt meira til happs fyrir hvert og eitt fyrirtæki að starfsmenn séu framtakssamir og vinni verk sitt af ánægju og samviskusemi. Slíkt er því miður ekki algilt oggetumviðoftverið hugsi yfir öllu því fólki ergengurtil verks með hangandi hendi og skiptir þau mestu að komast í reykpásu eða halda á gemsanum á spjalli við vini eða kunningja. Ég hóf störf hér á Hólum fyrir rétt tæpum tveimur árum og hef lagt mitt að mörkum til að skapa gott vinnuumhverfi og vera virkur jafnt f starfi starfsfólks sem og litríkum hópi nemenda. Eldhúsið er meðal kjarnastaða vinnustaðar eins og Háskólans á Hólum. Þangað koma allir bæði í gleði og sorg. Þar fær fólksatt hungursitt og þyrstir fá svalað þorsta sínum í víðum skilningi. Hólastaður er undurfagurt svæði fyrir þá sem þekkja og yfir honum býr kyngimagnaður kraftur sem fæstir skilja. Það eru því margir er sækja þennan stað heim og gamalt er orðatiltækið að fara „HEIM AÐ HÓLUM“. Til langs tíma hefur verið rekin þjónusta fyrir ferðamenn í margvíslegri mynd. Hafa þar margir lagt hönd á plógíað skapa þá ímynd sem Hólar hafa hjá þeim er þangað koma. Þá ímynd má ekki skekkja, heldur bæta í og auðga og skapa þá veröld sem staðurinn og umhverfið bjóða uppá og verðskulda. Á liðnum vetri var sú ákvörðun tekin að endurvekja ferðaþjónustuna á Hólastað, þar sem Ijóst þótti í niðurskurði og aðhaldi að loka þyrfti þessari starfsemi í þáverandi mynd. Það hefði orðið mjög slæmt fyrir Hólastað og ímynd hans sem eins mesta sögu- og menningarstaðar íslands. Þá var talið nauðsynlegt að fyrirtækið væri rekið af heimafólki sem hefði taugar til staðarins og hefði yfir þekkingu og fróðleik að ráða. Það var í byrjun mars erfarið varað vinna að þessari hugmynd og tekið var til við að koma okkur á framfæri við ferðaskrifstofur og aðra er að þessari atvinnugrein koma. Ég valdist sem höfuð fyrirtækisins og var mér falið að ráða til mín starfsfólk og skipuleggja starfsemi komandi sumars. Ég fékk tii liðs við mig sem byrjunarlið Þórð Inga Bjarnason, og síðar Claudiu nokkra Lobindzus, þýska dömu með afskaplega mikla þjónustulund að öðrum ólöstuðum, en bæði höfðu lokið BA prófi á ferðamálabraut Háskólans á Hólum. Þórðursá um kynningarmál og útbreiðslu fagnaðarerindisins ásamt því að vera yfir úti-og tjaldsvæði og vinnuskóla en Claudía gerðist mín hægri hönd og sá um gestamóttöku ogstarfsmannamál. Við lögðum af stað í dálítilli óvissu um framtíðina og vorum því frekar undirmönnuð til að byrja með. Leitast var til að ráða fólk af staðnum eða næsta nágrenni til að skapa því unga skólafólki störf sem annars hafði að litlu að snúa. Það er skemmst frá því að segja að sá 18 manna hópurer réðst til starfa við að þjónusta jafnt innlenda sem erlenda gesti staðarins var fágætur. Eftirtekt vakti að sjá hvað allir gengu brosmildir til starfans og létturandi ríkti meðal hópsins. Þetta er auður sem hvert fyrirtæki ætti að búa yfir. Þessi hópur lagði mikið að mörkum á hinu mjög svo annasama sumri, gilti þar engu um hvarhvervarráðinn í upphafi að verkin voru unnin þar sem þeirra var þörf. Vinnudagar voru oft langir og miklu verki var áorkað og verð ég að segja að sjaldan hef ég haft undir minni stjórn eins samvalinn hóp þótt sundurleitur væri fyrir ókunnuga. Það er ekki á mörgum vinnustöðum get ég mér til þar sem starfsfólk kveður að loknu sumarstarfi með tár á kinn og söknuði í huga og með þá brennandi spumingu ávörum: „Fæégekki vinnu aftur næsta sumar?“ Þannig má einnig lesa í gestabók sumarsins, þakkiæti og gleði yfir viðkomu og viðurgjörning bæði í skrifuðu og teiknuðu máli. Ég get því stoltur litið með ánægjutilfinningu yfir farinn veg sumarsins og einnig með þakklæti til míns elskulega hóps sem stóð mér að baki sem einn maður frá upphafi til enda. Þetta er lífið í sinni bestu mynd. Ég skora á Selmu Hjörvarsdóttur Lerkihlíð 9 Sauðárkrókl, að gefa okkurinnsýn íhennar hugarheim. Framhaldssagan • Þriója saga Ketilssaga - ástir og örlög Nú er komið að nýrriframhaldssögu hér á Feyki og eru það hinir vösku drengir úr Göngufélaginu Brynjólfi á Hvammstanga sem tekið hafa þeirri áskorun að semja ástarsögu á fjöllum. Þeir sem skrifa söguna eru: RagnarKarl Ingason, Sigurbjörn Grétar Eggertsson, Gústav Jakob Daníelsson ogÁgúst Jakobsson Það var haustið 1966. Norðurleiðarútan silaðist letilega eftir holóttum malarveginum. Þrátt fyrir að bílstjórinn gerði sitt besta til að forðast stærstu holurnar sem höfðu myndast í síðsumarsrigningunum þá dugði það ekki til, sumir voru orðnir bílveikir. Þegar rútan stoppaði við vegamótin á Skúlatanga hoppaði snaggaralegur piltur úr Reykjavík léttilega út og snaraðist inn í póstbíllinn sem átti að flytja hann til Skúlatanga, litla þorpsins sem var fimm kílómetrum ffá vegamótunum. Þetta var Ketill Ketilsson, fyrrum vinnumaður á Geirsstöðum, sem var kominn aftur í sveitina. Hann var ekki einungis kominn til að fara í göngur og réttir heldur hafði ferð hans norður einnig annan tilgang. Það urðu fagnaðarfundir á Hótel Skúlatanga þegar Ketill og Karl bóndi heilsuðust en síðan héldu þeir ferðinni áffam til Geirsstaða. Á leiðinni sagði Karl Katli hvað biði hans næsta dag. Leggja átti af stað til að smala Nesfjallið í bítið og rétta um miðjan dag. Um kvöldið átti að vera dansleikur í Hamarshlíð með „Hjalta og Borgartíóinu“ en þeir voru þekktir fyrir að vera jafnvigir á að spila gömlu dansana og nýjustu lögin með Hljómum og Bítlunum. Ketill vissi að Jóna Guðbjörns, dóttir stórbóndans í Nesi var komin í helgarleyfi frá Kvennaskólanum á Arnarósi. Þau höfðu verið nánir vinir undanfarin sumur, farið í útreiðatúra og gönguferðir á fallegum sumarkvöldum og verið samferða á dansæfmgar sem haldnar voru á Skúlatanga. í huga Ketils var Jóna sú eina sanna og nú fannst honum vera rétta tækifærið til þess að stíga næsta skref. Það hafði þó valdið Katli vonbrigðum síðasta haust þegar Jóna fór í Kvennaskólann á Arnarósi en ekki í Reykjavík. Góðir félagar hans, þeir Hávarður, Skarphéðinn og Haukur, voru daglegir gestir í skólanum þótt það væri stranglega bannað og þeirra hugur beindist að öðru en að læra hannyrðir eða matargerð. Ketill fékk hlýjar móttökur hjá heimilisfólkinu á Geirsstöðum og Sveina Kjartans húsffeyja bar fram ilmandi bakkelsi. Það urðu fjörlegar umræður við eldhúsborðið og Ketill fékk að heyra öll markverðustu tíðindin sem gerst höfðu í sveitinni. Þegar Ketill spurði frétta af Jónu sló þögn á mannskapinn. Að lokum dæsti Sveina, sló sér á lær og sagði: „Ja, hún er ekki sama stúlkan lengur, hún Jóna.“ Ketill fann hvernig hann stífnaði upp en Sveina hélt áfram: „í sumar var hún tíður gestur hjá bræðrunum á Bakka, þeim Jóni og Úskari. Enginn veit hvort hún á í nánu samneyti við þá eða vinnumennina á bænum, þá Harald Hrannars eða Brynjólf Bjarnason. Það fer nú tvennum sögum af því!„ „Nema hún sé með þeim öllum!“ sagði Karl bóndi og setti í brýrnar. „Svona segir þú ekki!“ hastaði Sveina á bónda sinn. Það fór ónotahrollur um Ketil. Hann vissi að þessir strákar voru keppinautar hans um Jónu sem var annáluð fyrir fegurð og glæsileika. Ragnar Karl Ingason

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.