Feykir


Feykir - 29.10.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 29.10.2009, Blaðsíða 11
40/2009 Feykir 11 1 lambalœri Allskonar laukar (rauðlauk, blaðlauk, hvítanlauk, perlu- Gott er að taka lærið út úr frysti ca. 5 dögum fyrir notkun og láta það þiðna í ísskáp. Síðustu tvo EFTIRÉTTUR Hitaeiningabomba 1 dósjarðarber (sleppa safanum) 1 dós perur (sleppa safanum) 3- 4 bananar 200gr. rjómasúkkulaði 4- 5 kókosbollur Brytjið banana og perur. Setjið í eldfastmótásamtjarðarberjunum. Brytjið súkkulaðið og stráið yfir. Síðan eru kókosbollurnar stappaðar og settar ofan á. Bakið í ofni við 200° þangað til kakan verður Ijósbrún. Borið ffam heitt með þeyttum rjóma eða ís. Verði ykkur að góðul ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Aóalbjörg og Ragnar kokka Lambalæri og hitaeiningabomba dagana á að taka það út, skera niður lauka sem þú vilt nota og setja í plastpoka og síðan lærið þar ofan í. Loka fyrir pokann og setja aftur í kæli, og taka hann svo út nokkru áður en þið ætlið að byija að elda það. Svo í lokin á að taka lærið úr pokanum og krydda það með því kryddi sem þér þykir gott til að fá gott bragð á skorpuna. Að þessu sinni eru það Aðalbjörg Valdimarsdóttir og Ragnar Heiðar Sigtryggsson f Bakkakoti í Refasveit sem kma með uppskriftir vikunnar. Fyrst fáum við uppskrift að Ijúffengu lambakjöti og endum málb'ðina með svaka freistandi hitaeiningabombu. Aðalbjörg og Ragnar skora á Ingunni Maríu Björnsdóttir og Sighvat Steindórsson Hlíðarbraut 9 Blönduósi að koma með næstu uppskriftir. AÐALRÉTTUR Lambalceri lauk og venjulegan lauk) Það krydd sem þér þykirgott Þroskahjálp Ánægðir íbúar við Kleifartún Ánægðir ibúar taka við iyklum og blómum. í sfðustu viku voru þjónustufbúðir f Kleifartúni á Sauðárkróki afhentar nýjum fbúum en þeir em skjólstæðingar SSNV um málefni fatlaðra. Það voru ánægðir íbúar sem tóku við lyklum að íbúðum sínum við hátíðlega athöfn 24. október sl. Eigandi húsanna er Húsbyggingar- sjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar en leigutaki er SSNV málefni fatlaðra. Sveitarfélagið gerir leigu- samning við hvern og einn íbúa sem sjálfur stendur straum af öllum kostnaði af eigin tekjum og húsaleigu- bótum en sveitarfélagið annast og veitir alla þá þjónustu sem íbúarnir eiga rétt á. Lögð er áhersla á að íbúar ráði sjálfir sínum málurn og búi við sambærileg lífskjör eins og aðrir íbúar Skaga- fjarðar. ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 509 Heilir og sælir lesendur góðir. I tveimur þáttum nú í haust hef ég spurt um höfund að vísunum; Hljóðnar raust og blikar blað, og einnig; Enn er masað yfir glasi. Hef ég nú fengið þær upplýsingar ffá einum ágætum vísnavini, sem ég þakka vel fyrir, að höfundur muni vera Rögnvaldur Rögnvaldsson sem ættaður var frá Lidu-Þverá í Miðfnði. Fluttist um fertugt til Akureyrar og átti þar heima til æviloka. Þá er til þess að taka, að góður póstur hefur nú nýverið borist til þáttarins. Er það Jón Gissurarson bóndi á Víðimýrarseli sem er svo vinsamlegur að senda mér margar góðar visur sem ég hef reyndar einhvern tímann beðið hann um að lofa mér að fá til birtingar. Hann byrjar svo fallega. Góðar senda vísur verð vini sinnis glöðum. Beríst þœr meðfyrstuferð fram að Eiríksstöðum. Um það leyti sem 400 þættir höfðu orðið til, var tekið smá spjall við undirritaðan sem birtist í Bændablaðinu. Eftir að hafa lesið blaðið orti Jón þessar ágætu hringhendur. Kappans þjála kvœða raust kyndir bál um vetur. Áhugamálið efalaust auðgar sálartetur. Þáttinn hannar höndin hlý hans það sannar iðju. Föngin kannar ávallt í annarra manna smiðju. Til vísunnar yrkir Jón. Vœngi hefur, vermirþjóð vísan skarti búna. Hún er lipur, Ijúf oggóð lífiðgleður núna. Að lokum þessi eftir Jón. Oft í nœði yrkja vil yljar kvœðavaka. Lífið glœðir Ijós ogyl lipurfœðist staka. í síðasta þætti birti ég nokkrar vísur úr ferð Iðunnar upp á Hveravelli í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Skildum við við ferðafólkið í Hreppum og þegar komið var í Hruna, rifjuðust atburðir sem mörgum eru kunnir. Jóhannes frá Asparvík orti þessa. Hér varforðum Hrunadans háður myrkraveldi. Þá var miklumfjöldafans fagnað í vítiseldi. Þáverandi klerkur staðarins sýndi kirlcj una og var Þórhildur Sveinsdóttir frá Hóli svo hrifm af honum að hún orti þessa. Ber þeim lofer brúka ei last betri er presta siður. Ei mun þessi upphefjast eða sökkva niður. Áð var við Gullfoss, sumir fengu sér hressingu en aðrir vitjuðu kamra. Kom á kreik sú frétt að einn karlinn hefði farið þar villur vegar. Orti þá Andrés Valberg. Eftir leiða og langa bið að líkna þörfumfínum. Fór á kvennaklósettið karl í öngum sínum. Stuttu síðar kom sú frétt að kona ein hefði lent á karlaklósetti. Urðu þá til fleiri klósettvísur. Magnúsi Jónssyni frá Barði fannst lítið til koma og orti þessa. Nú á karlinn engin orð yftr kvœðaflokkinn. Hér eru skáld á bœði borð og berjafótastokkinn. Þegar ekið var frá Gullfossi ringdi enn mildð. Vildi Ingþór Sigurbjörnsson ná sambandi upp og orti. Á efstalofti efþúgetur einhverfundið hjálpartól. Lokaðu fyrir lekann, Pétur, láttu heldur sktna sól. Ekki varð lyklavörður við bæn Ingþórs. Þórhildur huggaði sig við fagrar sýnir í þokunni. Augað nýtur, hugur hlcer, hjartans lýtur boðum. Fjallastrýturfœrast nœr falda hvítum voðum. Jóhannes frá Asparvík hresstist við vísuna og orti. Okkar verður leiðin Ijúf leyndu sárin gróa. Þarna erfjall með þoku kúf og þarna er lyng í móa. Þegar komið var á Bláfellsháls var numið staðar við vörðuna stóru. Var farið út í rigninguna og tíndu ferðafélagar grjót í hrúguna eins og alsiða var á þeim tíma. Að því loknu orti Adolf þessa fallegu hringhendu sem verður lokavísa þessa þáttar. Fjallahreimurfyllir sál fógnuð heima vandar. Heiðin geymir huldumál hljóðir sveima andar. Vcrið þar með sœl að sinni. Guðmumiur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduási Sími 452 7154

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.