Feykir


Feykir - 26.11.2009, Side 3

Feykir - 26.11.2009, Side 3
Ferðaþjónustan á Hólum Auglýsa eftir minjagripum tengdum Hólum Feróaþjónustan á Hólum auglýsir eftir tilboðum um nýjar vörur sem tengjast Hólum í Hjaltadal og yrðu til sölu á staðnum sem minjagripir. Minjagripurinn þarf að vera af heppilegri stærð og gerð fyrir ferðafólk til að taka með sér, en fyrst og fremst þarf hann að hafa tengingu við Hóla í sögu og/ eða samtíð. Bæði handgerðir og fjöldaframleiddir gripir koma til greina. Þeir, sem hafa áhuga eru beðnir að senda sýnishom/ ffumgerð af vörunni ásamt stuttri greinargerð um hvernig hún tengist Hólum, upplýsingar um fjölda/magn sem hægt er að framleiða og verðhugmynd, fyrir 15. janúar2010. Ferðaþjónustan á Hólum áskilur sér rétt til að taka og/eða hafna öllum tilboðum. Nánari upplýsingar veitir Claudia Lobindzus í síma 455 6333 eða á netfanginu booking@ holar.is. Nýja Kaupþing - Arion banki___ Mótmæla lokun á Hofsósi Þá Nýi Kaupþing banki, nú Arion banki, tilkynnti í sfðustu viku um fækkun útibúa á landsbyggðinni en meðal útibúa sem verður lokað er útibú bankans á Hofsósi. Byggðarráð Skagafjarðar mótmælti á fundi sínum í síðustu viku áformum þessum. í ályktun ráðsins segir; „Byggðarráð mótmælir áformum um lokun afgreiðslu bankans á Hofsósi, ekki síst í ljósi þess að engin önnur bankaafgreiðsla er á staðnum. Lýsir ráðið undrun á að gripið sé til þessara aðgerða hjá ríkisbanka stuttu áður en nýir eigendur taki við rekstri hans. Þjónusta bankans hefur haft mikla þýðingu fýrir íbúa svæðisins og bent er á að langt er í næstu bankastofnanir. Byggðarráð skorar á stjórn bankans að endurskoða þessi áform þar sem þau munu án efa leiðatil fækkunar viðskiptavina og ólíklegt að þau skOi bankanum þeim fjárhagslega ávinningi sem stefnt er að. Verði lokun afgreiðslu Nýja Kaupþings banka að veruleika skorar byggðarráð á aðrar bankastofnanir að opna afgreiðslu á staðnum og stuðla þannig að góðri þjónustu við íbúa þessa víðfeðma svæðis.“ ■** ★ * ★ JóliMÍM 5 Krístín, Iðunn og Kolbrún imyndatöku að lokinni keppni. Mynd: Norðanátt.is Húnaþing vestra Órion vann til verð- launa í Stlnum 2009 Félagsmiðstöðin Órion á Hvammstanga gerði góða ferð suður á keppnina Stflinn 2009 og gerðu sér Iftið fyrir og sigruðu í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Þær Iðunn Berta, Kolbrún Lára og Kristín Karen eru allar í 9. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra og kepptu fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Órion. Eins og áður er unnið út frá ákveðnu þema og er þema keppninnar í ár var endur- vinnsla. Feykir óskar Órion til ham- ingju með árangurinn FLOKKAr Óskum Skagfirðingum gleðilegra jóla og farsæídar á komandi ári Borgarteigur 12 550 Sauðárkrókur Sími 453 5000 flokka@flokka.is Flokka er móttökuaóili fyrir allan úrqang sem fellur tifviö rekstur heimila og fyrirtækja. Flokkun og endurvinnsla úrgangs er framtíöin! Sjá opnunartima á www.flokka.is Komum reglu á ruslið!

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.