Feykir


Feykir - 26.11.2009, Síða 15

Feykir - 26.11.2009, Síða 15
Ég lagði við hlustir. Ætluðu verurnar sem höfðu tekið mig af rótinni og voru að festa mig niður á vitlausum stað alveg rótarlaust að fara að kalla mig ræfilshríslu eins og þetta andstyggðar Montprik gerði. Ein veran talaði mikið og sagði að þetta gengi ekki. Þetta er ljótt tré sagði veran og bætti við að það verði að fá nýtt tré í staðinn. Ég var nú samt látin standa þarna aleitt í nokkra daga. Vindurinn næddi um mig þvi það voru engin önnur tré sem skýldu fyrir vetrarstormum. Nokkrum sinnum komu verur og horfðu á mig og ég heyrði þær tala um að ég væri ljótt tré. Svo komu nokkrar lidar verur. Ein þeirra sagði að líklega ætti þetta horaða tré svolítið bágt af því það eigi að henda því. -Akkuru á að henda því, sagði önnur. -Af því það er svo ljótt, sagði sú fyrri. -Nú er manni bara hent ef maður er ljótur, sagði sá þriðji. -Já, sagði einhver. Sko ef maður ætlar að vera jólatré má maður ekki vera horaður og ekki ljótur þá er manni bara hent. Svo komu stóru verurnar og tóku mig niður og ég sá að það var komið annað tré. Ég var sett til hliðar og nýtt tré reist í staðinn. Ég sá ekki betur en þetta væri Montprikið. Mér fannst niðurlæging mín algjör. Hér lá ég á hliðinni á ókunnum stað, gjörsamlega rótarlaus og það var ekki einu sinni hægt að nota mig sem jólatré. Montprikið var hins vegar skreytt með ljósum og heyrði að það var kallað jólatré. Einhver sagði að þetta væri nú meiri munurinn eða hin hríslan. Þetta var hræðilegt og ég fann hvernig öll árin sem hin trén í brekkunni kölluðu mig ræfilshríslu sátu eins og sandur í æðunum í stofninum. Mér fannst ég finna til út í hverja einustu barrnál. Ekkert gerðist í nokkra daga. Ég lá einhverstaðar og var orðið alveg klárt á því að nú væri Þessu öllu lokið ég yrði aldrei stórt og fallegt tré og ekki heldur jólatré. Úr því sem komið var fannst mér verst að fá ekki að vera jólatré. Svo birtust verurnar og hljóðið hræðileg drundi við stofninn á mér þar sem ég lá bjargarlaust. Ég fann að stofninn styttist enn meira. Ég óskaði þess að ég gæti öskrað á verurnar, öskrað og spurt hvort þær gerðu sér einverja grein fyrir hvað ég Vemrnar töluðu um jólatré. eitthvað vont í aðsigi. Ég fékk sömu tilfinningu og þegar gerði ofsarok sem sveigði okkur til svo að ræturnar voru við það að slitna. Ég skildi ekki af hverju mér leið svona því það var gott veður, ekki einusinni frost. Ég tók eftir því að verurnar voru komnar og sá að ein þeirra benti með annarri greininni í áttina til okkar. Svo kom hljóðið. Ég fann nístandi sásauka í stofninum alveg niður við rót. Ég missti allt samband við ræturnar og fann að ég féll til jarðar. Eiginlega veit ég ekki fyrir víst hvað gerðist eftir þetta því ég gat bara ekki almennilega fylgst með öllu sem gerðist. Einhver talaði um jólatré og svo voru greinarnar mínar bundnar saman og eitthvert hávaðatæki tók mig í burt. Ég rankaði við mér á ókunnum stað við að það var verið að skera greinamar lausar. Ég fann að ræturnar vantaði á mig og leist hreint ekki á blikuna. Svo var ég reist upp og fest með böndum í allar áttir svo ég dytti ekki. Nokkrar verur böksuðu við þetta og ég heyrði þær tala um að þetta væri nú meiri hríslan. Akkuru á að henda þvi?? • jf* ' * ★ JÖMMKfiB Í5 Montprikið var fallið. hefði verið lengi að stækka um þennan meter sem þær tóku af mér. En ég gat ekki öskrað. Ég gat ekkert gert annað en liggja þarna og láta þær svipta mig hæð minni. Ég var líka orðin svo dofin aföllum sársaukanum og vonbrigðunum. Ein veran sagði við mig: -Jæja, horaða tré. Þú ert nú orðið frægt í blöðunum svo það er betra að láta þig líta sæmilega út. Svo var ég reist við og sett á mig bönd þvi auðvitað vantaði ræturnar til að ég gæti staðið eitt og óstutt. Þar á eftir voru sett á mig einhver fjöldi ljósa til að gera mig fallegri í skammdegismyrkrinu. Ég sá að þetta var nýr staður sem ég var komið á. Stórt hvítt hús stóð rétt hjá mér og teygði úr sér eins og stærstu trén í skóginum, bara enn stærra. Ég kunni strax vel við þetta hús. Það horfði á mig og sagði svo mildari rödd en búast mætti við af svona stóru húsi: -Sælt litla tré og velkomið. Það er langt síðan ég hef haft fallegt jólatré hjá mér. Ég fann gleðistraum hríslast út í hverja barrnál. í dálitla stund gat ég ekkert sagt því það var eins og allt sæti fast. Það hafði enginn talað vingjarnlega við mig áður og ég vissi eiginlega ekki hvernig ég ætti að vera. Loksins gat ég stunið upp: -Sælt stóra hvíta hús. Hver ert þú? Húsið svaraði með sömu mildu röddinni og mér fannst vera broshljóð í rómnum: -Ég er kirkjan og jólin eiga heima hjá mér. Þess vegna þykir mér svo vænt um að hafa fallegt jólatré hjá mér. Daginn eftir var komið ofsarok. Ég sveiflaðist til og var eiginlega hissa á að ég skyldi ekki fjúka út í buskann af því ég var jú ekki lengur með neinar rætur. En verurnar höfðu sett á mig bönd sem héldu mér í rokinu. Loksins lægði og þá fann ég að einhverjar greinar höfðu brotnað. Þegar ég litaðist um sá ég í fjarska að þar sem Montprikið hafði staðið var nú einhver ljót hrúga af greinum og öll ljósin höfðu slokknað. Hér stóð ég „ræfilshríslan“ sem jólatré en Montprikið var var fallið. Sunnuhvoli á jólum 2007. Það er ekki auðvelt að vera jólatré. Það er ekki nóg með að það séu gerðar kröfur til að vera af ákveðinni tegund heldur verður maður líka að vera bæði stór og fallegur. Hugmyndin að sögunni er sprottin upp af þeim atburði sem birtist í frétt um að lítið og rýrt jólatré hefði ekki þótt nógu gott sem aðal jólatréð í bænum og að börnin hafi safnað undirskriftum til að bjarga því frá að vera hent. í bréfinu stóð: Jólatré, jólatré. Við vorkennum litla horaða jólatrénu og viljum ekki láta henda því. Sagan er eftir Magnús B. Jónsson, sveitarstjóra á Skagaströnd. Myndirnar em eftir Reyni B. Ragnarsson, bróðurson Magnúsar. Hann er ellefu ára, býr í Kaliforníu og fékk söguna senda sem kveðju frá íslandi á jólunum 2007. Hann þakkaði fyrir sig með myndrænni túlkun á söguefninu.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.