Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 7
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 3 Niðurskurðurinn nú er gríðarlegur og mun hafa alvarlegri afleiðingar en margir kunna að gera sér grein fyrir. Heilbrigðisþjónustan byggist fyrst og fremst á þekkingu þeirra sem þar starfa. Það að loka þjónustueiningum, þar sem byggst hefur upp sérfræðiþekking, getur leitt til þess að sú þekking tapist og fyrir bragðið færist sú þjónusta aftur um mörg ár. Þetta kann að verða veruleiki í heilsugæslunni þar sem Miðstöð mæðraverndar og Miðstöð heilsuverndar barna verða lagðar niður sem sjálfstæðar einingar. Þar hefur byggst upp öflugt starf og mikil sérþekking á snemmgreiningu og meðferð. Sá samdráttur í heilsuvernd, sem líklegt er að leiði af lokun miðstöðvanna, mun koma fram síðar og án efa leiða til kostnaðar á öðrum sviðum heilbrigðiskerfisins þegar fram líða stundir. Það er í raun útilokað annað en sá mikli niðurskurður, sem nú er fram undan í heilbrigðiskerfinu, muni leiða til lakari þjónustu og þar með lakara heilsufars þjóðarinnar. Undanfarin ár og jafnvel áratugi höfum við hagað okkur eins og rétt og skylt sé að gera allt fyrir alla. Við höfum ekki talið okkur þurfa að neita neinum um þjónustu, jafnvel dýra meðferð sem þó væri hæpið að skilaði einstaklingnum lengra lífi og hvað þá auknum lífsgæðum. Nú þegar herðir að hefði verið gott að vera búin að fara af alvöru í gegnum umræðu um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Í raun má segja að eina opinbera forgangsröðunin í heilbrigðisþjónustunni sé að lífshættulegir sjúkdómar og áverkar hafi forgang fram yfir annað. En hvað þýðir það? Það er ljóst að ef ástand efnahagsmála hér á landi er eins alvarlegt og flest bendir til eru fram komnar sparnaðarkröfur nú einungis forsmekkurinn af því sem koma skal. Því er full ástæða til þess að hvetja til yfirvegaðrar umræðu um forgangsröðun verkefna í heilbrigðisþjónustunni hið fyrsta. Sá mikli skortur, sem verið hefur á hjúkrunarfræðingum, hefur nú nær horfið eins og hendi væri veifað. Áherslur félagsins í kjarasamningum við ríkið sl. sumar, að leggja aukna áherslu á dagvinnulaun á kostnað yfirvinnulauna, skilaði sér, eins og til var ætlast, því margir hjúkrunarfræðingar bættu við sig vinnu. „Kreppan“ bætti svo um betur og nú er svo komið að víða eru allar stöður hjúkrunarfræðinga setnar. Það væri auð vitað mikið ánægju efni ef ekki kæmi til skerðingar á þjónustu á sama tíma. Margt bendir til þess að hluti braut­ skráningarnema í hjúkrunarfræði nú í vor geti ekki verið viss um störf og svo gæti farið að eitthvað yrði um uppsagnir hjúkrunarfræðinga. Það er eitthvað sem okkar stétt hefur verið blessunarlega laus við. Ofangreint kallar á að félagið skerpi áherslur sínar í þjónustu við félagsmenn og í því hvernig iðgjöld félagsmanna eru nýtt. Stjórn FÍH hefur samþykkt að leggja enn frekari áherslu á beina þjónustu við félagsmenn, hvort heldur er varðar fagleg mál, eins og mönnun, skerðingu í heilbrigðisþjónustu og öryggi skjólstæðinga, eða kjara­ og réttindamál, svo sem vegna breytinga á vinnutíma, launum eða réttindum. Stjórnin hefur í þessu skyni samþykkt breytingar á fjárhagsáætlun félagsins vegna ársins 2009. Í breytingum felst m.a. að fjárveitingar vegna ímyndarverkefnis verða skertar, endurhönnun á vefsvæði félagsins frestast, ferðir vegna erlends samstarfs verða aðeins um fjórðungur þess sem alla jafna er, ekki verður ráðið í afleysingar á skrifstofu félagsins í sumar heldur verður þriggja vikna lokun í júlí tekin upp að nýju og laun formanns hafa verið lækkuð. Vonast stjórnin til þess að með þessu skapist svigrúm til að tryggja sem best beina þjónustu við félagsmenn. Samkvæmt lögum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skal formaður kjörinn til tveggja ára í senn. Þriðja kjörtímabili mínu í stóli formanns FÍH lýkur nú í maí. Ég hef ákveðið og tilkynnt kjörnefnd félagsins að ég bjóði mig fram til áframhaldandi formennsku í félaginu næstu tvö árin. Ég vona og veit að reynsla mín mun nýtast hjúkrunarfræðingum og félaginu á þeim viðsjárverðu tímum sem nú eru. Elsa B. Friðfinnsdóttir. „Skjótt skipast veður í lofti“ á sannarlega við um efnahagsástandið hér á landi. Nánast á augabragði fóru Íslendingar frá því að vera ein ríkasta þjóð í heimi í það að vera ein sú skuldsettasta. Og nú þarf að skera niður í ríkisfjármálum meira en nokkru sinni fyrr. Heilbrigðiskerfið er þar ekki undanþegið. Forstjórum heilbrigðisstofnana hefur verið gert að skera niður um allt að 10%. Slíkur niðurskurður væri líkast til auðveldari ef heilbrigðisstofnanir hefðu ekki glímt við sparnaðarkröfur mörg undanfarin ár. Góðæri undangenginna ára hefur ekki komið fram í rekstrarreikningum heilbrigðisstofnana. Af litlum neista… H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A C TA V IS 9 0 1 0 4 0 Omeprazol Actavis - öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði. Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða einhverju öðru innihaldsefni, skert lifrarstarfsemi, notkun Omeprazol Actavis á sama tíma og sýklalyfið claritrómýcín, samtímis notkun lyfja sem innihalda atazanavír. Varúð: Gæta skal sérstakrar varúðar: Ef verulegt og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erfiðleikar eru við að kyngja, við blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar- eða nýrnastarfsemi er skert. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið nema að ráði læknis. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og sjón- og heyrnartruflanir, geta komið fram og geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, hægðatregða, vindgangur, ógleði, uppköst, svefntruflanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yfirleitt vægari við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að Omeprazol Actavis hefur verið notað í 14 daga skal hafa samband við lækninn vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum. Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi af vökva. Sýruþolnu hylkin ætti að taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hylkin. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009 20 mg, 28 stk fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Formannspistill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.