Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 10
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 20096 Í byrjun október 2008 hrundu viðskipta­ bankarnir á Íslandi. Erfitt var í fyrstu að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar það myndi hafa á heilbrigðisþjónustuna. Ráðherra lýsti því yfir að ekki stæði til að draga úr þjónustu. En fljótlega varð ljóst að breyta þyrfti fjárlögum. Þegar fjárlagafrumvarpið var loks samþykkt á Alþingi fólst í því niðurskurður upp á um 6,7 milljarða króna í heilbrigðiskerfinu frá upphaflega fjárlagafrumvarpinu. Í framhaldinu bað heilbrigðisráðuneytið allar heilbrigðisstofnanir að koma með tillögur um hvernig mætti spara 10% í rekstrinum. Á blaðamannafundi 7. janúar tilkynnti ráðherra svo að sameina ætti heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni. 22 stofnanir áttu að verða að 6 og ein yfirstofnun yrði í hverju umdæmi. Einnig stóð til að leggja niður St. Jósefsspítala í núverandi mynd, flytja starfsemina til Keflavíkur og á Landspítala og koma í staðinn upp plássum fyrir hvíldarinnlagnir. Áttu breytingarnar að taka gildi 1. mars næstkomandi. Sameining heilbrigðis­ stofnana á landsbyggðinni átti að spara 550 milljónir en ekki var tilgreint hver sparnaðurinn af því að loka St. Jósefsspítala yrði. St. Jósefsspítali Sú boðaða breyting, sem flestir virtust eiga erfitt með að sætta sig við, var flutningur starfsemi St. Jósefsspítala til Keflavíkur og á Landspítala. Gagnrýnis raddir heyrðust jafnvel áður en breytingarnar voru formlega kynntar. Strax eftir blaðamannafundinn 7. janúar tóku starfsmenn spítalans sér stöðu fyrir utan fundarherbergið á Nordicahótelinu og ræddu við stjórnmálamenn og blaðamenn um leið og þeir komu út. Mikil heift var í mönnum. Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar, en Hafnarfjarðarbær á 15% í St. Jósefsspítala, sagðist koma af fjöllum og að þetta væri einhliða ákvörðun heilbrigðisráðherra. 10. janúar var haldinn fjölmennur fundur í Hafnarfirði þar sem ákvörðuninni var harðlega mótmælt. Gunnhildur Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur setti fundinn. Meðal ræðumanna var Ragnhildur Jóhannsdóttir, deildarstjóri Christer Magnusson, christer@hjukrun.is ER BANKAHRUNIÐ AÐ RÚSTA HEILBRIGÐISKERFINU? Í byrjun janúar tilkynnti heilbrigðisráðherra að sameina ætti heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og að leggja niður St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Ákvörðunin, sem var tilraun til sparnaðar í kjölfar efnahagskreppunnar, vakti hörð viðbrögð. Öðrum heilbrigðisstofnunum hefur verið gert að spara 10% eða meira í rekstrinum. á St. Jósefs spítala. Heilbrigðisráðherra var svo afhent stuðningsyfirlýsing 13.662 íbúa í Hafnarfirði 22. janúar. Fjölmörg félög og hópar, sem saman kalla sig „Áhugamenn um framtíð St. Jósefsspítala“, skrifuðu einnig undir yfirlýsinguna. Meðal þeirra voru hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á heilsugæslustöðvunum í Hafnarfirði og Garðabæ og Innsýn, fagdeild hjúkrunarfræðinga við lungna­ og meltingarfærarannsóknir. Nokkur sjálfstæðisfélög í Hafnarfirði mótmæltu Viðgerðir á gangi fyrir framan bráðamóttöku á Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.