Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 13
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 9 Í Tímariti hjúkrunar fræð­ inga 4. tölu blaði 2008 var fjallað um bókina „Chicken soup for the nurse‘s soul“ og hjúkrunarfræðingar hvattir til þess að skrifa sögur. Hér er sagt frá bók sem er gott hjálpargagn fyrir þá sem vilja skrifa faglegar greinar. Til eru margar bækur um greinaskrif. Flestar eru á ensku en nokkrar ágætar eru til á íslensku. Af hverju er þá fjallað um og jafnvel mælt með bók á dönsku? Ástæðan er kaflaskiptingin í bókinni – hér er fjallað um þrjár tegundir af greinum og þessi skipting passar mjög vel við þær greinar, sem hjúkrunarfræðingar skrifa, og að miklu leyti við þær greinar sem Tímarit hjúkrunarfræðinga birtir. Bókin byrjar á kafla þar sem fjallað er almennt um greinaskrif og bornar saman þær þrjár tegundir greina sem eftirfarandi kaflar fjalla svo nánar um. Kaflinn um vísindagreinina er fyrir þá sem ætla að skrifa ritrýnda fræðigrein í til dæmis Tímarit hjúkrunarfræðinga. Ef ætlunin er að skrifa fræðslugrein eða klíníska grein er gott að lesa kaflann um faglegu greinina. Með miðlandi grein eiga höfundar við greinar í til dæmis Morgunblaðinu, á doktor.is eða fræðsluefni fyrir sjúklinga. Ráðleggingar höfunda um miðlandi greinar eiga einnig vel við þegar kynnt er félagslegt efni í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Í inngangskaflanum útskýra höfundar muninn á greinunum á margvíslegan hátt. Grunnurinn að þeirra framsetningu er „genremeter“ eða tegundamælir þar sem vísindagreinar eru mest faglegar og miðlandi greinar minnst faglegar en miðast mest að lesandanum. Hugmyndin, sem bókin byggist á, er að byrja greinaskrif alltaf á faglegum forsendum en fara svo fljótlega að huga að lesandanum og ákveða hvers konar grein ætlunin er að skrifa. Næsti kafli heitir „Haltu þig við rannsókn­ ina“ og fjallar um vísindagreinina. Efnið í kaflanum er líklega ekki nýtt fyrir hjúkrunarfræðingum með meistara­ eða doktorsgráðu en er sett fram á nýjan og ferskan hátt. Til dæmis er farið yfir tíu ráð við að skrifa mjög leiðinlegar vísindagreinar. Talsvert er fjallað um vísindalega framsetningu og gefin dæmi með útskýringum. Höfundar leggja mikla áherslu á innganginn og færa rök fyrir því að hann þurfi annars vegar að vekja áhuga lesandans og hins vegar að leggja grunn að því sem koma skal í greininni. Þeir fara vandlega yfir það sem á íslensku er kallað efnisyrðing, það er hvernig í inngangi sé útskýrt hvað greinin fjalli um og af hverju hún var skrifuð. Skriv en artikel. Om videnskablige, faglige og formidlende artikler. Höfundar: Lotte Reinecker, Peter Stray Jørgensen og Morten Gandil. Útgefandi: Forlaget Samfundslitteratur, Frederiksberg, 2008. ISBN­13: 978­ 87­539­1237­7. Bókin er 161 bls. Kaflinn um faglegar greinar er kallaður „Haltu þig við efnið“. Þessi kafli hefur mikið gildi fyrir þá sem vilja skrifa fræðslugreinar eða klínískar greinar í Tímarit hjúkrunarfræðinga. Grunnurinn er að sögn höfunda að fagmennskan sé í lagi. En þar sem lesendahópurinn er annar og líklega fjölbreyttari þarf framsetningin að vera ólík því sem á við um vísindagreinina. Notagildi greinarinnar vegur hér þyngra en í vísindagreininni. Þeir sem tilheyra ekki faghópnum eiga hins vegar einnig að geta haft gagn af greininni. Kjörorð miðlandi greinarinnar er „Snúðu þér að lesandanum“. Miðlandi greinar eru, á grundvelli fagsins, skrifaðar fyrir enn breiðari lesendahóp. Að sögn bókarhöfunda skiptir hér framsetningin miklu meira máli og stílbrögðin eru önnur en í vísindagreininni eða faglegu greininni. Vekja þarf áhuga lesandans og fá hann til þess að eyða tíma sínum í að lesa greinina. Hlutverk greinarhöfundar er hér „hinn fræðandi sérfræðingur“. Hann þarf nánast að hugsa sem blaðamaður en samt standa föstum fótum í fagmennskunni. Bókin endar á að höfundar fara yfir ritsmíðarferlið frá hugmynd að birtingu. Mikið er lagt upp úr því sem höfundar kalla staðarákvörðun sendanda. Þetta hugtak er á sinn hátt samantekt á því sem undanfarnir kaflar hafa fjallað um – að höfundur greinar tali skýrri röddu og viti hvert er hlutverk hans. Höfundar mæla með því að greinarhöfundur ákveði mjög snemma fyrir hvaða tímarit hann er að skrifa. Hann eigi að kynna sér mjög vel kröfur og lesendahóp tímaritsins. Ekki sé verra að hafa fljótlega samband við ritstjóra og ræða greinarhugmyndina. Þeir sem vilja birta grein í Tímariti hjúkrunarfræðinga eða annars staðar munu tvímælalaust hafa gagn og gaman af því að kynna sér betur innihald þessarar bókar. Hún er sannkölluð gullnáma fyrir alla höfunda, reynda sem óreynda. BÓKARKYNNING Christer Magnusson, christer@hjukrun.is GÓÐ HJÁLP VIÐ GREINASMÍÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.