Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200924 Vinnusmiðja um leiðtogafærni Dr. Marilyn Jaffe­Ruiz er prófessor í hjúkrun við Pace­háskólann í New York. Í fyrirlestri sínum um leiðtogafærni höfðaði hún til vaxandi fjölbreytileika í hópi starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar. Fyrirlestur hennar hófst með spurningunni um það hvernig best er að stjórna fjölbreytilegum starfs manna hópi (e. How to Effectively Lead a Diverse Workforce?). Dr. Jaffe­ Ruiz fjallaði um meginatriði árangursríkrar forystu þar sem áhersla er lögð á færni í samskiptum og menningarhæfni (e. cultural competence). Auk þess kynnti hún mikilvægi ígrundunar (e. reflection in practice) til að efla færni leiðtogans. Að loknu hádegishléi eftir fyrirlestur dr. Jaffe­Ruiz hófst vinnusmiðja undir leiðsögn dr. Helgu Bragadóttur og dr. Sigrúnar Gunnarsdóttur. Markmið vinnusmiðjunnar voru: 1. Aukin þekking og innsæi þátttakenda í mikilvægustu viðfangsefni stjórnenda í hjúkrun til að efla leiðtogafærni, einkum í ljósi fjölbreytileika starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni. 2. Aukin þekking og innsæi þátttakenda í raunhæfar aðgerðir og verkefni til að auka leiðtogafærni bæði með hliðsjón af persónulegum viðfangsefnum og viðfangsefnum hóps stjórnenda í hjúkrun. LEIÐTOGAR Í LYKILHLUTVERKUM Vinnusmiðja á málþingi hjúkrunarstjórnenda 23. október 2008 Á málþingi fagdeildar hjúkrunar stjórnenda sl. haust var efnt til vinnusmiðju í kjölfar fyrirlesturs dr. Marilyn Jaffe­Ruiz um forystu sem bar heitið Leadership in Today´s World. Í vinnusmiðjunni tóku þátttakendur til skoðunar leiðir til að efla leiðtogafærni í hjúkrun og hvað þeir settu á oddinn í þeim efnum. Vinnusmiðjan tókst mjög vel og í mati þátttakenda kom fram að þeim þótti hún vera ánægjuleg og fróðleg. Til að gefa enn fleiri stjórnendum í hjúkrun tækifæri til að kynnast efni vinnusmiðjunnar á málþinginu var ákveðið í samráði við stjórn fagdeildar hjúkrunarstjórnenda að draga hér saman efni, skipulag og niðurstöður vinnusmiðjunnar. Vaxandi alþjóðleg áhrif Vaxandi fjölbreytileiki í hópi Samskipti og traust í öllum kerfunum Forysta og menningarleg áhrif í öllum kerfunum Alþjóðlegt samfélag Stjórnkerfi innanlands Heilbrigðiskerfi Stofnun Svið / Eining Stöðugar breytingar Persónuleg hæfni Ég er ... Hæfni gagnvart hóp Ég geri ... Leiðtogi í hjúkrun Mynd 1. Tengsl forystu og menningarlegra áhrifa í hjúkrunarstjórnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.