Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200930 Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, ávarpaði þingheim í upphafi þingsins. Bauð hún velkomna Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra LSH, sem var sérstakur gestur þingsins. Huldu var einnig árnað heilla í sínu nýja starfi og boðin bæði samvinna og samráð við hjúkrunarfræðinga á þeim óvissutímum sem fram undan eru. Á þinginu var boðið upp á fyrirlestra um nýja möguleika hjúkrunarfræðinga með breyttum lagaramma um skipulag heilbrigðisþjónustu, heilsustefnu Íslend inga og hvernig hjúkrunar fræðingar geta virkjað leið togann í sjálfum sér bæði í lífi og starfi. Nokkrir hjúkrunarfræðingar deildu með þátttakendum framtíðarsýn sinni varðandi hlutverk og starfs­ vettvang hjúkrunarfræðinga innan heil­ brigðisþjónustunnar og um menntun hjúkrunarfræðinga. Mikill fjöldi hjúkrunar­ fræðinga sótti þingið og tók þátt í umræðuhópunum sem fjölluðu um hjúkrun og heilbrigðisþjónustuna, hlutverk hjúkrunar fræðinga til ársins 2020, stjórnun og starfsumhverfi og hvers konar hjúkrunar menntunar sé þörf fyrir í breyttu umhverfi heilbrigðisþjónustunnar. Á þinginu kom greinilega í ljós að mikill hugur er í hjúkrunarfræðingum. Þeir eru tilbúnir til að takast á við breytingar og nýta þau tækifæri sem breytt lagaumhverfi og samfélagið býður upp á. Þeir þurfa að kynna sér vel lögin, gefa kost á sér og sækjast eftir því að taka að sér verkefni innan heilbrigðisþjónustunnar. Fram kom í máli eins frummælanda að hjúkrunarfræðingar hefðu ríka áhættumeðvitund sem væri eftirsótt hjá stjórnendum dagsins í dag og því þyrfti að auka þátt þeirra í stjórnun heilbrigðisstofnana. Auk þess þurfa hjúkrunarfræðingar að taka aukinn þátt í sjálfstæðum rekstri á heilbrigðissviði þar sem byggt er á gildum og hugmyndafræði hjúkrunar. Hjúkrunarfræðingar vilja og geta tekið þátt í heilbrigðisþjónustunni á sviði heilsueflingar, forvarna, snemmskoðana, greininga, meðferðar og endurhæfingar. Þeir geta sinnt þessari þjónustu bæði utan heilbrigðisstofnana og innan, s.s. í heilsugæslunni, á sjúkrahúsum, á göngudeildum, hjúkrunarmóttökum og víðar. Hjúkrunarfræðingar geta verið og eru í forystuhlutverki á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustunnar þar sem byggt er á grunnhugmyndum hjúkrunar. Um er að ræða heildræna sýn varðandi stuðning við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra, heilsuvernd, og fræðslu og ráðgjöf varðandi forvarnir og heilbrigði. Þeir þurfa í auknum mæli að koma auga á möguleikana í breyttu umhverfi og hafa frumkvæði og þor til að nýta þau sóknarfæri sem skapast. Á þann hátt ná þeir að nýta þekkingu sína á sem bestan hátt til heilla fyrir fólkið í landinu og samfélagið í heild. Aðalbjörg Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is HJÚKRUNARÞING 2008 Halla Grétarsdóttir og Hrund Helgadóttir vinna að samantekt frá hópvinnunni á þinginu. Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldið dagana 6.­7. nóvember sl. Yfirskrift þingsins í ár var „Breytt umhverfi – ný tækifæri“. Átti yfirskriftin að vísa til breytts lagaumhverfis, það er nýrra laga um heilbrigðisþjónustu og laga um sjúkratryggingar. Þessi lög hafa áhrif meðal annars á starfsumhverfi og möguleika hjúkrunarfræðinga til að starfa sjálfstætt. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu fékk yfirskriftin annað og jafnframt aukið vægi og má segja að umfjöllun okkar um breytt umhverfi heilbrigðisþjónustu og hugsanleg ný tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga hafi hitt á hárréttan tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.