Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 35
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 31 Heilsustefna og þátttaka hjúkrunarfræðinga Heilsustefna heilbrigðisráðuneytis hefur nú verið kynnt. Markmið heilsustefnunnar er ekki eingöngu að fólk nái háum aldri heldur snýst hún ekki síður um að fólki líði sem best á meðan það lifir. Í fyrsta hluta hennar eru sett markmið sem sérstaklega beinast að börnum og unglingum en einnig eru þar markmið er varða almenning í landinu. Þar er enn fremur sérstaklega bent á að efnahagskreppan, sem nú gengur yfir samfélagið, mun án efa auka líkur á ýmsum heilsufarsvandamálum. Efnahagur fjölskyldna og einstaklinga hefur áhrif á heilsufar og því afar brýnt að hleypa af stokkunum aðgerðum sem fela í sér forvarnir og hafa heilsueflandi áhrif á samfélagið í heild. Þar geta hjúkrunarfræðingar lagt lóð á vogarskálarnar. Hjúkrunarfræðingar sinna heilsuvernd, þeir starfa á heilsugæslustöðvum og geta haft þar forystu á forsendum heilsu og heilbrigðis. Þeir sinna einstaklingum frá getnaði til grafar og hafa því einstakt tækifæri til að vinna að heilsuvernd og heilsueflingu allra aldurshópa. Heilsugæslunni er ætlað stórt hlutverk þar. Framtíð hjúkrunarfræðinga er í heilsugæslunni. Þeir verða að nýta þekkingu sína og bjóða hana fram. Einnig þurfa þeir að nýta sér sóknarfærin og gefa kost á sér. Sjálfstæð skipulögð hjúkrunarmóttaka er sóknarfæri og aukna áherslu þarf að leggja á heilsu­ vernd barna og unglinga, í grunn­ og framhaldsskólum, ungmenna utan skóla og aldraða. Sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingar innan heilsugæslu eru dýrmætt tækifæri til nýsköpunar. Heildræn hugsun í heimahjúkrun aldraðra gæti verið annað sóknarfæri þar sem heimahjúkrunin byggist á hugmyndafræði líknandi meðferðar. Aukin áhersla á teymisvinnu kom fram í öllum umræðuhópunum. Telja hjúkrunarfræðingar að auka þurfi hana á öllum sviðum. Menntun og stjórnun Þá kom fram að menntun hjúkrunar­ fræðinga þarf að taka frekara mið af breyttum og víðari starfsvettvangi hjúkrunarfræðinga auk þess sem hjúkrunarfræðingar starfa í auknum mæli utan hefðbundinna heilbrigðisstofnana. Því þarf að byggja námið meira á upplýsingum og rannsóknum um þörf samfélagsins fyrir heilbrigðisþjónustu og leggja meiri áherslu á samráð fleiri hópa sérfræðinga sem þar starfa. Þá þarf og að ýta undir klíníska færni og virða þá þekkingu. Hlutverk hjúkrunarstjórnenda er mikilvægt á þessum tímum óróa og breytinga. Þeir þurfa að skapa umhverfi þar sem fléttað er saman þekkingu, þróun og klíník. Þeir þurfa að auka möguleika hjúkrunarfræðinga til að hafa áhrif, deila ábyrgð og hafa samráð vegna breytinga. Gott upplýsingaflæði milli aðila er grundvallaratriði eigi að mynda þéttan og samstiga hóp í ölduróti fyrirsjáanlegra breytinga. Hér að framan hefur verið gerð örlítil grein fyrir þeim umræðum sem fram fóru á hjúkrunarþinginu. Niðurstöður hópanna verða nýttar við endurskoðun á stefnu félagsins í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum en eins og fram hefur komið hafa miklar breytingar átt sér stað með breyttum lögum. Ný lög og miklar efnahagslegar breytingar í samfélaginu gefa ný tækifæri og vonandi tekst hjúkrunarfræðingum að nýta sér þau. Nánari upplýsingar um hjúkrunarþingið er að finna á heimasíðu félagsins, www.hjukrun.is. Þátttakendur á þinginu með framsögumenn á fyrsta bekk. Ágæti hjúkrunarfræðingur! Verðir þú fyrir atvinnumissi leitaðu þá aðstoðar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar munu ekki fara varhluta af ástandinu í þjóðfélaginu. Til þess að standa vörð um réttindi þín og til þess að stéttarfélagið þitt geti fylgst með atvinnuástandi hjúkrunar fræð- inga er mikilvægt að þú hafir samband við stéttarfélagið hyggist vinnuveitandi þinn gera breytingar á ráðningarsamningi þínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.