Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200934 Á hjúkrunarþingi í haust komst ég að því að sumir „kollega“ minna vissu harla lítið um þá þjónustu sem heilsugæslan rekur og er það í raun kveikjan að þessum skrifum. Markmið mitt er að kynna hina lítt sýnilegu hjúkrun innan heilsugæslunnar og heilsuverndarinnar sem er þó mikilvægur grunnur fyrir aðra heilbrigðisþjónustu. Sú þjónusta fylgir einstaklingnum frá getnaði til grafar og byggist á lögum um heilbrigðismál nr. 40/2007 en þar segir m.a. í 1. og 5. grein: „Allir landsmenn skulu eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði í samræmi við ákvæði laga þessara ... þrátt fyrir skiptingu landsins í heilbrigðisumdæmi skulu sjúklingar jafnan eiga rétt á að leita til þeirrar heilsugæslustöðvar eða heilbrigðisstofnunar sem þeir eiga auðveldast með að ná til hverju sinni.“ Miklar framfarir hafa orðið á sviði heilsugæslu/heilsuverndar eins og á öðrum sviðum hjúkrunar en þó ekki beinar tækniframfarir eins og á hátæknisjúkrahúsunum. Við erum enn að vinna á meðal fólksins í þess daglega amstri og reynum eftir bestu getu að hjálpa fólki til sjálfshjálpar í þroskaferlum þess með „klínískar“ leiðbeiningar og bætta skráningu í farteskinu. Segja má því að einkennisorð okkar séu hin sömu Sigríður A. Pálmadóttir, sigridur.a.palmadottir@hborg.hg.is HEILSUGÆSLA OG HEILSUVERND HULIN STÖRF? Á heilsugæslustöðum fer fram fjölbreytt starf sem margir hafa óljósar hugmyndir um. Sigríður Pálmadóttir dregur hér upp heildarmynd af þessu starfi og leggur sérstaka áherslu á heilsuvernd. og félagið hefur og ættuð eru frá Virginiu Henderson, hugur, hjarta, hönd. Ég ætla ekki út í söguna heldur vísa þar á heimildir um þróun hjúkrunar á Íslandi sem má m.a. lesa um í bók Kristínar Björnsdóttur, „Líkami og sál“. Væntanleg er einnig saga Heilsuverndarstöðvarinnar eftir Bergljótu Líndal sem ég veit að verður bæði fróðleg og skemmtileg. En svona til gamans má minna á að heimahjúkrun hefur verið til staðar á höfuðborgarsvæðinu frá 1915 með stofnun Líknar. Ungbarnavernd hófst svo 1927, einnig á vegum Líknar. Þessi starfsemi flutti 1943 á Barónsstíg 47. Þá var Heilsuverndarstöðin enn í smíðum og var hún formlega vígð og tekin í notkun í mars 1957 og starfsemi Líknar í kjölfarið lögð niður. Nú ætla ég að reyna að halda mig við þá kveikju sem kom þessum skrifum af stað og kynna ykkur starfsemi hjúkrunar innan heilsugæslunnar í grófum dráttum eins og hún er nú. Á heilsugæslustöðvum vinna náið saman heimilislæknar, hjúkrunarfræðingar, ljós­ mæður, sjúkraliðar, heilsugæslu­ og mót tökuritarar og á sumum heilsu gæslu­ stöðvum eru einnig aðrar stoðstéttir starfandi, svo sem sálfræðingar, iðju­ þjálfar, félagsráðgjafar, félagsliðar og sérfræðingar í barna­ og kvensjúk­ dómum. Heilsugæslustöðvarnar Hamra ­ borg og Hvammur í Kópavogi, þar sem ég vinn, heyrir undir Heilsu gæslu höfuð­ borgarsvæðisins. Hún rekur 16 heilsu­ gæslustöðvar á Reykja víkur svæðinu og 6 miðstöðvar sem allar starfa á landsvísu, en breytingar á miðstöðvunum eru fyrir­ sjáanlegar á næstu mánuðum. Stefna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis­ ins er að til hennar leiti fólk fyrst ef það þarf á almennri heilbrigðisþjónustu að halda, hún skuli vera framsækinn og ábyrgur aðili í íslenskri heilbrigðisþjónustu, hafa jákvæð áhrif á líf almennings og vera talin eftirsóknarverður vinnustaður. Skýrslugerð hjá heimahjúkrun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.