Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200936 í samskiptum við skjólstæðinga okkar og eru líklega hvað mest notaðir innan skólaheilsugæslunnar. Samstarf hefur verið töluvert við Lýðheilsustöð og nú er 6H nýjasti afrakstur þessa samstarfs. Og ég get ekki stillt mig um að gefa upp eina vefslóð til að skoða það nýjasta varðandi 6H heilsunnar en hún er http://www.6h. is/index.php. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur málið betur á vef heilsugæslunnar/ miðstöðvar/heilsuvernd barna/skólasvið og þá sérstaklega það mikla fræðsluefni sem er boðið upp á fyrir grunnskólanema og er í stöðugri endurnýjun. Hjúkrunarmóttaka er á öllum heilsu­ gæslustöðvum á höfuðborgar svæðinu og líka úti um lands byggðina en nefnist þá oft frekar slysa­ og bráðamóttaka. Á hjúkrunarmóttöku getur nánast allt komið inn og oft erum við hjúkrunarfræðingarnir eins og vegvísar sem reynum að vísa fólki sem réttasta leið áfram um kerfið ef við getum ekki leyst úr málunum innan heilsugæslunnar. Algengustu verk eru hvers konar ráðgjöf, smáslysaþjónusta, sára með ferð, sauma­ tökur, blóð þrýstings­ og sykur sýkis eftirlit, sprautu gjafir, ónæmisaðgerðir, ferða­ manna bólu setningar og fræðsla tengd þeim svo eitthvað sé nefnt. Á mögum heilsugæslu stöðvum eru einnig sykur­ sýkis­, ung linga­, lífstíls­ og öldrunar­ móttökur sem sinna góðu heildrænu eftirliti fyrir okkar skjól stæðinga. Ýtarlega var fjallað um hjúkrunar móttöku í 3. tölu blaði Tímarits hjúkrunar fræðinga 2008. Heimahjúkrun Heimahjúkrun er sinnt frá heilsugæslu­ stöðvum á landsbyggðinni en þar með teljast heilsugæslustöðvar í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsbæ. Hjá okkur í Kópavogi er heimahjúkrunin staðsett í Hamraborginni en sinnir Kópavogi öllum. Hlutverk heimahjúkrunar er að gera fólki kleift að dvelja heima við sem eðlilegastar aðstæður eins lengi og unnt er, þrátt fyrir sjúkdóma eða annan heilsubrest. Verkefnin má flokka í forvarnir og hjúkrun. Forvarnir: Sinna fræðslu og heilsueflingu einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Hjúkrun: Styrkja og viðhalda andlegu og líkamlegu heilbrigði einstaklingsins og draga úr einangrun og einkennum sjúkdóma eins og kostur er. Heimahjúkrun sinnir að undangengnu mati einstaklingum sem þurfa stuðning, eru t.d. óöruggir eða kvíðnir en að mestu sjálfbjarga. Fræðsla, forvarnir, heilsuefling og eftirlit með almennri líðan eru aðalmarkmið meðferðar. Oft er leitað til heimahjúkrunar til að veita sjúklingunum stuðning, hafa eftirlit með lyfjum og aðstoða við böðun. Einnig sinnir hún einstaklingum sem þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar. Helstu verkefni eru sárameðferð, sérhæfð lyfjameðferð og annað sem krefst sérhæfingar í hjúkrun. Skjólstæðingar heimahjúkrunar eru einnig einstaklingar sem þarfnast víðtækrar hjúkrunar daglega eða oft á dag vegna langvinnra sjúkdóma, svo sem heilabilunar, geðfötlunar, líkamlegrar skerðingar eða þeir eru dauðvona. Stuðningur við einstaklinginn og aðstandendur ásamt skipulagi og framkvæmd þeirrar hjúkrunar, sem þörf er á hverju sinni, eru aðalmarkmið meðferðar. Hér er um að ræða heildræna hjúkrunarmeðferð eða líknandi meðferð vegna langvinns sjúkdóms. Heimahjúkrun er þjónusta sem er veitt alla daga ársins. Með næturþjónustu höfum við leitað til Miðstöðvar heimahjúkrunar sem flutti nú um áramótin frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins yfir til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hér í Kópavogi vinnur heimahjúkrun náið með félagsþjónustu Kópavogs og er tilraunaverkefni í gangi í eitt ár þar sem félagsliðar fluttust yfir til heimahjúkrunar og teljast okkar starfsmenn. Þetta verkefni skilar góðum árangri í aukinni þjónustu við okkar fólk og verður vonandi til framtíðar. Lokaorð Heilsugæslan er í mínum huga nærþjónusta sem á að efla og þróa í tengslum við þær breytingar í samfélagi því sem hún þjónar og vera sýnilegri almenningi en hún er í dag. Þessa þjónustu má hins vegar ekki auglýsa frekar en aðra heilbrigðisþjónustu sem rekin er af ríkinu og hefur það hamlandi áhrif á vöxt þjónustunnar. Ekki gefur heldur sá þröngi fjárhagsrammi, sem hún býr við, tækifæri til að auka þjónustu. Heilsugæslan er í raun rekin á skjön við hinn almenna markað – því minni aðsókn því minni kostnaður og þá stöndum við okkur vel að mati stjórnvalda. En með skerðingu þjónustunnar skapast oft langtímavandamál sem koma til með að auka kostnað annars staðar. Hver framtíðin verður veit víst enginn. Verið er að skoða þann möguleika meðal annars að færa þessa þjónustu til sveitarfélaganna en ríkið tók við henni árið 1990. Það er eins og við förum alltaf í hringi með alla skapaða hluti. Hitt veit ég að í því hruni og óvissu, sem nú hefur skapast hérlendis, hefur aldrei verið meiri þörf fyrir styrka og heildræna heilsugæslu/heilsuvernd fjölskyldunum til stuðnings og ráðgjafar. Ég vona að þessi litla grein gefi ykkur innsýn í störf okkar sem við heilsugæslu starfa en þetta er sér heimur þar sem hver og einn verður að leggja allt sitt af mörkum og vera til staðar fyrir skjólstæðinga okkar þegar þörf krefur. Heilsugæslan er og verður þjónustustarf þar sem uppskeran er bætt heilsa því „heilsa er allra hagur“ eins og heilbrigðisráðherra orðar það svo vel í nýútkominni heilsustefnu en hún byggist að stórum hluta á heilsuvernd og heilsueflingu. Vonandi gefið þið ykkur tíma til að vafra aðeins um á netinu og kynna ykkur þætti heilsugæslunnar betur. Við vitum hvernig hlutirnir eru í dag en allt er breytingum háð og vil ég því minna aftur á vef heilsugæslunnar sem á að uppfærast reglulega. Sigríður A. Pálmadóttir er hjúkrunarforstjóri á heilsugæslustöðvunum Hamraborg og Hvammi. Tekið á móti með blómum á heilsugæslustöðinni í Borgarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.