Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 41
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 37 Áður var sjúkrahús við Mánagötu 1, svokallað Fischershús, en það þótti of lítið og 1919 var byrjað að undirbúa byggingu nýs spítala. Ákveðið var að hann skyldi standa á Eyrartúni sem var þá fyrir ofan kaupstaðinn. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, var fenginn til að teikna húsið og lágu samþykktar teikningar fyrir 1923. Fjár­ veitinganefnd Alþingis samþykkti sama ár styrk til verksins, samtals 75.000 krónur, en áætlaðar kostnaður var 220.000 krónur. Ísa fjarðarkaupstaður fjár magnaði af ganginn. Vel gekk að byggja húsið og var það svo tekið í notkun í júlí­ágúst 1925. Nokkru seinna sótti Bjarney Samúelsdóttir, hjúkrunarkona úr Reykjavík, spítalann heim og skrifar grein í Tímarit Félags íslenskra hjúkrunarkvenna 1. tbl. 1926. Hún segir að húsið muni hafa kostað um 280.000. Það sé hið glæsilegasta og allir innanstokksmunir mjög vandaðir, stigar marmaralagðir og heitt og kalt vatn í hverri stofu. Grein hennar endar á að hún óski þess að „landsspítalinn okkar fyrirhugaði væri kominn svona langt“ en GAMLA SJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Í 4. tölublaði 2008 var á forsíðunni mynd af gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði. Í bókinni „Öldin okkar“ er að finna þessa mynd frá vígslu hússins 17. júní 1925. sú ósk átti eftir að rætast fjórum árum seinna. Sjúkrahúsið á Ísafirði var á þremur hæðum og með kjallara og þótti bygging þess bera vitni um stórhug og jafnvel dirfsku. Fljótlega kom þó í ljós að það var alls ekki of stórt. Í kjallaranum var eldhús, borðstofa starfsfólks og þvottahús. Einnig var þar klefi fyrir geðveika sem þótti mikið framfaraspor. Auk þess var baðhús fyrir almenning. Á hæðinni fyrir ofan var aðalinngangur, skurðstofa og apótek ásamt lítilli legudeild fyrir skurðsjúklinga. Ekki var lyfta milli hæða þannig að nauðsynlegt var að hafa það sem við myndum kalla vöknun á þessari hæð en annars voru legudeildir á annarri hæð. Þar voru tvær tíu manna stofur, tvær þriggja manna stofur og eitt einbýli. Gert var upphaflega ráð fyrir samtals 40 sjúklingum en fljótlega voru komin um 50 rúm í húsið. Á efstu hæðinni var svo ljóslækningastofa og röntgenherbergi. Þar voru einnig fimm starfsmannaherbergi en yfirhjúkrunarkonan bjó í einu þeirra og hjúkrunarneminn íöðru. Í sér byggingu áfastri við sjúkrahúsið var farsóttardeild fyrir hámark 8 sjúklinga. Deildin var alveg einangruð, með sérstakan inngang, sér baðherbergi og sér frárennsli. Þar að auki var á deildinni sér op þar „sem hægt er að láta óhreinar madressur falla niður í sótthreinsunarofninn,“ eins og Bjarney Samúelsdóttir orðaði það. Hönnun þessarar deildar hlýtur að hafa verið algjört nýmæli á sínum tíma. Berklaveikt fólk var hins vegar vistað á annarri hæð þannig að farsóttardeildin var notuð fyrir fólk með annars konar sýkingar. Nýtt sjúkrahús var tekið í notkun að nokkru leyti 1983, en starfsemi Fjórð­ ungssjúkrahússins fluttist ekki alfarið þangað fyrr en 1989. Húsið var ekki fullfrágengið fyrr en 1997, meira en tuttugu árum eftir að bygging þess hófst. Gamla sjúkrahúsið var gert upp og er síðan 2003 bóka­, skjala­ og listasafn. Vígslan fór fram 17. júní 2003, 78 árum eftir að húsið var fyrst vígt. Núverandi sjúkrahús á Ísafirði. Christer Magnusson, christer@hjukrun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.