Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200944 Í íslensku samfélagi starfa hjúkrunar­ fræðingar og ljósmæður í heilsugæslu og hjúkrunarfræðingar eru jafnframt að störfum í skólum landsins. Á þessum starfsvettvangi gætu þessar starfsstéttir sinnt ráðgjöf um getnaðarvarnir í mun meira mæli en gert er í dag, einkum í framhaldsskólum. Hér á landi er mikil þörf á því að gera kynheilbrigðisþjónustu (m.a. getnaðarvarnaþjónustu) aðgengilegri og bæta hana (Sóley S. Bender, 1990a, 1990b, 1995, 2005, 2006). Þetta er einkum brýnt hvað varðar ungt fólk þar sem rannsóknir hér á landi sýna að þessi hópur byrjar snemma að stunda kynlíf og tekur margvíslega áhættu í kynlífi sem endurspeglast m.a. í hærri þungunartíðni hér en til dæmis á öðrum Norðurlöndum (Bender, 2005). Rannsóknir hafa að auki leitt í ljós að ungt fólk hér á landi sem erlendis finnur fyrir ýmsum hindrunum þegar það þarf að fá kynheilbrigðisþjónustu. Á síðastliðnum ellefu árum hafa nemendur mínir í ljósmóðurfræði tekið viðtöl við konur um getnaðarvarnanotkun þeirra og má ljóst vera af þessum viðtölum að mikil þörf er á að bæta bæði fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir. Auk þess hefur reynsla mín síðastliðin ellefu ár, á kvennasviði Landspítala­ háskólasjúkrahúss þar sem ég hef verið með móttökuna Ráðgjöf um getnaðarvarnir, sýnt mér hvað konur hefur oft vantað upplýsingar um þær getnaðarvarnirnar sem hafa notað. Hingað til hefur ávísun getnaðarvarna verið í höndum lækna. Víða erlendis hafa hjúkrunar fræðingar fengið leyfi til að ávísa hormónagetnaðarvörnum. Hefur það verið gert til að auka aðgengi og bæta gæði þjónustunnar. Jafnframt hefur þótt nauðsynlegt að gefa vel menntuðum starfs stéttum tækifæri til frekari NÝJAR ÁHERSLUR Í RÁÐGJÖF UM GETNAÐARVARNIR – ungt fólk þarf breytta þjónustu Sóley S. Bender, ssb@hi.is Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hér á landi hafa að baki öflugt og gott háskólanám sem undirbýr þessar starfsstéttir að takast á við fjölbreytt verkefni heilbrigðisþjónustunnar. Vaxandi þörf er á því í samfélaginu að skilgreina viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar sem ekki er sinnt sem skyldi. Eitt af þeim viðfangsefnum er kynheilbrigðisþjónusta fyrir ungt fólk og innan hennar ráðgjöf um getnaðarvarnir. Þessi þjónusta er háð því að heimila fyrrgreindum starfsstéttum að ávísa hormónagetnaðarvörnum. Aðgengi að sérhæfðri ráðgjöf um getnaðarvarnir fyrir ungt fólk hefur verið takmarkað hér á landi og mikil þörf á að auka gæði þjónustunnar. Dr. Sóley S. Bender er dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.