Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 49
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 45 starfsþróunar (An Bord Altranis og National Council for the Professional Development of Nursing and Midwifery, 2005); National Health Service, 1999). Staðan erlendis Víða erlendis, meðal annars í Bandaríkj­ unum, Bretlandi, Nýja­Sjálandi, Kanada og Svíþjóð, hafa hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fengið ákveðin leyfi til að ávísa lyfjum (An Bord Altranis ..., 2005). Reglur þar að lútandi geta verið ólíkar milli landa og innan hvers lands. Leyfin geta verið víð eða afmörkuð við sérstaka lyfjaflokka. Gerður hefur verið greinarmunur á þeim sem eru sjálfstæðir við ávísun lyfja (á ensku „independent prescribers“) og þeim sem eru öðrum háðir um lyfjaávísanir („dependent prescribers“). „Independent prescribers“ eru þeir fagaðilar sem meta ástand og heilsufar einstaklingsins, greina vandamál og ávísa lyfjum. „Dependent prescribers“ meta ekki heilsufar eða heilsufarsvanda einstaklingsins en hafa leyfi til að ávísa vissum lyfjum, iðulega fyrir afmarkaðan skjólstæðingahóp (Crown, 1999). Í kjölfar fóstureyðingarlaganna á áttunda áratug síðustu aldar var mörkuð sú stefna í Svíþjóð að ljósmæður hefðu lykilhlutverki að gegna í sambandi við að veita ungu fólki fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir og fengu þær fljótlega leyfi til að ávísa getnaðarvörnum (Sundström­Feigenberg, 1984). Ljósmæður í Svíþjóð styðjast bæði við sjálfstæða leið (independent prescribing) og samstarfsleið (collabor­ ative prescribing) við ávísun lyfja innan fjölskylduáætlunarþjónustunnar (An Bord Altranis…, 2005). Í Svíþjóð hafa heilsu­ gæslu hjúkrunar fræðingar haft leyfi til að ávísa lyfjum frá því árið 1994. Leyfin eru háð ákveðnu heilbrigðisástandi (health indications, conditions). Gerð var úttekt á þessu starfi hjúkrunarfræðinga sem sýndi að breytingin leiddi til margvíslegra framfara. Í framhaldi af því var ákveðið að útvíkka lyfseðilsleyfi hjúkrunarfræðinga sem vinna með öldruðum (An Bord Altranis …,2005). Árið 1994 var hjúkrunarfræðingum, sem störfuðu í heimaþjónustu (district nurse eða health visitor) í Bretlandi, gefið lögbundið leyfi til að ávísa afmörkuðum lyfjum (An Bord Altranis …, 2005). Einnig hafa verið gerðar lagabreytingar í Bretlandi varðandi hópreglur (group protocols) er varða lyfjagjöf til hóps sjúklinga sem hafa svipaðar þarfir. Í bresku skýrslunni Review of Prescribing, Supply and Administation of Medicines kemur fram að mikilvægir kostir fjölskylduáætlunargöngudeilda (family planning clinics) sé greitt aðgengi að þjónustu hjúkrunarfræðinga þar (Crown, 1999). Á þessum göngudeildum starfa sérmenntaðir hjúkrunarfræðingar. Störf þeirra eru nefnd í skýrslunni sem dæmi um störf á afmörkuðu sérsviði og því bundin við ákveðin skilgreind lyf. Störfin falla undir „independent prescribers“ sem þýðir að starfsmennirnir meta sjálfir ástand skjólstæðingsins áður en hormónagetnaðarvörn er ávísað. Í Brelandi er gerð krafa um ákveðna menntun og þjálfun áður en leyfi til ávísunar lyfja eru gefin (Crown, 1999). Í Bandaríkjunum hefur lyfseðilsleyfi þróast með sérmenntuðum starfsstéttum, s.s. „nurse practitioner“ (NP) og „nurse­ midwife“ (An Bord Altranis…, 2005; Pearson, 2003). Hvert fylki í Bandaríkjunum hefur sínar reglur um lyfjaleyfi. Í 49 fylkjum eru NP með einhvers konar lyfjaleyfi (Schudder, 2006). Lagaleg heimild fyrir þessar fagstéttir að ávísa lyfjum hefur verið rakin til þess að sérfræðiþjónusta þeirra var viðurkennd af þeim stofnunum sem sáu um niðurgreiðslu á þjónustu þeirra. Jafnframt var til staðar þörf í samfélaginu fyrir þjónustu þeirra og það reyndist mikilvægt fyrir skjólstæðinga að leita frekar til þeirra en annarra fagaðila. Hjúkrunarfræðingar, sem ávísa lyfjum, þurfa að öðlast ákveðna menntun og þjálfun þar sem m.a. er lögð áhersla á lyfjafræði, líkamsmat (physical assessment), klíníska ákvarðanatöku og færni í greiningu vandamála. Þessi kennsla fer fram á meistarastigi (American Academy of Nurse Practitioners, 1998). Af framansögðu er ljóst að hjúkrunar­ fræðingar og ljósmæður í ýmsum nágranna­ löndum hafa fengið leyfi til ávísunar lyfja, m.a. hormóna getnaðar varna. Ákveðin skilyrði eru sett fyrir því hverjir geti sótt um slík leyfi. Gerð er krafa um nám sem er bæði fræðilegt og klínískt. Mismunandi getur verið eftir löndum og innan sama lands hvaða kröfur eru gerðar um menntun. Fram kemur að menntunin er iðulega á framhaldsnámsstigi (meistarastigi). Staðan hér á landi Í fyrsta hluta laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstur­ eyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975 segir í 1. gr. að gefa skuli fólki kost á ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir. Í 2. gr. kemur fram að veita skuli fræðslu og ráðgjöf um notkun getnaðarvarna og útvegun þeirra. Samkvæmt þessum lögum skal veita ráðgjafarþjónustuna á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Það eru því skýr lagaákvæði um þessa þjónustu hér á landi. Aðgengi Miðað við íslenskt heilbrigðiskerfi og landslög um kynheilbrigðismál (nr. 25/1975) ætti ungt fólk að geta leitað á heilsu­ gæslustöð til að fá fræðslu og ráðgjöf um kynheilbrigði, þ. á m. um getnaðarvarnir. Þótt visst aðgengi hafi verið til staðar hefur skort að sérsníða þjónustuna að þörfum ungs fólks. Sérþörfum ungs fólks í kynheilbrigðismálum var enginn sérstakur gaumur gefinn fyrr en farið var að opna unglingamóttökur á heilsugæslustöðvum fyrir tæpum tíu árum. Fyrsta móttakan tók til starfa árið 1999 á Akureyri. Síðan tók hver við af annarri á Reykjavíkursvæðinu. Voru móttökurnar yfirleitt opnar einu sinni í viku, einn tíma í senn. Unglingamóttakan í Hafnarfirði náði hvað bestri fótfestu. Þrátt fyrir það var ákveðið eftir sumarlokanir árið 2007 að loka henni. Rökin, sem fram komu í fjölmiðlum fyrir lokuninni, voru launamál lækna. Þessi lokun hefur áhrif á aðgengi unglinga að kynheilbrigðisþjónustu á þeirra þjónustusvæði. Í stað þess að loka þessari móttöku hefði í raun átt að auka hana og efla. Hér var því tekin ákvörðun sem miðast ekki við þarfir ungs fólks. Aðgengi að þjónustu lýtur jafnframt að því að panta tíma og hvernig þjónustutímanum „Mikil þörf er á að bæta bæði fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.