Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 51
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 47 hormónagetnaðarvörnum. Leitast er við að svara tveimur mikilvægum spurningum er varða aðgengi og gæði. Mun aðgengi að þjónustunni minnka? Með þessari breytingu á þjónustunni mun aðgengi líklega stórbatna. Það hefur margoft komið fram í viðtölum við ungt fólk hér á landi í rýnihópum að margvíslegar hindranir eru til staðar sem hefta það í að nálgast þjónustuna. Jafnframt hefur komið fram að ungu fólki finnst auðveldara að leita til hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum heldur en til lækna. Rannsóknir erlendis á því hvernig hægt er að nýta betur tíma bæði hjúkrunarfræðinga og lækna og minnka tafir skjólstæðinga í þjónustuferlinu hafa sýnt að með því að gefa hjúkrunarfræðingum leyfi til að ávísa lyfjum sparast tími og það auðveldar ferlið fyrir skjólstæðingana (Luker o.fl., 1997; Brooks o.fl., 2001). Munu gæði þjónustunnar minnka? Eins og þjónustan er í dag vantar töluvert upp á að hún uppfylli gæðakröfur. Ráðgjöfin er sjaldnast byggð á hugmyndafræði heldur einkennist þjónustan meir af einhliða fyrirmælum og oft vantar að veita nauðsynlega fræðslu til að konan geti tekið upplýsta ákvörðun um tegund getnaðarvarnar eða hvernig hún eigi að nota getnaðarvörnina. Það er ólíklegt að klínískt mat hjúkrunarfræðinga eða ljósmæðra á því hvort viðkomandi getnaðarvörn sé viðeigandi eða ekki út frá heilsufarssögu (frábendingum) verði ekki innt fagmannlega af hendi ef hugað er vel að menntun og þálfun þessara starfsstétta í þessum efnum. Áhugasamir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem vilja leggja sig fram og vinna vel á þessu sviði, eru líklegir til að huga vel að gæðum þjónustunnar. Það hefur ávallt verið ríkur þáttur í störfum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, hvar sem þær starfa, að veita skjólstæðingum fræðslu. Nám fyrir þessar starfsstéttir mundi undirbúa þær sérstaklega á þessu sviði. Það er mun líklegra að þjónustan batni til muna, ekki síst ef hugað er samtímis að gæðamálum, s.s. vinnureglum og skráningu. Rannsóknir hafa t.d. sýnt að skjólstæðingar, sem leituðu til hjúkrunarfræðinga (nurse practitioners) með ýmis heilbrigðisvandamál, voru nokkru ánægðari með þjónustu þeirra heldur en þeir sem leituðu til lækna með svipuð vandamál (Kinnersley o.fl., 2000; Shum o.fl., 2000). „Gera þarf breytingar á lyfjalögum þannig að hjúkr unarfræðingar og ljós mæður geti sótt um leyfi til að ávísa hormóna­ getnaðarvörnum.“ Lokaorð Greiða þarf aðgengi ungs fólks að kynheilbrigðisþjónustu sem byggist á ákveðnum gæðastöðlum. Gera þarf breytingar á lyfjalögum þannig að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður geti sótt um leyfi til að ávísa hormónagetnaðarvörnum. Slíkt leyfi væri háð því að þessar starfsstéttir færu í sérstakt nám. Námið (fræðilegt og klínískt) þyrfti að vera á framhaldsstigi og mundi undirbúa þessar starfsstéttir undir breytt hlutverk varðandi ráðgjöf um getnaðarvarnir fyrir ungt fólk. Sérstaklega er mikilvægt hlutverk hjúkrunarfræðinga innan framhaldsskóla landsins. Gera má ráð fyrir því að þessar breytingar hafi í för með sér greiðara aðgengi að kynheilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk auk þess að auka gæði hennar. Jafnframt er líklegt að þær stuðli að kynheilbrigði ungs fólks. Heimildir American Academy of Nurse Practitioners (1998). Scope of practice for nurse practitioners. Washingtonborg: American Academy of Nurse Practitioners. An Bord Altranis og National Council for the Professional Development of Nursing and Midwifery (2005). Review of nurses and mid­ wives in the prescribing and administration of medical products. Dublin: An Bord Altranis og National Council for the Professional Development of Nursing and Midwifery. Bender, S.S. (2005). Adolescent Pregnancy. Reykjavík: Höfundur. Bender, S.S. (1999). Attitudes of Icelandic young people toward sexual and reproductive health services. Family Planning Perspectives, 31(6), 294­301. Brooks, N., O tway, C., Rashid, C., Kilty, L., og Maggs, C.(2001). Nurse prescribing: What do patients think? Nursing Standard, 15 (17), 33­38. Crown, J. (1999). Review of prescribing, supply & administration of medicines. London: National Health Service. Faculty of Family Planning and Reproductive Health Care of the Royal College of Obstetricians and Gynaecologists (2003). Service standards for sexual health services. London: Faculty of Family Planning and Reproductive Health Care of the Royal College of Obstetricians and Gynecologists. Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið (2001). Heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Reykjavík: Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið. Kinnersley, P., Anderson, E., Parry, K., Clement, J., Archard, L., Turton, P., Stainthorpe, A., Fraser, A., Butler, C.C., og Rogers, C. (2000). Randomised controlled trial of nurse prac­ titioner versus general practitioner care for patients requesting same day consultations in primary care. British Medical Journal, 320, 1043­1048. Luker, K., Austin, L., Hogg, C., Willock, J., Wright, K., Ferguson, B., Jenkins­Clark, S., og Smith, K. (1997). Evaluation of nurse prescribing: final report. Liverpool og York. Universities of Liverpool and York. Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemis­ aðgerðir, nr. 25/1975. National Health Service (1999). Review of pre­ scribing, supply & administration of medica­ tions. London: National Health Service. Pearson, L. (2003). Fifteen annual legislative update, the nurse practitioner. The American Journal of Primary Health Care, 28(1), 35­58. Schudder, L. (2006). Prescribing patterns of nurse practitioners. Journal of Nurse Practitioners. Sótt á www.npjournal.org. Shum, C., Humphreys, A., Wheeler, D., Cochrane, M.A., Skoda, S., og Clement, S. (2000). Nurse management of patients with minor illnessess in general practice: multi­ centre, randomised controlled trial. British Medical Journal, 320(7241), 1038­1043. Sóley S. Bender (2006). Þróun kynheilbrigðis þjón­ ustu fyrir unglinga. Í Helga Jónsdóttir (ritstj), Frá innsæi til inngripa. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. Sóley S. Bender (2000). Skýrsla um fóstureyðingar og aðgengi að getnaðarvörnum. Reykjavík: Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið. Sóley S. Bender, Edda J. Jónasdóttir, Gunnar H. Guðmundsson, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Jens A. Guðmundsson og Þórunn Ólafsdóttir (1995). Fræðsla og ráðgjöf um getnaðarvarnir. Reykjavík: Landlæknisembættið. Sóley S. Bender (1990a). Fjölskylduáætlun í íslensku heilbrigðiskerfi. Heilbrigðisskýrslur, fylgirit 1990 nr. 2. Reykjavík: Landlæknisembættið. Sóley S. Bender (1990b). Kynfræðsla: Fræðslu­ og ráðgjafarstöð fyrir ungt fólk. Reykjavík: Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Sundström­Feigenberg, K. (1984). Swedish mid­ wives – a case of professional domination of family planning provision by women. Planned Parenthood in Europe Regional Information Bulletin, 13 (1), 46­7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.