Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 58
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200954 með að þiggja aðstoð frá fjölskyldu og vinum heldur en félagslega kerfinu (Feldman o.fl., 2003). Okkur viðmælendum nægði þó ekki eingöngu að hafa samband við fjölskyldu því félagsskapur utan hennar, þar sem fólk kom saman á öðrum forsendum, var einnig talinn nauðsynlegur. Leita sér aðstoðar og upplýsinga en taka eigin ákvarðanir Allir þátttakendur voru sammála um gildi þess að leita sér aðstoðar til að viðhalda heilsunni. Lögð var áhersla á traust, að geta treyst sínum lækni. Væri það ekki fyrir hendi leituðu þátttakendur annað. Hugsanlega gildir það sama um fleiri heilbrigðisstéttir. Ráðleggingar, sem læknar gáfu, voru teknar alvarlega og þátttakendur lögðu sig fram um að fara eftir þeim. Átti það við um ráðleggingar varðandi meðferð við sjúkdómum og fyrirbyggingu þeirra, svo sem lyf, hreyfingu og mataræði. Hliðstæðar niðurstöður komu fram í finnskri rannsókn sem byggðist á stöðluðum viðtölum og voru þátttakendur á aldrinum 65­84 ára (Hirvensalo o.fl., 2003). Athyglisvert er hvað þátttakendur voru sjálfstæðir og tilbúnir að leggja sitt eigið mat á hvað skipti máli fyrir heilsuna. Þeir lýstu því hvernig þeir tóku eigin ákvarðanir um forvarnir og eflingu heilsunnar. Þessar ákvarðanir voru byggðar á upplýsingum sem þeir öfluðu sér, meðal annars úr blöðum og því sem var í umræðunni á hverjum tíma. Forsenda ákvarðanatöku var að hafa eitthvað til að byggja á, eins og t.d. kom fram hjá einni konunni sem lét mæla beinþéttni reglulega eftir að hún frétti af þeim möguleika. Það er því greinilegt að gott aðgengi að fræðslu og upplýsingum er mikilvægt fyrir aldraða og að heilsuefling eins og Nutbeam (2001) skilgreinir hana hefur gildi fyrir þennan hóp. Notagildi Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk að þekkja hvaða þættir geta haft áhrif á heilbrigði aldraðra þar sem það getur auðveldað greiningu á þörfum þeirra. Þrátt fyrir lítið úrtak og aðrar takmarkanir rannsóknarinnar mætti smíða matskvarða sem byggist á þeim þáttum sem hafa áhrif á viðhald og eflingu heilsu á efri árum (sjá töflu 3). Þennan kvarða mætti síðan nota við ýmsar aðstæður, eins og í heilsueflandi heimsóknum, þegar verið er að undirbúa útskrift einstaklings af sjúkrahúsi og þegar aldraðir leita til heilsugæslunnar. Þannig væri hægt að átta sig á styrk einstaklinganna og erfiðleikum sem þeir standa frammi fyrir. Ef einstaklingarnir myndu sjálfir merkja inn á kvarðann væri búið að skapa umræðugrundvöll og þannig væri hægt að fá betri sýn á aðstæður þeirra. Fram kemur að aldraðir sækist eftir fræðslu og upplýsingum. Hægt væri að birta fræðslugreinar markvisst, til dæmis í dagblöðum og Félagsriti Landssambands eldri borgara, Listinni að lifa, þar sem fram kæmi einnig hvar leita mætti frekari upplýsinga. Í niðurstöðunum má finna ýmis atriði sem þátttakendur telja að hafi mikið gildi til að viðhalda góðri heilsu, þessi atriði hafa verið tekin saman í töflu 4. Á þau má líta sem heilbrigðishvatningu frá öldruðum til aldraðra og mætti dreifa þeim til þessa aldurshóps. Fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu geta þessi atriði verið til áminningar um hversu margir þættir hafa áhrif á heilsu aldraðra. Tafla 4. Heilbrigðishvatning frá öldruðum til aldraðra. Hvatning 1 Eigin vilji skiptir sköpum. Gefstu ekki upp, gerðu það sem getan leyfir og ekki gera veður út af smámunum. Hvatning 2 Leitaðu þér aðstoðar til að viðhalda heilsunni og finndu eigin ráð til að líða vel. Hvatning 3 Hreyfðu þig, það er mikilvægt fyrir líkama og sál. Njóttu útiveru og þess sem náttúran hefur upp á að bjóða. Hvatning 4 Leggðu rækt við sjálfa(n) þig. Finndu gleðina í lífinu og láttu þér ekki leiðast. Hvatning 5 Vertu sátt(ur) við sjálfa(n) þig og lífið, hugaðu að útlitinu og lifðu lífinu. Hvatning 6 Njóttu augnabliksins. Horfðu á björtu hliðarnar og athugaðu að breytingar í lífinu geta skapað ný tækifæri. Hvatning 7 Taktu þátt í lífinu, ekki loka þig af því félagsskapur er nauðsynlegur. Hafðu frumkvæði, ekki bíða eftir að einhver komi. Hvatning 8 Fylgstu með því sem er að gerast í samfélaginu. Farðu út á meðal fólks og hafðu gott samband við fjölskylduna en vertu út af fyrir þig þegar þér hentar. Hvatning 9 Hafðu eitthvað fyrir stafni og eigðu þér áhugamál en ekki ætla þér um of, mundu að hvíld er líka nauðsynleg. Hvatning 10 Fylgdu tímanum og hugsaðu ekki um aldur. LOKAORÐ Stefnt er að því að aldraðir geti búið sem lengst á eigin heimili og er heilsuefling ein af þeim leiðum sem talin er geta aukið möguleika á því. Íslenskar rannsóknir á reynslu aldraðra af heilbrigði eru takmarkaðar en til að geta skipulagt heilsueflingu er mikilvægt að þekkja reynsluheim þeirra og hvað hefur dugað þeim vel til að viðhalda og efla heilsu sína. Þrátt fyrir lítið úrtak og aðrar takmarkanir rannsóknarinnar teljum við að hún gefi vísbendingar um aldraða Íslendinga sem búa á eigin heimili.Þessar vísbendingar geta nýst sem mikilvægur hlekkur í keðjunni sem þarf til að bæta lífi við efri árin og virka sem hvati til frekari sóknar í rannsóknum á þessu sviði. Þakkir Bestu þakkir til þeirra einstaklinga, sem þátt tóku í rannsókninni, fyrir að gefa sér tíma til þess og vilja deila reynslu sinni. Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga eru einnig færðar þakkir fyrir að styrkja rannsóknina. Heimildir: Arcury, T.A., Quandt, S.A., og Bell, R.A. (2001). Staying healthy: The salience and meaning of health maintenance behaviors among rural older adults in North Carolina. Social Science and Medicine, 53, 1541­1556. Barak, Y. (2006). The immune system and happiness. Autoimmunity Reviews, 5, 523­527. Belza, B., Walwick, J., Shiu­Thornton, S., Schwarts, S., Taylor, M., og Logerfo, J. (2004). Older adult perspectives on physical activity and exer­ cise: Voices fram multiple cultures. Preventive Chronic Disease Public Health Research, Practice and Policy, 1 (4), 1­12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.