Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 7
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 2009 3 Á Vesturlandi eiga átta heilbrigðis stofnanir að sameinast í eina, Heil brigðis stofnun Vesturlands, um næstkomandi áramót. Það er vel þekkt að sameining stofnana leiðir til aukins rekstrarkostnaðar fyrstu árin, það tekur nokkur ár að ná fram samlegðaráhrifum. Engu að síður er gerð sú krafa til stjórnenda hinnar nýju stofnunar að hagræða í rekstri um sem nemur 6%. Sama hagræðingarkrafa er gerð á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar, eins og víða annars staðar í heilbrigðiskerfinu, hefur á undanförnum misserum verið hagrætt á öllum sviðum en reynt að hlífa beinni þjónustu við sjúklinga. Deildir hafa verið sameinaðar, yfirvinna minnkuð verulega, aðhalds gætt í innkaupum, svo eitthvað sé nefnt. Frekari hagræðingu verður vart náð án þess að skerða þjónustu, jafnvel hætta að veita ákveðna þjónustu. En þörfin fyrir þjónustuna hverfur ekki og sjúklingar munu þá leita annað, að öllum líkindum á Landspítala (LSH). Á LSH er hins vegar ekki gert ráð fyrir auknum verkefnum heldur þvert á móti, stjórnendum á LSH er gert að lækka rekstrarkostnað um 9%! Á góðæristímanum hér á landi hefur hins vegar verið hagrætt „inn að beini“ á LSH. Forstjóri spítalans hefur sagt opinberlega að svo miklum niðurskurði í rekstri verði ekki náð án uppsagna og hefur nefnt að segja þurfi upp allt að 500 starfsmönnum. Ef til slíkra fjöldauppsagna kemur á LSH verður svo nærri starfseminni gengið að það mun taka fjölda ára að ná að nýju því þjónustustigi sem nú er og við gumum gjarnan af. Ef fram fer sem horfir og skera þarf niður í heilbrigðiskerfinu um sambærilegar upphæðir árin 2011 og 2012 er vandséð annað en þjónustustigið muni færast aftur um mörg ár. Sérfræðingar munu hverfa úr landi og ný þekking mun tapast með landflótta nýbrautskráðra hjúkrunarfræðinga og lækna. Sú stefna heilbrigðisráðherra, að stjórn­ endur hverrar stofnunar útfæri niður skurð­ inn hjá sér, án pólitískrar stefnu mörkunar og án sam þættingar við aðgerðir á öðrum stofnunum, gerir vandann enn meiri. Niðurskurður á einum stað leiðir af sér tilflutning verkefna og eykur kostnað á annarri heilbrigðisstofnun. LSH er sú heilbrigðisstofnun sem verður að taka við öllu enda af fyrrverandi heilbrigðisráðherra gjarnan kölluð „enda­ stöðin“ í heilbrigðiskerfinu. Starfs fólk LSH þarf að sinna öllum þeim sem þangað leita en engu að síður eiga stjórnendur þar að skera niður um 9%! Í þeim fjárhagsvanda, sem þjóðin stendur frammi fyrir, er pólitísk stefnumörkun grundvallaratriði. Hvernig á að nýta það takmarkaða fé sem til ráðstöfunar er til hinna samfélagslegu verkefna? Hvernig á að hagræða nú án þess að valda óafturkræfu tjóni á jafn viðkvæmu kerfi og heilbrigðiskerfið er? Þeir einstaklingar, sem sóst hafa eftir því að stýra landinu, verða að axla ábyrgðina, verða að leggja stóru línurnar, verða að forgangsraða. Þó þekkingin sé úti á stofnunum og ráðgjöfin komi þaðan þarf ráðherrann að taka ákvörðunina, hans er valdið. Í lok júní sendi stjórn Félags íslenskra hjúkr unarfræðinga tillögur sínar vegna niður skurðar í heilbrigðiskerfinu til þá verandi heil brigðis ráð herra. Þar var lögð áhersla á öryggi og gæði þjónustunnar, endurskoðun á heilbrigðiskerfinu og greiðslu fyrir­ komulagi vegna heilbrigðisþjónustu, forgangs röðun verkefna og sameiningu heilbrigðisstofnana. Stjórnin lýsti miklum vilja til sam ráðs og sam starfs við þau erfiðu verkefni sem fram undan væru. Hjúkrunar fræðingar eru lang­ fjölmennasta heilbrigðisstéttin og í hópi hjúkrunarfræðinga býr mikil þekking og reynsla. Hvorki þáverandi né núverandi heilbrigðisráðherrar hafa svarað erindinu. Á tímum sem þessum, þegar mest á reynir, þegar vegið er að mikilvægasta kerfi samfélagsins, er nauðsynlegt að nýta þekkingu og reynslu, innlenda sem erlenda. Þær þjóðir, sem farið hafa í gegnum efnahagslegar þrengingar, vara við alvarlegum langtímaafleiðingum stór­ fellds niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Enn einu sinni ætla íslensk stjórnvöld að hunsa slíkar viðvaranir. Ég hvet hjúkrunarfræðinga til að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna, um öryggi sjúklinga, um öryggi þeirra sjálfra, um kjarasamningsbundin laun og réttindi. Hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn verða að sporna við þeirri aðför sem nú er gerð að okkar góða heilbrigðiskerfi. ÞEGAR MEST Á REYNIR Elsa B. Friðfinnsdóttir. Nú, þegar frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2010 hefur verið lagt fram, er ljós sá niðurskurður sem fram undan er í heilbrigðiskerfinu. Fjárveitingar til heilbrigðisstofnana lækka frá fjárlögum 2009 víðast hvar um 6­8% en dæmi eru um yfir 10% lækkun fjárveitinga. Formannspistill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.