Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 11
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 2009 7 starfsemi heilsugæslunnar og fjölluðu um algeng viðfangsefni fjölskyldna með ung börn, svo sem mikinn grát, svefnvenjur og næringu. Þar má nefna svissneska rannsókn á þekktum vanda sem er álag á fjölskyldur með ungbarn sem grætur mikið um leið og móðirin er enn að jafna sig eftir fæðinguna (Elisabeth Kurth, Elisabeth Spichiger, Elisabeth Zemp Stutz og Holly Kennedy). Markmiðið með rannsókninni var að skoða hvort tengsl væri á milli mikils gráts ungbarns og þreytu móðurinnar. Úrtakið var rúmlega þúsund fjölskyldur með ungbarn sem grét mikið og til samanburaðr voru rúmlega 4 þúsund fjölskyldur með vært barn. Upplýsingum var safnað í heimavitjunum í 1., 6. og 12. viku eftir fæðingu og fór upplýsingasöfnun fram með viðtölum og með því að fylgjast með umönnun barns á heimili. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að erfið fæðing (sogklukka) og andleg vanlíðan móður fljótlega eftir fæðingu auki líkur á umræddum einkennum. Þátttakendur í rannsóknarhópnum sögðust ekki vera ánægðir með þá ungbarnavernd sem þeir fengu og ljóst er að foreldrar með óvær börn þurfa öðruvísi þjónustu en foreldrar með börn sem eru vær, því grátur barna getur haft áhrif á aðlögun foreldra að hlutverki sínu, sérstaklega ef um fyrsta barn þeirra er að ræða. Rannsóknir, sem beindust að feðrum, voru líka kynntar á ráðstefnunni. Leena Hannula, Nina Halme o.fl. sýndu að stuðningur föður og ánægja í par­ sambandi nýorðinna foreldra eykur líkur á að móðirin sé eingöngu með ung barnið á brjósti 6 vikum eftir fæðingu. Rannsóknin var gerð í Finnlandi en tíðni brjóstagjafar er lægri þar en á öðrum Norðurlöndum. Í Thailandi var gerð rannsókn á því hvort feður, sem fengu sértæka fræðslu varðandi þarfir og hegðun ungbarna, umönnun og tengslamyndun, aðlöguðust betur föðurhlutverkinu en feður sem fengu hefðbundna þjónustu (Srisamorn Phumonsakul o.fl.). Í ljós kom að feður í rannsóknarhópnum voru marktækt færari og ánægðari við umönnun ungbarnsins, auk þess sem tengslamyndun þeirra við barnið var betri. Hér á landi hefur Arna Skúladóttir í samvinnu við Rakel Björgu Jónsdóttur unnið að meðferðarrannsókn á færni foreldra til að hjálpa börnum sem útskrifast af vökudeild að þróa góðar svefnvenjur og skoða hvort þær hafi áhrif á þreytu foreldranna. Meðferðin fólst í fræðslu um umönnun og þroska fyrirbura og hvernig hægt er að hjálpa þeim að þroska með sér heilbrigðar svefnvenjur. Niðurstöður Örnu sýna að þremur mánuðum eftir útskrift greina foreldrar í rannsóknarhóp frá minni þreytu og heilbrigðara svefnmynstri hjá ungbörnum heldur en foreldrar í viðmiðunarhóp. Munurinn felst í því að börnin vakna ekki eins oft á næturnar og þau sofa lengur auk þess sem þau virtust eiga auðveldara með að róa sig sjálf í svefn. Annað algengt viðfangsefni hjúkrunarfræðinga, sem vinna með foreldrum ungbarna, er brjóstagjöf. Lítið hefur verið rannsakað hvernig best er að styðja við foreldra svo brjóstagjöf verði árangursík en Hanne Kronborg frá Danmörku skoðaði með aðlöguðu rannsóknarsniði hvort hjúkrunarþjónusta í ungbarnavernd hefur áhrif á lengd brjóstagjafar. Í rannsóknarhópnum fengu hjúkrunarfræðingar sérhæft námskeið, fóru í heimavitjun fljótlega eftir fæðingu barns, gáfu foreldrum góð ráð og veittu stuðning varðandi brjóstgjöf. Í þeim hópi höfðu mæðurnar börn sín lengur á brjósti en mæður í samanburðarhóp sem fengu hefðbundna ungbarnavernd. Mælt var með því að í heimavitjunum ungbarnaverndar skyldi bæði taka tillit til sálfélagslegra þátta og verkleg aðstoð boðin ef þyrfti. Hjúkrunarfræðingar geta einnig þurft að veita ungum foreldrum í áhættuhópi, svo sem þeim sem eiga við geðræn vandamál eða fíkniefnaneyslu að stríða eða eiga fáa að, langvarandi og sérhæfðan stuðning. Minding the Baby er tveggja ára bandarískt rannsóknarverkefni þar sem 66 fjölskyldum var fylgt þétt eftir með þverfaglegum stuðningi og heimavitjunum. Í samanburðarhópi voru 46 fjölskyldur. Engri fjölskyldu úr rannsóknarhópnum var vísað til barnaverndar né hafði eignast barn á þessu tveggja ára tímabili sem rannsóknin stóð yfir, en það átti við um 5% í samanburðarhópnum. Þar að auki áttu foreldrar í rannsóknarhópnum auðveldrara með að setja sig í spor barnsins og skilja þarfir þess, og tengslamyndun var marktækt öruggari en í samanburðarhópnum (Lois Sadler, Arietta Slade, Linda Mayes o.fl.). Meðferðarlíkanið hefur einnig nýst í starfi skólahjúkrunarfræðinga og nokkur veggspjöld varðandi börn á skólaaldri vöktu athygli. Þar á meðal var eitt frá Japan eftir Ayako Ohgino og Yumiko Nakamura. Þar kynntu höfundarnir hjúkrunarlíkan um aðlögun foreldra barna með langvinna sjúkdóma. Þekkt er að foreldrar barna með langvinna sjúkdóma eru undir meira álagi en foreldrar heilbrigðra barna. Auk þess eiga þeir erfitt með að aðlagast sjúkdónum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við íslenska rannsókn á aðlögunarleiðum foreldra barna með sykursýki sem unnin var af þeim Elísabetu Konráðsdóttur og Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur. Í íslensku rannsókninni kemur í ljós að fræðsla og stuðningsviðtöl hjá hjúkrunarfræðingi styrkja foreldra, sérstaklega feður, til Samtals voru kynnt 120 veggspjöld á ráðstefnunni. Janice Bell, einn af upphafsmönnum Calgary­ líkansins, heldur ræðu á ráðstefnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.