Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 20098 að takast á við veikindi barna sinna. Sambærilega hjúkrunarmeðferð geta skólahjúkrunarfræðingar notað til að bregðast við þörfum fjölskyldna barna með langvinna sjúkdóma, draga úr álagi og þjáningu og samþætta þjónustu milli göngudeildar og skóla. Á öðru veggspjaldi voru kynntar rann­ sóknarniðurstöður frá Finnlandi um forvarnir gegn offitu barna. Höfundarnir, Anne Taulu, Tarja Suominen, Katri Vehviläinen­Julkunen og Ursula Schwab, lýstu þeim gífurlega heilbrigðisvanda sem fylgir offitu og afleiðingum hennar fyrir börn og fullorðna. Börn á aldrinum 5­13 ára og foreldrar þeirra fengu fræðslu og stuðning þar sem lögð var áhersla á mataræði og hreyfingu. Í rannsóknarhópnum var marktækt meira samræmi milli hæðar­ og þyngdaraukningar en í saman burðar­ hópnum eftir 6 og 12 mánuði. Önnur finnsk rannsókn, sem unnin var af Tiina Mäenpää og Päivi Åstedt­Kurki, sýndi að foreldrar 12 ára barna vilja vera í samvinnu við skólahjúkrunarfræðinga svo að þeir geti verið virkir þátttakendur varðandi heilsueflingu og forvarnir fyrir börn sín. Lífssýn á sjúkdóma Fjölskyldumiðuð hjúkrunarmeðferð, sem byggist á líkani um lífssýn á sjúkdóma, var einnig kynnt á ráðstefnunni. Nami Kobayashi frá Japan lýsti meðferð á pari sem hafði verið vísað til hennar vegna barnleysis, en þar í landi er ekki hefð fyrir því að tala um kynlíf, hvað þá ef um vandamál er að ræða. Hún gaf parinu færi á að færa í orð það sem erfitt er að tala um (speak the unspeakable) samkvæmt líkaninu um lífssýn á sjúkdóma. Með þessari aðferð braut hún hefðir varðandi samræðu um menningarlega bannhelgi og kveikti vonir hjá parinu um barneignir. Parið fékk nýja sýn á vandamálið og dró það úr vanlíðan þeirra að finna fyrir að vera eðlileg fjölskylda þrátt fyrir barnleysi. Önnur rannsókn, þar sem notað var líkan um lífssýn á sjúkdóma og var kynnt á ráðstefnunni, var íslensk og hana höfðu unnið Stefanía B. Arnardóttir og Marga Thome. Þátttakendur í þessari rannsókn voru barnshafandi konur sem höfðu lýst andlegri vanlíðan sinni í hefðbundinni meðgönguvernd og var vísað til hjúkrunarfræðings sem veitti sérhæfða fjölskyldumeðferð. Þátttakendur fengu fjórar heimavitjanir á meðgöngunni, þar sem unnið var með samskipti, styrkleika og tengsl á breytingatímum. Fyrstu niðurstöður, í mælingum fyrir og eftir meðferð hjá báðum foreldrum, gáfu til kynna að meðferðin dró marktækt úr vanlíðan beggja foreldra og bætti samskipti sambúðarfólksins, að mati beggja. Níu vikum eftir fæðingu var skimað eftir andlegri vanlíðan í ungbarnavernd og eru þær niðurstöður hluti af rannsókninni. Í ljós kemur að sumar konurnar úr rannsóknarhópnum eru enn að kljást við andlega vanlíðan á þeim tímapunkti. Miðað við erlendar rannsóknir ætti um helmingur kvenna, sem finna fyrir andlegri vanlíðan á meðgöngu, einnig að vera með tíð þunglyndiseinkenni 9 vikum eftir barnsburð en í íslenska rann sóknarhópnum reyndist einungis fimmtungur með umrædd einkenni sam­ kvæmt Edinborgarþunglyndis kvarðanum. Lokaorð Sífellt fjölgar í hópi þeirra sem þjást af langvinnum sjúkdómum og sálfélagslegum vandamálum hér á landi eins og annars staðar í heiminum. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar niðurstöður þeirra rannsókna, sem kynntar voru á fjöl skylduhjúkrunarráðstefnunni, eru skoðaðar þar sem þær sýna að hjúkrunar­ fræð ingar efla heilbrigði sam félagshópa með margs konar hjúkrunar meðferð sem byggð er á Calgary­líkaninu og stuðlar að heilsu eflingu og for vörnum. Þessari gagn reyndu þekkingu þarf að taka mið af í starfi hjúkrunarfræðinga sam hliða því að safna gögnum um íslenskan veruleika og skipuleggja úrræði. Er þetta ekki síst mikilvægt í þjónustu hjúkrunarfræðinga í ung­ og smábarna­ vernd og skólaheilsugæslu. Börnin eru að temja sér lífshætti sem munu móta heilbrigðisviðhorf þeirra og fylgja þeim að öllum líkindum út ævina og eiga þau viðhorf sjálfsagt eftir að berast til næstu kynslóðar. Hjúkrunarfræðingar geta haft áhrif á þetta, meðal annars með því að nýta úti í samfélaginu þær gagnreyndu hjúkrunaraðferðir sem kynntar voru á alþjóðlegu fjölskyldu hjúkrunarráðstefnunni í byrjun sumars. Stefanía B. Arnardóttir er hjúkrunar­ fræðingur á heilsugæslustöðinni í Árbæ og Brynja Örlygsdóttir er lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Heimildir Leahey, M., Svavarsdottir, E.K., og Duhamel, F. (2009). Implementing family nursing: How do we translate knowledge into clinical practice? Journal of Family Nursing, 15 (4), 445­460. Wright, L.M., og Leahey, M. (2005). Nurses and families: A guide to family assessment and intervention (4. útg.) Philadelphia: F.A. Davis Company. Wright, L.M., Watson, W.L., og Bell, J.M. (1996). Beliefs: The heart of healing in families and ill­ ness. New York: Basic Books. Skipuleggjendum ráðstefnunnar færðar þakkir og gjöf. Meðferð í allt að 4 ár Understanding Potential long-term Impacts on Function with Tiotropium. Aðalendapunktar voru breyting á árlegri skerðingu lungnastarfsemi ( FEV fyrir og eftir berkjuvíkkandi lyfjagjöf (meðaltal) frá 30. degi). Þessir endapunktar voru ekki tölfræðilega marktækir. Aðrir endapunktar sem voru skilgreindir fyrirfram voru m.a. bættar niðurstöður mælinga á lungnastarfsemi (skerðing ári), lífsgæði (metið á grundvelli breytinga á SGRQ ), LLT-versnanir og dauðsföll Lífsgæði voru metin á grundvelli St. George's Respiratory Questionnaire (SGRQ). SGRQ er mælikvarði á lífsgæði, sem mælir breytingar á lífsgæðum á kvarðanum 0-100. Breyting sem nemur 4 einingum eða meira er álitin klínískt marktæk Undir þetta heyrir hjartabilun, hjartadrep, andnauð, LLT-versnanir og öndunarbilun 1 † 1 Grundvallarmeðferð við LLT á öllum stigum3,4 SPIRIVA (TIOTROPIUM) hefur áhrif á einkenni og framvindu LLT – einnig þegar til lengri tíma er litið ® *1 SPIRIVA hafði kosti til lengri tíma fyrir LLT sjúklinga í fjögurra ára UPLIFT* rannsókninni : Viðvarandi betri lungnastarfsemi Viðvarandi jákvæð áhrif á lífsgæði Minnkuð áhætta á LLT- versnunum og versnunum sem leiddu til innlagnar Niðurstöður varðandi aukaverkanir sýndu minnkaða áhættu á öndunarfærasjúkdómum og hjarta- og æðasjúkdómum hjá sjúklingum á SPIRIVA meðferð ® ® 1 1 1 1,† 1,2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.