Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 20
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 200916 tók á móti um morguninn, fjölskyldunni fannst hún hafa verið sérlega fagleg,“ segir Elísabet. Annar hjúkrunarfræðingur sagði frá þverfaglegum fundi með fjölskyldunni. Á deildinni var þessum fundum frekar illa stjórnað og þeir árangurslitlir að mati hjúkrunarfræðingsins og svo var einnig á þessum fundi. Hjúkrunarfræðingurinn ákvað þegar honum var farið að leiðast þófið að nýta aðferðir sem vasaspjaldið bauð upp á í fjölskylduviðtalinu. Það var eins og við manninn mælt, fundurinn snarbreyttist, utanumhaldið sem vantaði var nú til staðar og að mati hjúkrunar­ fræðingsins reyndist fundurinn árangurs­ ríkur, bæði fyrir aðstandendur og fag ólkið sem fundinn sat. Í stuttu meðferðarsamtali, sem hjúkrunar­ fræðingur átti við móður barns á barnadeild, kom í ljós að móðirin átti sjálf við langvinnan sjúkdóm að stríða. Þessar upplýsingar höfðu ekki komið fram við innlögn barnsins vikuna áður. Móðirin hafði mikla þörf fyrir að tjá sig um sinn sjúkdóm og líðan. Hún sagði að það skipti miklu máli að sér væri sýndur skilningur á því að vera með veikt barn og vera sjálf með þennan sjúkdóm. „Þessar dæmisögur hafa sannfært mig um að hjúkrunarfræðingar sjái möguleika og kosti þess að nota Calgary­ fjölskyldulíkanið. Nú bíð ég eftir að heyra hvort breyttar aðferðir skili sér til skjólstæðinga okkar að þeirra eigin mati en það mun meðal annars koma fram í stórri rannsókn sem við erum að vinna að á barnadeildunum,“ segir Elísabet. Elísabet segir að lokum frá viðtali sem hún átti við föður drengs með sykursýki. Með því að nota spurningar úr stutta meðferðarsamtalinu fékk hún mikilvægar upplýsingar um aðstæður fjölskyldunnar og hjálpuðu þessar upplýsingar Elísabetu að skilja af hverju fjölskyldunni gekk illa að aðlagast sykursýki barnsins „Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst að við göngum of langt í samtölum okkar við fjölskyldurnar og að þetta sé ekki í verkahring hjúkrunarfræðinga. En reynsla mín segir mér að í raun sé fólk þakklátt fyrir að fá að tala um aðstæður sínar og reynslu af veikindunum,“ segir Elísabet. „Oft getur það hjálpað fjölskyldunni að sjá fjölskyldutré sitt. Fólk sér þá hvað það er að glíma við og hvað álagið getur verið mikið. Á námskeiðunum höfum við leiðbeinendur látið hjúkrunarfræðinga teikna sín eigin tré og oftar en ekki hefur það komið þeim sjálfum á óvart hvað þeir gegna mörgum hlutverkum.“ Fjölskylduhjúkrun fest í sessi Verkefninu miðar vel áfram. „Markmiðið er að allir hjúkrunarfræðingar þekki og noti aðferðir fjölskylduhjúkrunar. Við viljum því fyrst og fremst þjálfa hjúkrunarfræðinga í að nota spurningarnar og gera fjölskyldutré,“ segir Anna Ólafía. Brýnt verkefni er núna að fylgja námskeiðunum eftir og festa fjölskylduhjúkrunina í sessi. Það verður gert með færnibúðum og stuðningi á sviðum. Æskilegt er að hjúkrunarfræðingar temji sér smám saman 2­3 meðferðarspurningar sem þeir telja að henti á þeirra deild. „Í færnibúðum höfum við látið hjúkrunarfræðingana mynda þriggja manna hópa þar sem þeir skiptast á að æfa sig í stuttu meðferðarsamtali,“ segir Anna Ólafía. Lögð er áhersla á að hjúkrunarfræðingar bendi fjölskyldunni á hvar styrkur hennar liggur. Anna Stefánsdóttir bætir við að stutta meðferðarsamtalið er ekki með ferðar­ samtal í þeim skilningi sem til dæmis geðhjúkrunarfræðingur leggi í það orð. „Hjúkrunarfræðingar okkar verða ekki sérfræðingar í fjölskyldumeðferð þó að þeir tileinki sér hugmyndafræðina,“ segir hún. En margir hjúkrunarfræðingar munu eflaust fá áhuga á að læra meira og hugmyndin er að smám saman verði til hópur af hjúkrunarfræðingum sem geti tekið meðferðarviðtöl á þann hátt sem til dæmis Elísabet gerir á göngudeild barnaspítalans. Hvert svið hefur mótað sínar aðferðir til að styðja við sína hjúkrunarfræðinga. Sum svið hafa til dæmis verið með leshópa. Á geðsviði var boðið upp á hóphandleiðslu og er það einnig í bígerð á kvenna­ og barnasviði. Verið er að útfæra hvernig verður staðið að framhaldnámskeiðum í fjölskyldu hjúkrun, í tengslum við endurmenntun og starfs­ aðlögun starfsmanna hjúkrunar. Elísabet gerir ráð fyrir að þegar fram í sækir muni þetta verkefni hafa mikil áhrif á reynslu fólks af því að koma á Landspítalann. „Maður heyrir stundum fólk segja um spítalavist aðstandenda: Það var enginn sem talaði við mig. Reynslan af spítalavistinni er iðulega ofarlega í huga fólks og afskiptaleysi er eitt af því sem fólk man eftir. Þessu viljum við breyta. Við viljum að fjölskyldan finni að hún sé velkomin á spítalann og að hún hafi greiðan aðgang að okkur. Með því að hafa fjölskylduna meira með getum við stutt fjölskyldumeðlimi enn betur í að annast um veika ástvini sína, stytt sjúkrahúsdvölina og komið í veg fyrir endurinnlagnir,“ segir Elísabet. Stutt meðferðarsamtal Hefja meðferðarleg samskipti: Bjóða fjölskyldu til samræðna með eða án sjúklings Sýna kurteisi og virðingu: Ræða tilgang og setja tímamörk, skýra hlutverk allra Teikna fjölskyldutré og tengslakort Spyrja meðferðarspurninga Hvað brennur helst á ykkur núna? Á hvern í fjölskyldunni hafa veikindin mest áhríf? Hver þjáist mest? Hvað hefur reynst ykkur best/verst við svipaðar aðstæður? Ef það væri ein spurning sem þú/þið gætuð fengið svar við núna, hver væri hún? Hvernig getum við stutt best víð þig og fjölskyldu þína? Hverjar eru óskir/þarfir ykkar/þínar fyrir aðstoð núna (vegna meðferðar/útskriftar)? Draga fram styrk fjölskyldunnar: Dæmi: „Ég heyri að þetta hefur verið mikið álag á fjölskylduna og mér finnst að þið hafið staðið ykkur vel!“ Vasaspjald gefið út af stýrihópi fjölskylduhjúkrunar, 3. útgáfa 2009. Eftir Wright, L.M., og Leahey, M. (2009). Nurses and families. A guide to family assessment intervention.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.