Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 29
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 2009 25 Jón Aðalbjörn Jónsson, jon@hjukrun.is Nýlega hefur FÍH tekið þátt í tveimur fundum þar sem Evrópumál voru rædd. Annars vegar var það ráðstefna Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) í lok september og hins vegar fulltrúafundur Evrópusamtaka hjúkrunarfélaga (EFN) en hann var haldinn stuttu seinna. Meðal efnis á ráðstefnu SSN var hjúkrunarnámið, öryggi sjúklinga, áhrif ESB á vinnuumhverfið og samtal vinnu markaðar (social dialogue). Framkvæmdastjóri EFN, Paul de Raeve, hélt tvö erindi á ráðstefnunni. Í fyrra erindinu sagði hann frá tilskipun 36 frá Evrópusambandinu sem fjallar meðal annars um hjúkrunarmenntun. „Hingað til höfum við einkum einbeitt okkur að því hvort ný aðildarlönd uppfylli kröfur ESB án þess að fara yfir hvernig gömlu aðildarlöndin uppfylla kröfurnar,“ sagði Paul de Raeve meðal annars. Skortur á hjúkrunarfræðingum í Evrópu veldur því að lönd eins og Þýskaland, Frakkland og Belgía draga úr kröfum til námsins. Mikil þörf er á auknu eftirliti innan Evrópusambandsins. Í Þýskalandi hefur ríkisstjórnin rætt um að lækka aðgangskröfur þannig að 10 ára skólaganga sé undanfari náms í hjúkrunarfræði. Í sumum landshlutum Belgíu uppfyllir námið ekki kröfur um að tilhlýðilegt verknám sé í boði fyrir nema í hjúkrunarfræði. Þetta eru vandamál sem EFN eru sérlega vakandi yfir. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er fullgildur aðili að Evrópusamtökum hjúkrunarfélaga og fulltrúi félagsins sótti 91. fulltrúafund samtakana í Stokkhólmi 1.-2. október sl. Á fundinum voru til umræðu atriði er varða aðild að EFN og Alþjóðaráði hjúkrunarfræðinga (ICN) og breytingar á stofnskrá þess. Einnig var rætt um grænbók ESB um vinnuafl heilbrigðiskerfisins, tilskipun 36 sem fjallar meðal annars um samsetningu hjúkrunarnáms, gæða- og öryggisstaðla og Evrópuverkefni sem EFN er aðili að. Fulltrúar rúmlega 30 aðildarlanda, sem sóttu fundinn, skiptust einnig á upplýsingum um upplýsingatækni í heilbrigðisgeiranum (e-health) og voru upplýstir um fyrstu niðurstöður úr Á næstunni mun Tímarit hjúkrunar fræðinga fjalla ýtarlega um ESB og um Evrópu samstarf hjúkr unar ­ fræðinga. Vegna um sóknar Íslands um aðild að Evrópu ­ sambandinu og væntan ­ legrar þjóðar atkvæða­ greiðslu þurfa hjúkr unar­ fræðingar að vita meira um kosti og galla þess að vera í ESB. En Ísland er nú þegar aðili að Evrópska efna hagssvæðinu og löggjöf ESB hefur því áhrif á íslenska hjúkrunarfræðinga. EVRÓPUMÁL Í BRENNIDEPLI spurningakönnuninni „Nursing research in Europe: reaching a consensus on strategic priorities“. Könnunin er gerð með það í huga að nota rannsóknarniðurstöður og vísbendingar við hagsmunagæslu hjúkrunarfræðinga innan ESB. Einnig er tilgangurinn að vekja athygli á niðurstöðum rannsókna og fylgjast með áhrifum hjúkrunarrannsókna á stefnumótun heilbrigðis- og félagsþjónustu í Evrópu. Á fundum EFN starfa 3 fastar vinnunefndir: nefnd um vinnuafl, fagnefnd og nefnd um opinbera stefnu. Nefndirnar byggja starf sitt á skýrslu framkvæmdastjóra og fyrirliggjandi aðgerðaáætlun við mótun tillagna um framkvæmdir og forgangsröðun EFN við hagsmunagæslu. Aðildarfélögin samþykktu á fundinum tvær stefnu- og afstöðuyfirlýsingar um upplýsingatækni í heilbrigðisgeiranum og um gæða- og öryggisstaðla innan ESB. The European Federation of Nurses Associations er ráðgefandi vettvangur hjúkrunarfræðinga gagnvart ESB. EFN ákvað 1997 að opna samtökin fyrir evrópskum félögum hjúkrunarfræðinga í löndum utan ESB. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákvað að gerast aðili í mars 1998. Með aðild að EFN gefst félaginu möguleiki á að fylgjast með og hafa áhrif á stefnu ESB um hjúkrunarmál en stefna ESB í þeim málefnum sem og öðrum hefur bein áhrif á Íslandi vegna EES-samningsins. Fulltrúafundir samtakanna eru haldnir tvisvar á ári. Jón Aðalbjörn Jónsson er alþjóðafulltrúi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.